Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2019 12:20 Purdue var talið líklegt til að lýsa yfir gjaldþroti áður en til sáttagreiðsla kæmi. AP/Douglas Healey Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. Þetta segja yfirvöld í Bandaríkjunum. Sackler fjölskyldan á lyfjafyrirtækið Purdue Pharma, sem stendur nú í málaferlum í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur verið ákært fyrir að hafa blásið ópíóðakrísunni í Bandaríkjunum byr undir báða vængi með því að markaðsetja lyf líkt og OxyContin á blekkjandi hátt. Meira en tvö þúsund aðilar hafa kært Purdue og þar á meðal eru meira en 20 sambandsríki. Tímaritið Forbes hefur metið fjárhag Sackler fjölskyldunnar nema 13 milljörðum Bandaríkjadala, 1.623 milljörðum íslenskra króna, en mörg sambandsríkjanna telja að fjölskyldan hafi falið töluvert fjármagn í erlendum skattaskjólum. Yfirsaksóknari New York ríkis, Letitia James, segir að hún hafi krafist bókhalds 33 fyrirtækja sem tengjast fjölskyldunni. Vitað er um milljarðana 125 eftir að gögn eins fyrirtækjanna voru birt embætti hennar. „Gögn frá einu fyrirtækjanna sýna að fjölskyldumeðlimir Sackler og fyrirtæki í þeirra eigu hafi millifært um það bil 125 milljarða, þar á meðal inn á bankareikninga í Sviss,“ sagði James í yfirlýsingu og staðfesti þar með fregnirnar sem New York Times greindi fyrst frá. Fyrirtækin sem um ræðir voru ekki nafngreind.Ekki allir sækjendur sáttir með samninginn Talsmaður Mortimer DA Sackler, fyrrverandi stjórnarmeðlims fyrirtækisins samnefnda, sagði í tilkynningu að „millifærslurnar, sem væru meira en áratugar gamlar, væru ekkert fréttaefni enda fullkomlega löglegar og viðeigandi að öllu leiti.“ „Þetta er illviljuð tilraun skrifstofu saksóknara til að framleiða niðrandi fyrirsagnir í von um að eyðileggja sáttasamninga sem kæmi öllum aðilum jafn vel. Sáttasamningar eru studdir af mörgum öðrum ríkjum og myndi borga sig þar sem milljarðar dollara myndu renna til samfélaga og einstaklinga víða um landið sem þurfa á hjálp að halda,“ bætti talsmaðurinn við. Tilkynnt var á fimmtudag að Purdue Pharma hafi samþykkt bráðabirgða sáttasamning upp á marga milljarða Bandaríkjadala til að forðast réttarhöld.OxyContin er eitt þeirra lyfja sem hefur verið mikið notað af ópíóða fíklum í Bandaríkjunum.AP/Toby TalbotSamkvæmt samningnum, sem enn á eftir að skrifa undir, mun Sackler fjölskyldan gefa upp völd yfir Purdue og greiða úr eigin vasa 3 milljarða dala, eða hátt í 375 milljarða íslenskra króna. Þá myndi fyrirtækið lýsa yfir gjaldþroti og leysast upp og yrði þar af leiðandi ekki réttað yfir fyrirtækinu en réttarhöld áttu að hefjast í næsta mánuði. Hins vegar lýstu nokkur ríki, þar á meðal New York, Massachusetts og Connecticut, því yfir að þau myndu ekki samþykkja samninginn og myndu halda málaferlum til streitu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Connecticut en William Tong, ríkissaksóknarinn þar, sagði: „Umfang sársaukans, dauðans og eyðileggingarinnar sem Purdue og Sackler fjölskyldan hafa valdið eru mun meiri en tilboð þeirra heyrir upp á.“ Josh Shapiro, lögmaður Pennsylvaniu fylkis, sagði að sáttasamningurinn væri „kinnhestur fyrir alla þá sem hafa þurft að bera aðstandendur til grafar vegna eyðileggingar þessarar fjölskyldu og græðgi hennar.“ „Samningurinn gerir Sackler fjölskyldunni kleift að ganga í burtu sem milljarðamæringar og án þess að lýsa yfir ábyrgð,“ bætti hann við. Bandaríkin Fíkn Lyf Tengdar fréttir Bandaríska lyfjaeftirlitið bað Actavis um að draga úr framleiðslu á ópíóðalyfjum Actavis var árið 2011 annar stærsti framleiðandi ópíóðalyfja á bandarískum markaði. 28. júlí 2019 14:03 Actavis var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum á hápunkti faraldurs Lögregluyfirvöld lyfjamála í Bandaríkjunum báðu Actavis um að draga úr framleiðslu ópíóðalyfja árið 2012, en fyrirtækið var meðal þeirra söluhæstu á lyfjunum um árabil. 28. júlí 2019 20:59 Johnson & Johnson dæmt til þess að greiða 572 milljónir dollara vegna ópíóða Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. 26. ágúst 2019 21:15 Ópíóða framleiðandi talinn líklegur til að lýsa yfir gjaldþroti til að komast hjá sáttagreiðslum Ekki er víst hvort Sackler fjölskyldan og lyfjafyrirtæki þeirra, Purdue Pharma, muni greiða yfirvöldum í Bandaríkjunum skaðabótafé vegna ópíóða faraldursins svokallaða. Ríkissaksóknari segir samningsviðræður um sáttagjöld ekki lengur virkar. 8. september 2019 18:17 Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. Þetta segja yfirvöld í Bandaríkjunum. Sackler fjölskyldan á lyfjafyrirtækið Purdue Pharma, sem stendur nú í málaferlum í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur verið ákært fyrir að hafa blásið ópíóðakrísunni í Bandaríkjunum byr undir báða vængi með því að markaðsetja lyf líkt og OxyContin á blekkjandi hátt. Meira en tvö þúsund aðilar hafa kært Purdue og þar á meðal eru meira en 20 sambandsríki. Tímaritið Forbes hefur metið fjárhag Sackler fjölskyldunnar nema 13 milljörðum Bandaríkjadala, 1.623 milljörðum íslenskra króna, en mörg sambandsríkjanna telja að fjölskyldan hafi falið töluvert fjármagn í erlendum skattaskjólum. Yfirsaksóknari New York ríkis, Letitia James, segir að hún hafi krafist bókhalds 33 fyrirtækja sem tengjast fjölskyldunni. Vitað er um milljarðana 125 eftir að gögn eins fyrirtækjanna voru birt embætti hennar. „Gögn frá einu fyrirtækjanna sýna að fjölskyldumeðlimir Sackler og fyrirtæki í þeirra eigu hafi millifært um það bil 125 milljarða, þar á meðal inn á bankareikninga í Sviss,“ sagði James í yfirlýsingu og staðfesti þar með fregnirnar sem New York Times greindi fyrst frá. Fyrirtækin sem um ræðir voru ekki nafngreind.Ekki allir sækjendur sáttir með samninginn Talsmaður Mortimer DA Sackler, fyrrverandi stjórnarmeðlims fyrirtækisins samnefnda, sagði í tilkynningu að „millifærslurnar, sem væru meira en áratugar gamlar, væru ekkert fréttaefni enda fullkomlega löglegar og viðeigandi að öllu leiti.“ „Þetta er illviljuð tilraun skrifstofu saksóknara til að framleiða niðrandi fyrirsagnir í von um að eyðileggja sáttasamninga sem kæmi öllum aðilum jafn vel. Sáttasamningar eru studdir af mörgum öðrum ríkjum og myndi borga sig þar sem milljarðar dollara myndu renna til samfélaga og einstaklinga víða um landið sem þurfa á hjálp að halda,“ bætti talsmaðurinn við. Tilkynnt var á fimmtudag að Purdue Pharma hafi samþykkt bráðabirgða sáttasamning upp á marga milljarða Bandaríkjadala til að forðast réttarhöld.OxyContin er eitt þeirra lyfja sem hefur verið mikið notað af ópíóða fíklum í Bandaríkjunum.AP/Toby TalbotSamkvæmt samningnum, sem enn á eftir að skrifa undir, mun Sackler fjölskyldan gefa upp völd yfir Purdue og greiða úr eigin vasa 3 milljarða dala, eða hátt í 375 milljarða íslenskra króna. Þá myndi fyrirtækið lýsa yfir gjaldþroti og leysast upp og yrði þar af leiðandi ekki réttað yfir fyrirtækinu en réttarhöld áttu að hefjast í næsta mánuði. Hins vegar lýstu nokkur ríki, þar á meðal New York, Massachusetts og Connecticut, því yfir að þau myndu ekki samþykkja samninginn og myndu halda málaferlum til streitu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Connecticut en William Tong, ríkissaksóknarinn þar, sagði: „Umfang sársaukans, dauðans og eyðileggingarinnar sem Purdue og Sackler fjölskyldan hafa valdið eru mun meiri en tilboð þeirra heyrir upp á.“ Josh Shapiro, lögmaður Pennsylvaniu fylkis, sagði að sáttasamningurinn væri „kinnhestur fyrir alla þá sem hafa þurft að bera aðstandendur til grafar vegna eyðileggingar þessarar fjölskyldu og græðgi hennar.“ „Samningurinn gerir Sackler fjölskyldunni kleift að ganga í burtu sem milljarðamæringar og án þess að lýsa yfir ábyrgð,“ bætti hann við.
Bandaríkin Fíkn Lyf Tengdar fréttir Bandaríska lyfjaeftirlitið bað Actavis um að draga úr framleiðslu á ópíóðalyfjum Actavis var árið 2011 annar stærsti framleiðandi ópíóðalyfja á bandarískum markaði. 28. júlí 2019 14:03 Actavis var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum á hápunkti faraldurs Lögregluyfirvöld lyfjamála í Bandaríkjunum báðu Actavis um að draga úr framleiðslu ópíóðalyfja árið 2012, en fyrirtækið var meðal þeirra söluhæstu á lyfjunum um árabil. 28. júlí 2019 20:59 Johnson & Johnson dæmt til þess að greiða 572 milljónir dollara vegna ópíóða Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. 26. ágúst 2019 21:15 Ópíóða framleiðandi talinn líklegur til að lýsa yfir gjaldþroti til að komast hjá sáttagreiðslum Ekki er víst hvort Sackler fjölskyldan og lyfjafyrirtæki þeirra, Purdue Pharma, muni greiða yfirvöldum í Bandaríkjunum skaðabótafé vegna ópíóða faraldursins svokallaða. Ríkissaksóknari segir samningsviðræður um sáttagjöld ekki lengur virkar. 8. september 2019 18:17 Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Bandaríska lyfjaeftirlitið bað Actavis um að draga úr framleiðslu á ópíóðalyfjum Actavis var árið 2011 annar stærsti framleiðandi ópíóðalyfja á bandarískum markaði. 28. júlí 2019 14:03
Actavis var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum á hápunkti faraldurs Lögregluyfirvöld lyfjamála í Bandaríkjunum báðu Actavis um að draga úr framleiðslu ópíóðalyfja árið 2012, en fyrirtækið var meðal þeirra söluhæstu á lyfjunum um árabil. 28. júlí 2019 20:59
Johnson & Johnson dæmt til þess að greiða 572 milljónir dollara vegna ópíóða Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. 26. ágúst 2019 21:15
Ópíóða framleiðandi talinn líklegur til að lýsa yfir gjaldþroti til að komast hjá sáttagreiðslum Ekki er víst hvort Sackler fjölskyldan og lyfjafyrirtæki þeirra, Purdue Pharma, muni greiða yfirvöldum í Bandaríkjunum skaðabótafé vegna ópíóða faraldursins svokallaða. Ríkissaksóknari segir samningsviðræður um sáttagjöld ekki lengur virkar. 8. september 2019 18:17
Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25