„Hefði verið alveg bara öhhh?…“ Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. september 2019 12:00 Ingvar og Ída Mekkín túlka afa og barnabarn með látlausum tilþrifum í Hvítur, hvítur dagur. Þau tengdu strax þegar þau hittust og eru hinir mestu mátar og hafa ekki síður skemmt sér í eftirleiknum. MYND/PIERRE CAUDEVELLE Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir eru í burðarhlutverkum kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur sem hverfist um þrúgandi harm lögreglustjórans Ingimundar sem missir eiginkonu sína í bílslysi og samband hans við dótturdótturina, Sölku, sem syrgir ömmu sína á meðan hún er helsta haldreipi afa síns í tættri tilverunni. Ída Mekkín er nýorðin ellefu ára, dóttir leikstjórans Hlyns Pálmasonar sem vissi greinilega hvað hann var að gera þegar hann skrifaði handrit myndarinnar með þau í huga. Samleikur þeirra er alveg magnaður og „Ída hefur í fullu tré við stórleikarann þannig að mann sundlar á köflum andspænis tilfinningadýptinni sem þau töfra fram á tjaldinu“, svo gripið sé niður í gagnrýni Fréttablaðsins um myndina. „Það var mjög, mjög fínt bara. Við urðum mjög náin á setti,“ segir Ída Mekkín þegar hún er spurð hvernig hafi verið að leika á móti stórleikaranum Ingvari. „Það þarf tvo í tangó og það passa ekkert allir saman,“ segir Ingvar og bendir á að orkan sem myndast á milli fólks verði stundum þannig að það geti ekki dansað.Stresslaus leikur „Strax þegar við hittumst þá bara fundum við að þetta yrði ekki vandamál. Það er eins og við höfum einhverjar gamlar minningar í farteskinu, næstum í genunum á okkur, þannig að börn eru oft miklu skynsamari en við höldum. Miklu klárari. Jafnvel þótt þau geti ekki komið því í orð þá hafa þau þessa skynjum og skynsemi. Eins og Ída Mekkín. Hún veit að hún er í vinnunni og veit að mikið er í húfi. Að það er verið að vinna að einhverju sem þarf að koma vel út,“ segir Ingvar og heldur áfram eftir smá umhugsun: „Án þess að það sé nokkurt stress. Engin pressa. Þetta var meira eins og að leika sér, skapa, búa eitthvað til. Það getur verið mjög spennandi. Þú getur verið að teikna, búa til tónlist eða eins og í þessu tilfelli þar sem við vorum líka að leika okkur. Við lékum okkur á píanóinu og svona inn á milli en síðan þegar kameran er í gangi er smá pressa á okkur en það er samt alltaf þessi leikur og þetta góða samband sem rofnaði aldrei.“Ætlar að verða hestakona Ída Mekkín segir aðspurð að kvikmyndagerðin hafi stundum reynt á þolinmæðina. „Ég var stundum óþolinmóð en það var alltaf einhver á setti sem var ekki að gera neitt og maður gat farið til og hangið með. Eftir á er ég alveg til í að leika meira en þetta var stundum leiðinlegt á meðan. En þegar maður hugsar til baka þá var þetta alveg skemmtilegt, skilurðu,“ segir hún og bætir við að hún geti vel hugsað sér að leika meira. „Jújú, ég er alveg með það í huga en ekkert þannig að ég sé harðákveðin í að verða leikkona. Ég ætla að verða hestakona en ætla að leika inn á milli. Ef það kemur eitthvað spennandi.“Erfitt að gráta Hvítur, hvítur dagur er mikið tilfinningadrama og tók þannig á köflum eðlilega á leikarana og bæði nefna þau senu þegar Ingimundur missir tökin og tekur reiði sína út á barnabarninu. „Á sumum pörtum tók þetta á aðeins. Til dæmis senan fyrir utan bílinn þegar Ingimundur var að skamma mig.“ Hún segir að það hafi þó ekki verið erfiðast að horfa á Ingvar, vin sinn, umturnast. „Það var meira að fara að gráta hægt, skilurðu? Það var svolítið erfitt.“ Ingvari var greinilega óljúft að þurfa að græta Ídu Mekkín en „maður tekur hana bara í fangið inn á milli og auðvitað var þetta erfitt fyrir hana. Og erfitt fyrir mig líka. Þetta var hræðilega erfitt. Ég var alveg að deyja, mér leið svo illa að þurfa að skamma barnið,“ segir hann. „En hún skildi ósköp vel hvað var í gangi. Að við erum að búa til bíómynd sem þarf að leika. Þótt hún sé bara ellefu ára þá skilur hún það.