„Oft erfitt að gera greinarmun á einmiðlum og fjölmiðlum,“ segir forsætisráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2019 14:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir mikilvægt að gera greinarmund á einmiðlum og fjölmiðlum. Vísir/vilhelm Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu. „Falsfréttir eða upplýsingaóreiða eiga oft greiðari leið að huga fólks. Þær byggja oft á tilfinningum, eru oft einfaldar og fela ekki í sér flóknar útskýringar sem því miður eru oft hluti að raunveruleikanum. Það er auðvelt að dreifa þeim en getur haft gríðarleg áhrif á alla stjórnmálaumræðu í landinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Þjóðaröryggisráðs á fundi um fjölþáttaógnir sem fram fór í Norræna húsinu í morgun. Hún segir samfélagsmiðla og gervigreind markvisst notuð til að dreifa slíkum fréttum. „Í pólitískum kosningum höfum við séð upplýsingum dreift með markvissum hætti til tiltekinna hópa. Samfélagsmiðlar og netið hafa breytt í grundvallaratriðum grafið undan starfsemi hefðbundinna fjölmiðla sem eiga undir högg að sækja og erfitt er að gera greinarmun á því hvenær við erum að nýta okkur hefðbundna fjölmiðla og hvenær þetta eru bara einmiðlar,“ segir Katrín.Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kortleggja stöðuna varðandi fjölþátta ógnir á netinu hér á landi.Þarf að kortleggja stöðuna hér á landi Á fundum var einnig rætt um netárásir og áróður sem miðaður er að ákveðnum hópum gegnum samfélagsmiðla. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kanna þennan vand heildrænt. „Það vantar hér á landi að kortleggja stöðuna. Þetta mál er áberandi í stjórnmálaumræðu í löndunum í kringum okkur. Við sjáum að reynt hefur verið að hafa áhrif á kosningar með áróðri og falsfréttum t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Elfa. Elfa segir jafnframt að mikilvægt að almenningur, fyrirtæki og stofnir séu meðvituð um þær ógnir sem steðji að á netinu. „Það er mikilvægt að efla samstarf við samfélagsmiðla og leitarvélar. Þá þarf að auka þekkingu fólks á þessum málum, auka miðlalæsi og gagnrýna hugsun,“ segir Elfa. Nýlegt dæmi um falsfréttir á vefnum er falsfrétt um Bitcoin og tenging við vefsíður sem ekki eru til. „Þarna er verið að blekkja fólk og búa til vefsíður sem líta út eins og íslenskir fjölmiðlar. Þegar farið er inná þetta er eitthvað allt annað á bak við þær,“ segir Elfa. Fjölmiðlar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu. „Falsfréttir eða upplýsingaóreiða eiga oft greiðari leið að huga fólks. Þær byggja oft á tilfinningum, eru oft einfaldar og fela ekki í sér flóknar útskýringar sem því miður eru oft hluti að raunveruleikanum. Það er auðvelt að dreifa þeim en getur haft gríðarleg áhrif á alla stjórnmálaumræðu í landinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Þjóðaröryggisráðs á fundi um fjölþáttaógnir sem fram fór í Norræna húsinu í morgun. Hún segir samfélagsmiðla og gervigreind markvisst notuð til að dreifa slíkum fréttum. „Í pólitískum kosningum höfum við séð upplýsingum dreift með markvissum hætti til tiltekinna hópa. Samfélagsmiðlar og netið hafa breytt í grundvallaratriðum grafið undan starfsemi hefðbundinna fjölmiðla sem eiga undir högg að sækja og erfitt er að gera greinarmun á því hvenær við erum að nýta okkur hefðbundna fjölmiðla og hvenær þetta eru bara einmiðlar,“ segir Katrín.Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kortleggja stöðuna varðandi fjölþátta ógnir á netinu hér á landi.Þarf að kortleggja stöðuna hér á landi Á fundum var einnig rætt um netárásir og áróður sem miðaður er að ákveðnum hópum gegnum samfélagsmiðla. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kanna þennan vand heildrænt. „Það vantar hér á landi að kortleggja stöðuna. Þetta mál er áberandi í stjórnmálaumræðu í löndunum í kringum okkur. Við sjáum að reynt hefur verið að hafa áhrif á kosningar með áróðri og falsfréttum t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Elfa. Elfa segir jafnframt að mikilvægt að almenningur, fyrirtæki og stofnir séu meðvituð um þær ógnir sem steðji að á netinu. „Það er mikilvægt að efla samstarf við samfélagsmiðla og leitarvélar. Þá þarf að auka þekkingu fólks á þessum málum, auka miðlalæsi og gagnrýna hugsun,“ segir Elfa. Nýlegt dæmi um falsfréttir á vefnum er falsfrétt um Bitcoin og tenging við vefsíður sem ekki eru til. „Þarna er verið að blekkja fólk og búa til vefsíður sem líta út eins og íslenskir fjölmiðlar. Þegar farið er inná þetta er eitthvað allt annað á bak við þær,“ segir Elfa.
Fjölmiðlar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira