Yfir tvö þúsund fóstur fundust á heimili látins læknis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2019 23:29 Klopfer árið 2015. Vísir/ap Meira en tvö þúsund varðveitt fóstur fundust á heimili bandarísks læknis í Illinois-ríki í Bandaríkjunum. Læknirinn lést í síðustu viku, en fóstureyðingar voru hans sérsvið. Lögreglan í Will-sýslu í Illinois sagði í fréttatilkynningu sem kom út í gær að lögmaður aðstandenda mannsins, sem hét Dr. Ulrich Klopfer, hafi haft samband við skrifstofu dánarsdómstjóra sýslunnar vegna mögulegra líkamsleifa fóstra. Nánari rannsókn leiddi í ljós 2246 varðveitt fóstur á heimilinu en ekkert bendir til þess að Klopfer hafi framkvæmt fóstureyðingar á heimili sínu. Málið er nú til rannsóknar hjá þar til bærum yfirvöldum. Klopfer, sem lést 3. september, hafði um árabil starfað á fóstureyðingarstofu í South Bend í Indiana-ríki. Stofunni var lokað af ríkinu árið 2015 þar sem hún þótti ekki lengur uppfylla skilyrði ríkisins fyrir áframhaldandi starfsemi. Klopfer var talinn einn afkastamesti læknir Indiana-ríkis með tilliti til fóstureyðinga, eða þungunarrofs. Staðarmiðillinn South Bend Tribune segir Klopfer raunar hafa framkvæmt þúsundir slíkra aðgerða yfir nokkurra áratuga tímabil. Samtök sem starfa á grundvelli andstöðu við fóstureyðingarétt kvenna hafa nýtt mál Klopfers til þess að koma málstað sínum áfram í umræðunni. Til að mynda hefur AP-fréttaveitan eftir Mike Fitcher, forseta samtakanna Indiana Right to Life (Indiana -rétturinn til lífs), að málið undirstriki hversu gaumgæfilega þurfi að fylgjast með og gagnrýna „fóstureyðingaiðnaðinn.“ Bandaríkin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Meira en tvö þúsund varðveitt fóstur fundust á heimili bandarísks læknis í Illinois-ríki í Bandaríkjunum. Læknirinn lést í síðustu viku, en fóstureyðingar voru hans sérsvið. Lögreglan í Will-sýslu í Illinois sagði í fréttatilkynningu sem kom út í gær að lögmaður aðstandenda mannsins, sem hét Dr. Ulrich Klopfer, hafi haft samband við skrifstofu dánarsdómstjóra sýslunnar vegna mögulegra líkamsleifa fóstra. Nánari rannsókn leiddi í ljós 2246 varðveitt fóstur á heimilinu en ekkert bendir til þess að Klopfer hafi framkvæmt fóstureyðingar á heimili sínu. Málið er nú til rannsóknar hjá þar til bærum yfirvöldum. Klopfer, sem lést 3. september, hafði um árabil starfað á fóstureyðingarstofu í South Bend í Indiana-ríki. Stofunni var lokað af ríkinu árið 2015 þar sem hún þótti ekki lengur uppfylla skilyrði ríkisins fyrir áframhaldandi starfsemi. Klopfer var talinn einn afkastamesti læknir Indiana-ríkis með tilliti til fóstureyðinga, eða þungunarrofs. Staðarmiðillinn South Bend Tribune segir Klopfer raunar hafa framkvæmt þúsundir slíkra aðgerða yfir nokkurra áratuga tímabil. Samtök sem starfa á grundvelli andstöðu við fóstureyðingarétt kvenna hafa nýtt mál Klopfers til þess að koma málstað sínum áfram í umræðunni. Til að mynda hefur AP-fréttaveitan eftir Mike Fitcher, forseta samtakanna Indiana Right to Life (Indiana -rétturinn til lífs), að málið undirstriki hversu gaumgæfilega þurfi að fylgjast með og gagnrýna „fóstureyðingaiðnaðinn.“
Bandaríkin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent