Friðrik Gunnar Kristjánsson hefur verið ráðinn til auglýsingastofunnar Pipar\TBWA. Þar mun hann sinna starfi vefbirtinga og samfélagsmiðlaráðgjafa.
Friðrik starfaði áður sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá atvinnuleitarmiðlinum Alfreð og þar áður sem markaðsstjóri hjá Heimkaup, að því er fram kemur í tilkynningu þar sem greint er frá ráðningu hans.
Þar eru áhugamáls hans jafnframt rakin; útvist, bílar, ferðalög og flugvélar eru sögð eiga hug hans allan - „sem endurspeglast í því að hann er með einkaflugmannsréttindi og er björgunarsveitarmaður hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Þar er hann sérhæfður leitarmaður í straumvatnsbjörgun. Hann stýrir dróna með hitamyndavél og sér einnig um flota breyttra björgunartækja Flugbjörgunarsveitarinnar,“ að því er segir í tilkynningunni.
Flugbjörgunarsveitarmaður til Pipar/TBWA
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent