Fornleifauppgröftur fer vel af stað á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2019 19:45 Forleifafræðingarnir munu vinna í fimm daga í þessari skorpu við fornleifauppgröftinn á Eyrarbakka. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fornleifauppgröftur er nú hafinn á Eyrarbakka þar sem stendur til að endurbyggja svokallaða Vesturbúð en þar var verslunarhúsnæði danskra kaupmanna. Húsin voruð byggð á árunum 1750 til 1892 og stóðu á opnu svæði við samkomuhúsið Stað. Húsin voru rifin 1959 af þáverandi eigenda þeirra, Kaupfélagi Árnesinga. Þrír fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands vinna nú að uppgreftinum á Eyrarbakka þar sem Vesturbúðin stóð. Það er áhugamannafélag um uppbyggingu búðarinnar sem stendur að verkefninu en um var að ræða húsaþyrpingu nokkurra húsa. „Við höfum hug á því að fá fjármagn í það að byggja upp húsin í sinni upprennilegustu mynd hér á þessum stað það sem þau sannarlega stóðu og koma í þau starfsemi, sem gæti þá lýst þessari sögu og tengingu Íslands við Eyrarbakka við útlönd í gegnum aldirnar“, segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson áhugamaður um verkefnið. Ragnheiður Gló og Sigurjón Vídalín, ásamt Elfu Dögg Þórðardóttir, áhugamanneskju um verkefnið og tveimur fornleifafræðingum, sem vinna verkið með Ragnheiði.Magnús HlynurFornleifafræðingarnir eru mjög spenntir fyrir uppgreftinum á Eyrarbakka. En hafa þeir fundið eitthvað? „Já, já, við erum búin að finna eitthvað. Við erum búin að vinna vegg, sem við vissum nánast hvar var. Þá eru komnar í ljós viðgerðir og mögulega eldri veggur líka, þannig að við erum að finna hluti af óskrifaðri sögu þessara húsa“, segir Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri uppgraftarins. Húsin voru um þrjú þúsund fermetrar að stærð enda mikil mannvirki síns tíma. Ragnheiður Gló segir að mikilvægi Eyrarbakka sem verslunarþorps hafi verið mjög mikil á sínum tíma, miklu meiri en margir átti sig á í dag. „Já, hér er verslunarsaga Íslands, allar leiðir lágu til Eyrarbakka, á Suðurlandi allavega. Ég er mjög bjartsýn á verkefnið enda er það mjög þarft finnst mér persónulega. Við munum reyna að finna fjármagn í þetta eftir fremsta megni, það vona ég allavega“. Árborg Fornminjar Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Fornleifauppgröftur er nú hafinn á Eyrarbakka þar sem stendur til að endurbyggja svokallaða Vesturbúð en þar var verslunarhúsnæði danskra kaupmanna. Húsin voruð byggð á árunum 1750 til 1892 og stóðu á opnu svæði við samkomuhúsið Stað. Húsin voru rifin 1959 af þáverandi eigenda þeirra, Kaupfélagi Árnesinga. Þrír fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands vinna nú að uppgreftinum á Eyrarbakka þar sem Vesturbúðin stóð. Það er áhugamannafélag um uppbyggingu búðarinnar sem stendur að verkefninu en um var að ræða húsaþyrpingu nokkurra húsa. „Við höfum hug á því að fá fjármagn í það að byggja upp húsin í sinni upprennilegustu mynd hér á þessum stað það sem þau sannarlega stóðu og koma í þau starfsemi, sem gæti þá lýst þessari sögu og tengingu Íslands við Eyrarbakka við útlönd í gegnum aldirnar“, segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson áhugamaður um verkefnið. Ragnheiður Gló og Sigurjón Vídalín, ásamt Elfu Dögg Þórðardóttir, áhugamanneskju um verkefnið og tveimur fornleifafræðingum, sem vinna verkið með Ragnheiði.Magnús HlynurFornleifafræðingarnir eru mjög spenntir fyrir uppgreftinum á Eyrarbakka. En hafa þeir fundið eitthvað? „Já, já, við erum búin að finna eitthvað. Við erum búin að vinna vegg, sem við vissum nánast hvar var. Þá eru komnar í ljós viðgerðir og mögulega eldri veggur líka, þannig að við erum að finna hluti af óskrifaðri sögu þessara húsa“, segir Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri uppgraftarins. Húsin voru um þrjú þúsund fermetrar að stærð enda mikil mannvirki síns tíma. Ragnheiður Gló segir að mikilvægi Eyrarbakka sem verslunarþorps hafi verið mjög mikil á sínum tíma, miklu meiri en margir átti sig á í dag. „Já, hér er verslunarsaga Íslands, allar leiðir lágu til Eyrarbakka, á Suðurlandi allavega. Ég er mjög bjartsýn á verkefnið enda er það mjög þarft finnst mér persónulega. Við munum reyna að finna fjármagn í þetta eftir fremsta megni, það vona ég allavega“.
Árborg Fornminjar Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira