Sjálfstæðismenn funda í Valhöll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2019 14:10 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundarins í Valhöll. Hann hefur lengi gert tilkall til ráðherraembættis enda oddviti í Suðurkjördæmi, einu sterkasta vígi flokksins. vísir/vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll núna klukkan 14:15. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn að farið yrði yfir þingmál vetrarins og svo yrði ákveðið hvenær þingflokkurinn kemur saman á ný til að fara yfir ráðherramálin. Seinni fundurinn verður væntanlega síðdegis í dag eða í kvöld. Á honum ætti að koma í ljós hver verður næsti dómsmálaráðherra en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti.Sjá einnig:Hrókerar Bjarni stutt eða langt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur einnig farið með dómsmálin eftir að Sigríður Á. Andersen, sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Ásmundur Friðriksson mætir til fundarins.vísir/vilhelm Alltaf lá fyrir að sú ráðstöfun yrði aðeins tímabundin. Bjarni sagður sjálfur að þetta fyrirkomulag myndi aðeins vara í nokkrar vikur en nú eru liðnir nokkrir mánuðir. Eins og Vísir fjallaði um í ítarlegri fréttaskýringu fyrr í vikunni var almennt gert ráð fyrir því að Bjarni myndi þá skipa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, sem dómsmálaráðherra. Hins vegar virðist Bjarni hafa hikað við að stíga það skref eftir samráðsferli sem fólst í því að formaðurinn ræddi við alla þingmenn flokksins. Enn er nafn Áslaugar Örnu nefnt í tengslum við embættið en einnig nafn Birgis Ármannssonar og Brynjars Níelssonar. Þá hefur Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, lengi gert tilkall til ráðherraembættis og formaður flokksins hefur sagt að Sigríður Á. Andersen eigi afturkvæmt í ríkisstjórn ef svo ber undir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætir til fundar.vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, kemur til fundarins.vísir/vilhelm Landsréttarmálið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll núna klukkan 14:15. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn að farið yrði yfir þingmál vetrarins og svo yrði ákveðið hvenær þingflokkurinn kemur saman á ný til að fara yfir ráðherramálin. Seinni fundurinn verður væntanlega síðdegis í dag eða í kvöld. Á honum ætti að koma í ljós hver verður næsti dómsmálaráðherra en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti.Sjá einnig:Hrókerar Bjarni stutt eða langt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur einnig farið með dómsmálin eftir að Sigríður Á. Andersen, sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Ásmundur Friðriksson mætir til fundarins.vísir/vilhelm Alltaf lá fyrir að sú ráðstöfun yrði aðeins tímabundin. Bjarni sagður sjálfur að þetta fyrirkomulag myndi aðeins vara í nokkrar vikur en nú eru liðnir nokkrir mánuðir. Eins og Vísir fjallaði um í ítarlegri fréttaskýringu fyrr í vikunni var almennt gert ráð fyrir því að Bjarni myndi þá skipa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, sem dómsmálaráðherra. Hins vegar virðist Bjarni hafa hikað við að stíga það skref eftir samráðsferli sem fólst í því að formaðurinn ræddi við alla þingmenn flokksins. Enn er nafn Áslaugar Örnu nefnt í tengslum við embættið en einnig nafn Birgis Ármannssonar og Brynjars Níelssonar. Þá hefur Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, lengi gert tilkall til ráðherraembættis og formaður flokksins hefur sagt að Sigríður Á. Andersen eigi afturkvæmt í ríkisstjórn ef svo ber undir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætir til fundar.vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, kemur til fundarins.vísir/vilhelm
Landsréttarmálið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Sjá meira
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. 21. ágúst 2019 19:56