Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. september 2019 12:10 Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar. Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun. Fulltrúar Orkunnar okkar munu afhenda þinginu áskorun með 16 þúsund undirskriftum þess efnis að synja orkupakkanum. Verði þingið ekki við beiðni samtakanna munu þau leita til forsetans. Frosti Sigurjónsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á morgun. Frosti hefur verið einna fremstur í umræðu gegn þriðja orkupakkanum. Hann segir að málið verði þeim flokkum erfitt í næstu kosningum sem samþykki pakkann. „Núna þegar þessi samtök eru farin að vekja þjóðina þá heyri ég að það er mikill hljómgrunnur fyrir þessum sjónarmiðum. Við viljum bara fá að ræða þetta. Ég held að þetta verði stórt mál í næstu kosningum. Ætla þeir flokkar sem núna eru að fara að samþykkja þetta og ýta á já takkann, ætla þeir að vera flokkarnir sem svara kalli þjóðarinnar um að við fáum að ráða þessu sjálf. Þeir eru að missa allan trúverðugleika þegar þeir ýta á já takkann því það er núna sem þeir geta stooppað þetta,“ sagði Frosti Sigurjónsson. Síðustu umræður fóru fram á Alþingi á fimmtudag og fer atkvæðagreiðsla um málið fram á morgun. „Á morgun færum við þinginu þessa áskorun okkar og meira en 16 þúsund undirskriftir um að þingmenn bíði og leiti undanþágu Íslands frá þessu. Samþykki ekki þennan orkupakka. Ef þeir verða ekki við þeirri áskorun þá munum við skora á forsetann að staðfesta ekki orkupakkann. Við munum síðan halda áfram að útskýra fyrir þjóðinni mikilvægi þessara orkumála, skora á stjórmálahreyfingar allar að mynda sér skoðun á þessu máli svo að kjósendur næstu kosninga geti tekið afstöðu á grundvelli þessara mikla hagsmunamáls,“ sagði Frosti. Allt bendir til þess að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á morgun. Frosti segir að ef slíkt gerist haldi baráttan þó áfram gegn pakkanum. „Fjórði pakkinn er á leiðinni. Sá fimmti hefur verið boðaður. Við verðum að segja; hvenær ætlum við að stoppa og það verður ekki auðveldara að stoppa þann fjórða ef við samþykkjum þann þriðja. Það getur vel verið að það takist ekki á morgun. Við hörmum það en við gefumst ekkert upp,“ sagði Frosti. Hér að neðan má heyra viðtalið við Frosta í heild sinni. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Síðustu umræður tengdar þriðja orkupakkanum Umræðum um þriðja orkupakkann verður framhaldið á Alþingi í dag eftir að hafa verið ræddur í um níu klukkustundir í gær og rúmlega 150 í það heila. 29. ágúst 2019 09:45 Umræðum um þriðja orkupakkann lokið og atkvæðagreiðsla á mánudag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þriðji orkupakkinn yrði að öllum líkindum innleiddur á mánudag. 29. ágúst 2019 22:35 Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Árétta að ekkert liggi fyrir um að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur. 30. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun. Fulltrúar Orkunnar okkar munu afhenda þinginu áskorun með 16 þúsund undirskriftum þess efnis að synja orkupakkanum. Verði þingið ekki við beiðni samtakanna munu þau leita til forsetans. Frosti Sigurjónsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á morgun. Frosti hefur verið einna fremstur í umræðu gegn þriðja orkupakkanum. Hann segir að málið verði þeim flokkum erfitt í næstu kosningum sem samþykki pakkann. „Núna þegar þessi samtök eru farin að vekja þjóðina þá heyri ég að það er mikill hljómgrunnur fyrir þessum sjónarmiðum. Við viljum bara fá að ræða þetta. Ég held að þetta verði stórt mál í næstu kosningum. Ætla þeir flokkar sem núna eru að fara að samþykkja þetta og ýta á já takkann, ætla þeir að vera flokkarnir sem svara kalli þjóðarinnar um að við fáum að ráða þessu sjálf. Þeir eru að missa allan trúverðugleika þegar þeir ýta á já takkann því það er núna sem þeir geta stooppað þetta,“ sagði Frosti Sigurjónsson. Síðustu umræður fóru fram á Alþingi á fimmtudag og fer atkvæðagreiðsla um málið fram á morgun. „Á morgun færum við þinginu þessa áskorun okkar og meira en 16 þúsund undirskriftir um að þingmenn bíði og leiti undanþágu Íslands frá þessu. Samþykki ekki þennan orkupakka. Ef þeir verða ekki við þeirri áskorun þá munum við skora á forsetann að staðfesta ekki orkupakkann. Við munum síðan halda áfram að útskýra fyrir þjóðinni mikilvægi þessara orkumála, skora á stjórmálahreyfingar allar að mynda sér skoðun á þessu máli svo að kjósendur næstu kosninga geti tekið afstöðu á grundvelli þessara mikla hagsmunamáls,“ sagði Frosti. Allt bendir til þess að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á morgun. Frosti segir að ef slíkt gerist haldi baráttan þó áfram gegn pakkanum. „Fjórði pakkinn er á leiðinni. Sá fimmti hefur verið boðaður. Við verðum að segja; hvenær ætlum við að stoppa og það verður ekki auðveldara að stoppa þann fjórða ef við samþykkjum þann þriðja. Það getur vel verið að það takist ekki á morgun. Við hörmum það en við gefumst ekkert upp,“ sagði Frosti. Hér að neðan má heyra viðtalið við Frosta í heild sinni.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Síðustu umræður tengdar þriðja orkupakkanum Umræðum um þriðja orkupakkann verður framhaldið á Alþingi í dag eftir að hafa verið ræddur í um níu klukkustundir í gær og rúmlega 150 í það heila. 29. ágúst 2019 09:45 Umræðum um þriðja orkupakkann lokið og atkvæðagreiðsla á mánudag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þriðji orkupakkinn yrði að öllum líkindum innleiddur á mánudag. 29. ágúst 2019 22:35 Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Árétta að ekkert liggi fyrir um að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur. 30. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Bein útsending: Síðustu umræður tengdar þriðja orkupakkanum Umræðum um þriðja orkupakkann verður framhaldið á Alþingi í dag eftir að hafa verið ræddur í um níu klukkustundir í gær og rúmlega 150 í það heila. 29. ágúst 2019 09:45
Umræðum um þriðja orkupakkann lokið og atkvæðagreiðsla á mánudag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þriðji orkupakkinn yrði að öllum líkindum innleiddur á mánudag. 29. ágúst 2019 22:35
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15
Árétta að ekkert liggi fyrir um að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur. 30. ágúst 2019 11:15