Steindi ætlar að koma með titilinn heim Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2019 06:30 Rock Thor Jr. og móðir hans, Sigríður Erna. Stífar æfingar voru í gangi þegar Fréttablaðið náði tali af Steinþóri Hróari Steinþórssyni. Hann keppir fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramótinu í luftgítar sem fram fer í finnsku borginni Oulu. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Steindi segir að listamaðurinn Sjón eigi heiðurinn af hinu nýja nafni. Sjón hefur verið ráðgjafi Steinda í ferlinu. Hann var sjálfur frumkvöðull í luftgítar á heimsvísu er hann lék með Sykurmolunum og kallaði sig Johnny Triumph. „Það er alltaf verið að taka hluti af Íslendingum, við fundum Ameríku, við fundum upp kokteilsósuna. Ég ætla að koma með þennan titil heim,“ segir Steindi ákveðinn. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ segir Steindi. „Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inniheldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvarlega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar samankomið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er japönsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaðurinn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss. Líkt og Hatari gerði í Eurovision vill Steindi reyna að nýta tækifærið til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri. „Pútín er að lenda í Helsinki í dag. Hann veit að það eru margir Rússar að keppa hérna. Ef hann kemur á keppnina reyni ég að ná tali af honum undir fjögur augu,“ segir Steindi áður en hann heldur aftur til æfinga. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Stífar æfingar voru í gangi þegar Fréttablaðið náði tali af Steinþóri Hróari Steinþórssyni. Hann keppir fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramótinu í luftgítar sem fram fer í finnsku borginni Oulu. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Steindi segir að listamaðurinn Sjón eigi heiðurinn af hinu nýja nafni. Sjón hefur verið ráðgjafi Steinda í ferlinu. Hann var sjálfur frumkvöðull í luftgítar á heimsvísu er hann lék með Sykurmolunum og kallaði sig Johnny Triumph. „Það er alltaf verið að taka hluti af Íslendingum, við fundum Ameríku, við fundum upp kokteilsósuna. Ég ætla að koma með þennan titil heim,“ segir Steindi ákveðinn. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ segir Steindi. „Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inniheldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvarlega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar samankomið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er japönsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaðurinn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss. Líkt og Hatari gerði í Eurovision vill Steindi reyna að nýta tækifærið til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri. „Pútín er að lenda í Helsinki í dag. Hann veit að það eru margir Rússar að keppa hérna. Ef hann kemur á keppnina reyni ég að ná tali af honum undir fjögur augu,“ segir Steindi áður en hann heldur aftur til æfinga.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira