„Á ég að vera Gorbachev?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2019 14:35 Guðni bregður á leik í Höfða í dag. Vísir Forsetahjónin tóku á móti Pence-hjónunum í Höfða upp úr klukkan tvö. Guðni bauð Pence velkominn til landsins og sagðist vona að Pence fengi tilfinningu fyrir þeim gildum sem íslenska þjóðin heldur í heiðri, þar með talið frelsi, fjölbreytileika og virðingu hvert fyrir öðru. Þá rakti Guðni sögu Höfða og þar kom sagnfræði kunnátta forsetans vel og sagði meðal annars að sagan væri sterk. En nú væri fundað vegna framtíðarinnar. Sagði hann Pence alltaf velkominn til Íslands. Eftir að Guðni hafði ávarpað varaforsetann að viðstöddum fjölmiðlum tók Pence til máls. Hann þakkaði fyrir hlýjar móttökur og kvaðst hlakka til fundanna í dag. Óskaði hann Íslendingum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins og minntist á að þetta væri hans fyrsta heimsókn til Íslands. Pence lagði áherslu á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri sterkt, bæði þegar kæmi að efnahagsmálum og varnarmálum og sagði bönd landanna órjúfanleg (e. unbreakable). Pence þakkaði Guðna sérstaklega fyrir að taka á móti sér í Höfða, þeim sögufræga stað þar sem Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, áttu fund árið 1986. „Já, hér sat Gorbachev og þarna sat Reagan,“ sagði Guðni og benti á stólana þar sem þeir Pence fengu sér svo sæti. „Á ég að vera Gorbachev?“ grínaðist Guðni svo með við hlátur viðstaddra. Fylgst er með gangi mála vegna komu Pence í allan dag í vaktinni á Vísi. Sjá má samskipti forsetans við varaforsetann í spilaranum að neðan. Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Forsetahjónin tóku á móti Pence-hjónunum í Höfða upp úr klukkan tvö. Guðni bauð Pence velkominn til landsins og sagðist vona að Pence fengi tilfinningu fyrir þeim gildum sem íslenska þjóðin heldur í heiðri, þar með talið frelsi, fjölbreytileika og virðingu hvert fyrir öðru. Þá rakti Guðni sögu Höfða og þar kom sagnfræði kunnátta forsetans vel og sagði meðal annars að sagan væri sterk. En nú væri fundað vegna framtíðarinnar. Sagði hann Pence alltaf velkominn til Íslands. Eftir að Guðni hafði ávarpað varaforsetann að viðstöddum fjölmiðlum tók Pence til máls. Hann þakkaði fyrir hlýjar móttökur og kvaðst hlakka til fundanna í dag. Óskaði hann Íslendingum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins og minntist á að þetta væri hans fyrsta heimsókn til Íslands. Pence lagði áherslu á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri sterkt, bæði þegar kæmi að efnahagsmálum og varnarmálum og sagði bönd landanna órjúfanleg (e. unbreakable). Pence þakkaði Guðna sérstaklega fyrir að taka á móti sér í Höfða, þeim sögufræga stað þar sem Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, áttu fund árið 1986. „Já, hér sat Gorbachev og þarna sat Reagan,“ sagði Guðni og benti á stólana þar sem þeir Pence fengu sér svo sæti. „Á ég að vera Gorbachev?“ grínaðist Guðni svo með við hlátur viðstaddra. Fylgst er með gangi mála vegna komu Pence í allan dag í vaktinni á Vísi. Sjá má samskipti forsetans við varaforsetann í spilaranum að neðan.
Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira