Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 16:25 Reykur stígur upp frá Abqaiq-olíulindinni í Buqyaq í Sádi-Arabíu á laugardag. Drónaárásir voru gerðar á tvær stærstu olíulindir landsins þar sem um 5% af hráolíu heimsins eru framleidd. AP/Al-Arabiya Talsmaður sádiarabíska hersins fullyrðir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að írönsk vopn hafi verið notuð við loftárásir á olíulindir þar á laugardag. Sádar hafna því að uppreisnarmenn Húta í Jemen hafi staðið að árásinni. Talið er að drónar hafi verið notaðir við árásir á tvær af stærstu olíulindum Sádi-Arabíu á laugardag. Árásirnar leiddu til hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á móti sakað Írani um að standa að baki þeim. Því hafa stjórnvöld í Teheran hafnað alfarið. Turki al-Malki, herforingi í sádiarabíska hernum og talsmaður bandalagsher Sáda í Jemen, sagði í sjónvarpsávarpi að árásirnar hafi ekki verið gerðar frá Jemen. Rannsókn stæði yfir á hvaðan þeim var stýrt, að sögn Washington Post. „Rannsóknin heldur áfram og allt bendir til þess að vopnin sem var notuð í báðum árásum hafi komið frá Íran,“ sagði Malki.Hafa ekki lagt fram sannanir um hver ber ábyrgð Rannsakendur Bandaríkjahers eru sagðir komnir til Sádi-Arabíu til að rannsaka hvaða vopn voru notuð við árásirnar. Þeir gangi út frá því að árásirnar hafi hvorki verið gerðar frá Jemen né Íran. Hvorki Sádar né Bandaríkjamenn hafa þó lagt fram sannanir fyrir aðild Írana umfram gervihnattamyndir af árásarstaðnum, að sögn New York Times. Hútar, sem njóta stuðnings Írana, hafa hótað frekari árásum í Sádi-Arabíu. Ráðist gæti verið á fleiri olíulindir ríkisolíufyrirtækis Sáda Aramco „hvenær sem er“. Þeir hafa heldur ekki lagt fram sannanir fyrir að þeir hafi staðið að árásunum.Sjá einnig:Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin bregðist við árásunum með hernaðaraðgerðum. Gaf hann þó í skyn að hann vildi að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tæki af skarið með að lýsa því yfir hver bæri ábyrgð á árásunum og hvernig ætti að bregðast við. Aðrar stórþjóðir hafa hikað við að kenna ákveðnum aðilum um árásina. Martin Griffiths, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagði öryggisráðinu í dag að ekki væri fullljóst hver hefði staðið að árásunum en að þær hefðu aukið hættuna á átökum í heimshlutanum. Bandaríkin Íran Jemen Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Talsmaður sádiarabíska hersins fullyrðir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að írönsk vopn hafi verið notuð við loftárásir á olíulindir þar á laugardag. Sádar hafna því að uppreisnarmenn Húta í Jemen hafi staðið að árásinni. Talið er að drónar hafi verið notaðir við árásir á tvær af stærstu olíulindum Sádi-Arabíu á laugardag. Árásirnar leiddu til hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á móti sakað Írani um að standa að baki þeim. Því hafa stjórnvöld í Teheran hafnað alfarið. Turki al-Malki, herforingi í sádiarabíska hernum og talsmaður bandalagsher Sáda í Jemen, sagði í sjónvarpsávarpi að árásirnar hafi ekki verið gerðar frá Jemen. Rannsókn stæði yfir á hvaðan þeim var stýrt, að sögn Washington Post. „Rannsóknin heldur áfram og allt bendir til þess að vopnin sem var notuð í báðum árásum hafi komið frá Íran,“ sagði Malki.Hafa ekki lagt fram sannanir um hver ber ábyrgð Rannsakendur Bandaríkjahers eru sagðir komnir til Sádi-Arabíu til að rannsaka hvaða vopn voru notuð við árásirnar. Þeir gangi út frá því að árásirnar hafi hvorki verið gerðar frá Jemen né Íran. Hvorki Sádar né Bandaríkjamenn hafa þó lagt fram sannanir fyrir aðild Írana umfram gervihnattamyndir af árásarstaðnum, að sögn New York Times. Hútar, sem njóta stuðnings Írana, hafa hótað frekari árásum í Sádi-Arabíu. Ráðist gæti verið á fleiri olíulindir ríkisolíufyrirtækis Sáda Aramco „hvenær sem er“. Þeir hafa heldur ekki lagt fram sannanir fyrir að þeir hafi staðið að árásunum.Sjá einnig:Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin bregðist við árásunum með hernaðaraðgerðum. Gaf hann þó í skyn að hann vildi að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tæki af skarið með að lýsa því yfir hver bæri ábyrgð á árásunum og hvernig ætti að bregðast við. Aðrar stórþjóðir hafa hikað við að kenna ákveðnum aðilum um árásina. Martin Griffiths, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagði öryggisráðinu í dag að ekki væri fullljóst hver hefði staðið að árásunum en að þær hefðu aukið hættuna á átökum í heimshlutanum.
Bandaríkin Íran Jemen Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15