“Ingvar er bara frábær Ída Mekkín segir pabba sinn, leikstjórann, og Ingvar hafa hjálpað henni mikið. Hvor á sinn hátt. „Pabbi hjálpaði mér náttúrlega með leikinn, eða þannig, og sagði mér að það væri betra að ég gerði þetta svona eða svona. Í gegnum árin er hann búinn að gera stuttmyndir, vídeó og svoleiðis með mér þannig að maður er aðeins vanur þessu,“ segir hún og víkur síðan að mótleikaranum. „En sko, Ingvar, hann hjálpaði mér mjög mikið með að muna texta og að geta leikið vel, eða þannig. Út af því að ef sá sem leikur á móti manni er ekki góður þá er maður sjálfur alveg bara út í hött, einhvers staðar bara, þú veist. Veit ekkert hvað maður á að gera. En síðan eins og Ingvar, hann er náttúrulega bara alveg frábær leikari. Og leikur rosalega vel inn í hlutverkin sín og allt það og þá er eiginlega auðveldara að leika sjálfur. Ég hefði örugglega aldrei getað munað neinn texta ef ég hefði ekki verið með hann á móti mér. Þá hefði ég verið alveg bara „öhhh?…“.Dásamlegur tími Ingvar vill þó ekki gera of mikið úr sínu framlagi. „Það getur vel verið að ég hafi einhvern tímann sagt eitthvað við hana. Að prófa að gera svona eða hitt og þetta, en þetta var bara ekkert vandamál með hana. Pabbi hennar sá um að leikstýra okkur og við gerðum eins og hann sagði en lékum okkur líka og spunnum. Þetta var alveg dásamlegur tími og stórkostlegt samband á milli okkar þótt ég segi sjálfur frá. Það skiptir svo miklu máli.“ Ingvar þekkir af eigin raun hvernig er að eiga börn sem spreyta sig fyrir framan tökuvélina en hann lék í Kaldaljósi 2004 ásamt börnum sínum, Ásláki og Snæfríði. „Ég man eftir því að þegar þau voru eitthvað að leita til mín þá sagði ég bara við þau: „Þið eruð með leikstjóra og þið treystið honum.“ Hilmar Oddsson leikstýrði Kaldaljósi og Ingvar segir hann alveg hafa boðið honum upp á að skipta sér af. „Ég sagði að það yrði bara flókið ef ég færi að blanda mér í þetta.“Pabbi stundum pirrandi En hvernig fannst Ídu Mekkín að þurfa að lúta í einu og öllu fyrirmælum leikstjórans sem vitaskuld er einvaldur á tökustað? „Sko, það var stundum svolítið pirrandi en samt mjög fínt. Ef þetta hefði verið með einhverjum öðrum leikstjóra, sem hefði verið alveg eins og pabbi hefði þetta örugglega verið miklu verra. En ég meina, þetta er pabbi minn þannig að það þýðir ekkert að væla yfir því.“Í kvikmyndahátíðaskapi Þótt tökur séu langt að baki og myndin hafi verið frumsýnd er vinnu leikaranna ekki lokið. Kynningarstarf og kvikmyndahátíðir taka við. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Ingvar að þetta sé í raun rétt að byrja en góðu heilli þá eru leikfélagarnir ekki síður góðir ferðafélagar. „Ég fór á Cannes. Það var mjög gaman að upplifa eitthvað nýtt,“ segir Ída Mekkín sem fékk að kynnast stressinu í hátíðarbransanum. „Það var samt lítill tími. Þetta var svo tímaþröngt, skilurðu. Maður þurfti alveg að mæta á slaginu og ef maður mætti of seint þá var maður búinn að missa af öllu og það var nú varla hægt að seinka neinu af því að það voru svo margir þarna. Maður var bara hlaupandi á milli staða. Endalaust. Síðast fórum við til Póllands og það var aðeins betra og skemmtilegra. Við erum alltaf á ferðinni og gerum alltaf eitthvað saman; ég, pabbi og Ingvar og ef það er einhver annar þá tökum við hann bara líka með. Eins og í Póllandi. Þá fórum við í einhvern dýragarð einhvers staðar. Það var mjög flott reyndar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Framleiðendurnir svara harðri gagnrýni Jóns Viðars með myndbandi Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. 11. september 2019 14:30 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir eru í burðarhlutverkum kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur sem hverfist um þrúgandi harm lögreglustjórans Ingimundar sem missir eiginkonu sína í bílslysi og samband hans við dótturdótturina, Sölku, sem syrgir ömmu sína á meðan hún er helsta haldreipi afa síns í tættri tilverunni. Ída Mekkín er nýorðin ellefu ára, dóttir leikstjórans Hlyns Pálmasonar sem vissi greinilega hvað hann var að gera þegar hann skrifaði handrit myndarinnar með þau í huga. Samleikur þeirra er alveg magnaður og „Ída hefur í fullu tré við stórleikarann þannig að mann sundlar á köflum andspænis tilfinningadýptinni sem þau töfra fram á tjaldinu“, svo gripið sé niður í gagnrýni Fréttablaðsins um myndina. „Það var mjög, mjög fínt bara. Við urðum mjög náin á setti,“ segir Ída Mekkín þegar hún er spurð hvernig hafi verið að leika á móti stórleikaranum Ingvari. „Það þarf tvo í tangó og það passa ekkert allir saman,“ segir Ingvar og bendir á að orkan sem myndast á milli fólks verði stundum þannig að það geti ekki dansað.Stresslaus leikur „Strax þegar við hittumst þá bara fundum við að þetta yrði ekki vandamál. Það er eins og við höfum einhverjar gamlar minningar í farteskinu, næstum í genunum á okkur, þannig að börn eru oft miklu skynsamari en við höldum. Miklu klárari. Jafnvel þótt þau geti ekki komið því í orð þá hafa þau þessa skynjum og skynsemi. Eins og Ída Mekkín. Hún veit að hún er í vinnunni og veit að mikið er í húfi. Að það er verið að vinna að einhverju sem þarf að koma vel út,“ segir Ingvar og heldur áfram eftir smá umhugsun: „Án þess að það sé nokkurt stress. Engin pressa. Þetta var meira eins og að leika sér, skapa, búa eitthvað til. Það getur verið mjög spennandi. Þú getur verið að teikna, búa til tónlist eða eins og í þessu tilfelli þar sem við vorum líka að leika okkur. Við lékum okkur á píanóinu og svona inn á milli en síðan þegar kameran er í gangi er smá pressa á okkur en það er samt alltaf þessi leikur og þetta góða samband sem rofnaði aldrei.“Ætlar að verða hestakona Ída Mekkín segir aðspurð að kvikmyndagerðin hafi stundum reynt á þolinmæðina. „Ég var stundum óþolinmóð en það var alltaf einhver á setti sem var ekki að gera neitt og maður gat farið til og hangið með. Eftir á er ég alveg til í að leika meira en þetta var stundum leiðinlegt á meðan. En þegar maður hugsar til baka þá var þetta alveg skemmtilegt, skilurðu,“ segir hún og bætir við að hún geti vel hugsað sér að leika meira. „Jújú, ég er alveg með það í huga en ekkert þannig að ég sé harðákveðin í að verða leikkona. Ég ætla að verða hestakona en ætla að leika inn á milli. Ef það kemur eitthvað spennandi.“Erfitt að gráta Hvítur, hvítur dagur er mikið tilfinningadrama og tók þannig á köflum eðlilega á leikarana og bæði nefna þau senu þegar Ingimundur missir tökin og tekur reiði sína út á barnabarninu. „Á sumum pörtum tók þetta á aðeins. Til dæmis senan fyrir utan bílinn þegar Ingimundur var að skamma mig.“ Hún segir að það hafi þó ekki verið erfiðast að horfa á Ingvar, vin sinn, umturnast. „Það var meira að fara að gráta hægt, skilurðu? Það var svolítið erfitt.“ Ingvari var greinilega óljúft að þurfa að græta Ídu Mekkín en „maður tekur hana bara í fangið inn á milli og auðvitað var þetta erfitt fyrir hana. Og erfitt fyrir mig líka. Þetta var hræðilega erfitt. Ég var alveg að deyja, mér leið svo illa að þurfa að skamma barnið,“ segir hann. „En hún skildi ósköp vel hvað var í gangi. Að við erum að búa til bíómynd sem þarf að leika. Þótt hún sé bara ellefu ára þá skilur hún það.“Ingvar er bara frábær Ída Mekkín segir pabba sinn, leikstjórann, og Ingvar hafa hjálpað henni mikið. Hvor á sinn hátt. „Pabbi hjálpaði mér náttúrlega með leikinn, eða þannig, og sagði mér að það væri betra að ég gerði þetta svona eða svona. Í gegnum árin er hann búinn að gera stuttmyndir, vídeó og svoleiðis með mér þannig að maður er aðeins vanur þessu,“ segir hún og víkur síðan að mótleikaranum. „En sko, Ingvar, hann hjálpaði mér mjög mikið með að muna texta og að geta leikið vel, eða þannig. Út af því að ef sá sem leikur á móti manni er ekki góður þá er maður sjálfur alveg bara út í hött, einhvers staðar bara, þú veist. Veit ekkert hvað maður á að gera. En síðan eins og Ingvar, hann er náttúrulega bara alveg frábær leikari. Og leikur rosalega vel inn í hlutverkin sín og allt það og þá er eiginlega auðveldara að leika sjálfur. Ég hefði örugglega aldrei getað munað neinn texta ef ég hefði ekki verið með hann á móti mér. Þá hefði ég verið alveg bara „öhhh?…“.Dásamlegur tími Ingvar vill þó ekki gera of mikið úr sínu framlagi. „Það getur vel verið að ég hafi einhvern tímann sagt eitthvað við hana. Að prófa að gera svona eða hitt og þetta, en þetta var bara ekkert vandamál með hana. Pabbi hennar sá um að leikstýra okkur og við gerðum eins og hann sagði en lékum okkur líka og spunnum. Þetta var alveg dásamlegur tími og stórkostlegt samband á milli okkar þótt ég segi sjálfur frá. Það skiptir svo miklu máli.“ Ingvar þekkir af eigin raun hvernig er að eiga börn sem spreyta sig fyrir framan tökuvélina en hann lék í Kaldaljósi 2004 ásamt börnum sínum, Ásláki og Snæfríði. „Ég man eftir því að þegar þau voru eitthvað að leita til mín þá sagði ég bara við þau: „Þið eruð með leikstjóra og þið treystið honum.“ Hilmar Oddsson leikstýrði Kaldaljósi og Ingvar segir hann alveg hafa boðið honum upp á að skipta sér af. „Ég sagði að það yrði bara flókið ef ég færi að blanda mér í þetta.“Pabbi stundum pirrandi En hvernig fannst Ídu Mekkín að þurfa að lúta í einu og öllu fyrirmælum leikstjórans sem vitaskuld er einvaldur á tökustað? „Sko, það var stundum svolítið pirrandi en samt mjög fínt. Ef þetta hefði verið með einhverjum öðrum leikstjóra, sem hefði verið alveg eins og pabbi hefði þetta örugglega verið miklu verra. En ég meina, þetta er pabbi minn þannig að það þýðir ekkert að væla yfir því.“Í kvikmyndahátíðaskapi Þótt tökur séu langt að baki og myndin hafi verið frumsýnd er vinnu leikaranna ekki lokið. Kynningarstarf og kvikmyndahátíðir taka við. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Ingvar að þetta sé í raun rétt að byrja en góðu heilli þá eru leikfélagarnir ekki síður góðir ferðafélagar. „Ég fór á Cannes. Það var mjög gaman að upplifa eitthvað nýtt,“ segir Ída Mekkín sem fékk að kynnast stressinu í hátíðarbransanum. „Það var samt lítill tími. Þetta var svo tímaþröngt, skilurðu. Maður þurfti alveg að mæta á slaginu og ef maður mætti of seint þá var maður búinn að missa af öllu og það var nú varla hægt að seinka neinu af því að það voru svo margir þarna. Maður var bara hlaupandi á milli staða. Endalaust. Síðast fórum við til Póllands og það var aðeins betra og skemmtilegra. Við erum alltaf á ferðinni og gerum alltaf eitthvað saman; ég, pabbi og Ingvar og ef það er einhver annar þá tökum við hann bara líka með. Eins og í Póllandi. Þá fórum við í einhvern dýragarð einhvers staðar. Það var mjög flott reyndar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Framleiðendurnir svara harðri gagnrýni Jóns Viðars með myndbandi Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. 11. september 2019 14:30 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Framleiðendurnir svara harðri gagnrýni Jóns Viðars með myndbandi Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. 11. september 2019 14:30