Segir réttaróvissu enn vera til staðar og undirmönnun sé áhyggjuefni Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 20:56 Helga Vala segir réttaróvissu enn vera til staðar og að undirmönnun dómstólsins sé áhyggjuefni. vísir/vilhelm Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina ekki breyta því að réttaróvissa sé enn til staðar vegna fyrri dóms Mannréttindadómstólsins. „Nú lítur greinilega yfirdeildin svo á að málið sé það alvarlegt, enda varðar þetta heilt dómstig í landinu, þannig að núna þá verður þetta bara skoðað hjá yfirdeild þar sem það eru tæplega tuttugu dómarar sem fara yfir þetta. Niðurstaðan liggur þá fyrir eftir tólf til átján mánuði um það bil,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnvöld áfrýjuðu fyrri dómi Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Segir réttaróvissu enn vera til staðar Þannig að það er enn þá réttaróvissa? „Já það hefur ekkert breyst. Við erum auðvitað enn þá með undirmannaðan Landsrétt. Það eru tveir dómarar sem féllust á þá beiðni að fara í leyfi, tveir dómarar eru enn þá sem hafa ekki tekið ákvörðun um slíkt,“ sagði Helga jafnframt og sagði þetta vera slæmt fyrir málastöðu Landsréttar. „Rétturinn er undirmannaður hvað tvo varðar og það er auðvitað alveg ferlegt, af því það er þegar kominn dágóður hali, þetta eru sex mánuðir sem að rétturinn hefur ekki verið með fulla virkni.“Sjá einnig: Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Helga vill að áhersla verði lögð á að fullmanna Landsrétt til að draga úr uppsöfnun mála. „Ég held að við þurfum allavega að byrja á því að taka ákvörðun um að fullmanna Landsrétt. Réttaróvissan er hins vegar enn þá til staðar, það er fjöldi mála bæði í Hæstarétti og úti í Strasbourg sem að er verið að fara yfir, í þeim málum sem að þessir fjórir dómarar dæmdu áður.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina ekki breyta því að réttaróvissa sé enn til staðar vegna fyrri dóms Mannréttindadómstólsins. „Nú lítur greinilega yfirdeildin svo á að málið sé það alvarlegt, enda varðar þetta heilt dómstig í landinu, þannig að núna þá verður þetta bara skoðað hjá yfirdeild þar sem það eru tæplega tuttugu dómarar sem fara yfir þetta. Niðurstaðan liggur þá fyrir eftir tólf til átján mánuði um það bil,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnvöld áfrýjuðu fyrri dómi Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Segir réttaróvissu enn vera til staðar Þannig að það er enn þá réttaróvissa? „Já það hefur ekkert breyst. Við erum auðvitað enn þá með undirmannaðan Landsrétt. Það eru tveir dómarar sem féllust á þá beiðni að fara í leyfi, tveir dómarar eru enn þá sem hafa ekki tekið ákvörðun um slíkt,“ sagði Helga jafnframt og sagði þetta vera slæmt fyrir málastöðu Landsréttar. „Rétturinn er undirmannaður hvað tvo varðar og það er auðvitað alveg ferlegt, af því það er þegar kominn dágóður hali, þetta eru sex mánuðir sem að rétturinn hefur ekki verið með fulla virkni.“Sjá einnig: Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Helga vill að áhersla verði lögð á að fullmanna Landsrétt til að draga úr uppsöfnun mála. „Ég held að við þurfum allavega að byrja á því að taka ákvörðun um að fullmanna Landsrétt. Réttaróvissan er hins vegar enn þá til staðar, það er fjöldi mála bæði í Hæstarétti og úti í Strasbourg sem að er verið að fara yfir, í þeim málum sem að þessir fjórir dómarar dæmdu áður.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59
Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30
Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26