Sóley Margrét Jónsdóttir varð í gær heimsmeistari í kraftlyftingum á heimsmeistaramóti unglinga.
Sóley er Evrópumeistari í +84kg flokki stúlkna og var því líkleg til afreka á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kanada.
Sóley vann til gullverðlauna í öllum þremur greinunum sem tryggði henni sigur í heildarkeppninni og heimsmeistaratitli.
Hún lyfti 255kg í hnébeygju, en hún lyfti 25kg meira en sú sem varð í öðru sæti.
Í bekkpressu setti Sóley Íslandsmet með lyftu á 160kg og í réttstöðulyftu tók hún 207,5kg. Samanlagt lyfti Sóley því 622,5kg í lyftunum þremur.
Sú samtala er hærri heldur en það sem sigurvegarinn í aldursflokknum fyrir ofan Sóley, 19-23 ára.
Sóley heimsmeistari stúlkna í kraftlyftingum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1

„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn


Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti

Lagði egóið til hliðar fyrir liðið
Körfubolti