Kirkjuklukkur hringja inn „Vaknaðu. Þú átt bara eitt líf“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2019 18:30 Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.Tók hálfa töflu og lést af völdum lyfjaeitrunar Fyrir rúmu ári síðan komu þau Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín foreldrar Einars Darra sem var nýorðinn átján ára að honum látnum í rúminu sínu. „Hann hafði þá tekið inn hálfa töflu af Oxycontín og drukkið bjór með og fékk lyfjaeitrun með þeim afleiðingum að hann lést í rúminu sínu,“ segir Bára. Óskar segir að þau hafi verið alveg grunlaus um að Einar Darri væri að neyta lyfja. „Við vorum alveg grunlaus um að nokkuð svona væri í gangi. Þennan dag ætluðum við að halda upp á útskrift dóttur okkar,“ segir Óskar. Þau segja að þetta hafi verið mikið reiðarslag en fjölskyldan ákvað að nota þennan harmleik og fræða grunnskólanema um hætturnar sem leynast í lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum vímuefnum undir yfirskriftinni Ég á bara eitt líf. „Neyslumynstur unga fólksins hafa breyst svo mikið og það eru ekki ákveðnir hópar sem nota eins og var kannski einkennandi áður heldur eru þetta alls konar unglingar. Eftir að lyf fóru að vera meira áberandi þá getur allt ferlið gerst svo hratt. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að við vöknum öll sem samfélag,“ segir Bára. Byrjað er að selja varaliti til styrktar átakinu.Á allra vörum styrkir Vaknaðu, þú átt bara eitt líf Árlega styrkir fjáröflunarátakið Á allra vörum tiltekið málefni og í ár var ákveðið að styrkja þetta málefni undir yfirskriftinni Vaknaðu, þú átt bara eitt líf. Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir eru forsvarskonur þess. „Þjóðin þarf að vakna það er ekki hægt lengur að unga fólkið okkar deyi af völdum vímuefna,“ segir Elísabet: Markmiðið með átakinu er að sporna við misnotkun lyfseðilskyldra lyfja og annarra fíkniefna hjá grunnskólanemum ásamt foreldrum þeirra og kennara.Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þegar átakinu Vaknaðu, þú átt bara eitt líf var ýtt úr vör.Kirkjuklukkurnar vekja landsmenn í fyrramálið Lögreglan, Landlæknisembættið, Biskupsembættið og Menntamálaráðuneyti leggja málefninu lið. Alma Dagbjört Möller landlæknir segir mikilvægt að fræða líka foreldra þeir séu oft alveg grunlausir um hvað sé í gangi. Þá þurfi að hvetja þá til að ræða við unglingana sína. Hræðsluáróður dugi skammt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tekur undir þetta. Forvarnir skipti gríðaralegu máli. Lögreglan vinni stöðugt í að uppræta vímuefni en best væri að það væri ekki eftirspurn eftir því. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir um að ræða stærsta forvarnar-og fræðsluátak sem hleypt hafi verið af stokkunum hér á landi. Hún leggur áherslu á að þjóðin þurfi að vera meðvituð um hætturnar og spyrna við fótum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að flestar stórfjölskyldur í landinu hafi reynslu af af þessum vanda og því þurfi ekki bara að ná til unga fólksins heldur allrar fjölskyldunnar um þá meinsemd sem vímuefnin eru. „Í fyrramálið ætlum við að vekja landsmenn klukkan 7:15 og minna þannig á átakið Vaknaðu, þú átt bara eitt líf,“ segir Agnes. Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þar sem átakinu var hleypt úr vör. Skóla - og menntamál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.Tók hálfa töflu og lést af völdum lyfjaeitrunar Fyrir rúmu ári síðan komu þau Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín foreldrar Einars Darra sem var nýorðinn átján ára að honum látnum í rúminu sínu. „Hann hafði þá tekið inn hálfa töflu af Oxycontín og drukkið bjór með og fékk lyfjaeitrun með þeim afleiðingum að hann lést í rúminu sínu,“ segir Bára. Óskar segir að þau hafi verið alveg grunlaus um að Einar Darri væri að neyta lyfja. „Við vorum alveg grunlaus um að nokkuð svona væri í gangi. Þennan dag ætluðum við að halda upp á útskrift dóttur okkar,“ segir Óskar. Þau segja að þetta hafi verið mikið reiðarslag en fjölskyldan ákvað að nota þennan harmleik og fræða grunnskólanema um hætturnar sem leynast í lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum vímuefnum undir yfirskriftinni Ég á bara eitt líf. „Neyslumynstur unga fólksins hafa breyst svo mikið og það eru ekki ákveðnir hópar sem nota eins og var kannski einkennandi áður heldur eru þetta alls konar unglingar. Eftir að lyf fóru að vera meira áberandi þá getur allt ferlið gerst svo hratt. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að við vöknum öll sem samfélag,“ segir Bára. Byrjað er að selja varaliti til styrktar átakinu.Á allra vörum styrkir Vaknaðu, þú átt bara eitt líf Árlega styrkir fjáröflunarátakið Á allra vörum tiltekið málefni og í ár var ákveðið að styrkja þetta málefni undir yfirskriftinni Vaknaðu, þú átt bara eitt líf. Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir eru forsvarskonur þess. „Þjóðin þarf að vakna það er ekki hægt lengur að unga fólkið okkar deyi af völdum vímuefna,“ segir Elísabet: Markmiðið með átakinu er að sporna við misnotkun lyfseðilskyldra lyfja og annarra fíkniefna hjá grunnskólanemum ásamt foreldrum þeirra og kennara.Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þegar átakinu Vaknaðu, þú átt bara eitt líf var ýtt úr vör.Kirkjuklukkurnar vekja landsmenn í fyrramálið Lögreglan, Landlæknisembættið, Biskupsembættið og Menntamálaráðuneyti leggja málefninu lið. Alma Dagbjört Möller landlæknir segir mikilvægt að fræða líka foreldra þeir séu oft alveg grunlausir um hvað sé í gangi. Þá þurfi að hvetja þá til að ræða við unglingana sína. Hræðsluáróður dugi skammt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tekur undir þetta. Forvarnir skipti gríðaralegu máli. Lögreglan vinni stöðugt í að uppræta vímuefni en best væri að það væri ekki eftirspurn eftir því. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir um að ræða stærsta forvarnar-og fræðsluátak sem hleypt hafi verið af stokkunum hér á landi. Hún leggur áherslu á að þjóðin þurfi að vera meðvituð um hætturnar og spyrna við fótum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að flestar stórfjölskyldur í landinu hafi reynslu af af þessum vanda og því þurfi ekki bara að ná til unga fólksins heldur allrar fjölskyldunnar um þá meinsemd sem vímuefnin eru. „Í fyrramálið ætlum við að vekja landsmenn klukkan 7:15 og minna þannig á átakið Vaknaðu, þú átt bara eitt líf,“ segir Agnes. Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þar sem átakinu var hleypt úr vör.
Skóla - og menntamál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira