Enginn sérstakur viðbúnaður á Landspítalanum vegna komu Pence Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2019 16:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ræðir við fjölmiðlamenn fyrir framan Höfða. hari Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. „Það var mjög mikill undirbúningur vegna heimsóknar Pence, meðal annars af okkar hálfu. Við þurftum að sirka út hvað við myndum mögulega þurfa að nota ef til þess kæmi að varaforsetinn, eiginkona hans eða einhver annar háttsettur sem þarna voru myndi veikjast. Þá vorum við búin að miða við tilteknar stofur á gjörgæslunni sem við myndum nota ef þær væru lausar og þær hentuðu því sem viðkomandi sjúklingur þyrfti á að halda. Þetta byggist nú yfirleitt á því hvað er að sjúklingnum, hvort sem hann er varaforseti eða eitthvað annað,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi. Tvær gjörgæslur eru á spítalanum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Var miðað við eina stofu á hvorri gjörgæslu og mögulega eina til á Hringbraut fyrir aðstandendur og fylgdarlið en stofurnar þar eru mjög litlar og þröngar að sögn Önnu Sigrúnar.Stofum ekki haldið tómum Fréttastofa hafði heyrt af því að farið hefði verið fram á það við spítalann að stjórnendur þar myndu lofa þremur einkastofum á gjörgæslu fyrir varaforsetann ef hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús á meðan hann dvaldi hér. Anna Sigrún segir það misskilning og sá misskilningur stafi væntanlega af því að leyniþjónusta Bandaríkjanna (US Secret Service) höfðu sjálfir miðað við að þurfa þrjár stofur. „En það lá aldrei fyrir að við gætum lofað því,“ segir Anna Sigrún. Aðspurð hvort að þeim stofum sem miðað var við að nota hafi verið haldið tómum meðan á heimsókninni stóð svarar Anna Sigrún því afdráttarlaust neitandi. „Það hefði kostað okkur mikinn hausverk að fá sjúkling með þetta fylgdarlið en við tökum ekki frá nein stæði, við bara miðum við hvað við myndum nota og hefðum þá reynt að verða við því. En svo færi það líka algjörlega eftir því hvað væri um að vera,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að fylgdarlið forsetans hafi vel vitað að þetta væri staðan og sýnt þessu skilning. Þá hafi ekki verið um sérstakan viðbúnað að ræða af hálfu spítalans. „Nei. Við vorum ekki með viðbúnað. Við vorum hins vegar búin að undirbúa og komum að undirbúningi heimsóknarinnar og auðvitað talsvert mikið fyrir því haft en það var ekkert sem breyttist í okkar starfsemi,“ segir Anna Sigrún. Heimsókn Mike Pence Landspítalinn Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. „Það var mjög mikill undirbúningur vegna heimsóknar Pence, meðal annars af okkar hálfu. Við þurftum að sirka út hvað við myndum mögulega þurfa að nota ef til þess kæmi að varaforsetinn, eiginkona hans eða einhver annar háttsettur sem þarna voru myndi veikjast. Þá vorum við búin að miða við tilteknar stofur á gjörgæslunni sem við myndum nota ef þær væru lausar og þær hentuðu því sem viðkomandi sjúklingur þyrfti á að halda. Þetta byggist nú yfirleitt á því hvað er að sjúklingnum, hvort sem hann er varaforseti eða eitthvað annað,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi. Tvær gjörgæslur eru á spítalanum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Var miðað við eina stofu á hvorri gjörgæslu og mögulega eina til á Hringbraut fyrir aðstandendur og fylgdarlið en stofurnar þar eru mjög litlar og þröngar að sögn Önnu Sigrúnar.Stofum ekki haldið tómum Fréttastofa hafði heyrt af því að farið hefði verið fram á það við spítalann að stjórnendur þar myndu lofa þremur einkastofum á gjörgæslu fyrir varaforsetann ef hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús á meðan hann dvaldi hér. Anna Sigrún segir það misskilning og sá misskilningur stafi væntanlega af því að leyniþjónusta Bandaríkjanna (US Secret Service) höfðu sjálfir miðað við að þurfa þrjár stofur. „En það lá aldrei fyrir að við gætum lofað því,“ segir Anna Sigrún. Aðspurð hvort að þeim stofum sem miðað var við að nota hafi verið haldið tómum meðan á heimsókninni stóð svarar Anna Sigrún því afdráttarlaust neitandi. „Það hefði kostað okkur mikinn hausverk að fá sjúkling með þetta fylgdarlið en við tökum ekki frá nein stæði, við bara miðum við hvað við myndum nota og hefðum þá reynt að verða við því. En svo færi það líka algjörlega eftir því hvað væri um að vera,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að fylgdarlið forsetans hafi vel vitað að þetta væri staðan og sýnt þessu skilning. Þá hafi ekki verið um sérstakan viðbúnað að ræða af hálfu spítalans. „Nei. Við vorum ekki með viðbúnað. Við vorum hins vegar búin að undirbúa og komum að undirbúningi heimsóknarinnar og auðvitað talsvert mikið fyrir því haft en það var ekkert sem breyttist í okkar starfsemi,“ segir Anna Sigrún.
Heimsókn Mike Pence Landspítalinn Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45
Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30