Heilbrigðismálin í fyrirrúmi og fast skotið á Biden Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. september 2019 20:00 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og sigurstranglegasti frambjóðandinn í prófkjöri Demókrata, þykir hafa staðið sig nokkuð vel í kappræðunum í nótt þrátt fyrir ítrekuð skot andstæðinga á hann. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi í kappræðunum. Miðjumenn flokksins tókust á við þá sem lengst eru til vinstri um hvort skera ætti algjörlega á aðkomu einkarekinna fyrirtækja að heilbrigðistryggingum eða að auka einfaldlega aðkomu ríkisins. Biden gagnrýndi til að mynda þá stefnu Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns, að ríkið skyldi eitt standa að heilbrigðistryggingum. Spurði hvort Sanders tryði því virkilega að atvinnurekendur myndu hækka laun þeirra sem fá tryggingu nú í gegnum vinnustaðinn. „Já, það munu þeir gera,“ sagði Sanders. „Leyfið mér að segja að það er merkilegt að sósíalisti eins og þú hefur meiri trú á bandarískum einkafyrirtækjum en ég,“ svaraði Biden þá. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður, tók einnig til máls og gagnrýndi frumvarp Sanders um málið. „Á meðan Bernie skrifaði frumvarpið las ég frumvarpið. 149 milljónir Bandaríkjamanna myndu tapa núverandi tryggingu. Við erum að tala um að það gerist á fjórum árum. Það finnst mér ekki djörf hugmynd. Það finnst mér slæm hugmynd.“ Og frambjóðendur kepptust margir hverjir við að stilla sér upp við hlið Baracks Obama. Þeim Julian Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, og Biden lenti saman þegar Castro sagði varaforsetann fyrrverandi reyna að eigna sér heiðurinn af verkum forsetans án þess að svara nokkrum spurningum um það sem miður fór. „Ég stóð með Barack Obama. Öll átta árin. Í gegnum súrt og sætt,“ sagði Biden. Erfitt er að segja til um hvort nokkur frambjóðandi hafi staðið uppi sem skýr sigurvegari í nótt. Þótt fast hafi verið skotið á Biden á köflum náði hann að standa skotin af sér og er ólíklegt að kappræðurnar verði til þess að hann missi það stóra forskot sem hann mælist með í kosningum. Könnun HarrisX, sú síðasta sem gerð var fyrir kappræður, sýndi Biden með stórt forskot á þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Þau voru svo aftur með myndarlegt forskot á hina sjö frambjóðendurna á sviðinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og sigurstranglegasti frambjóðandinn í prófkjöri Demókrata, þykir hafa staðið sig nokkuð vel í kappræðunum í nótt þrátt fyrir ítrekuð skot andstæðinga á hann. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi í kappræðunum. Miðjumenn flokksins tókust á við þá sem lengst eru til vinstri um hvort skera ætti algjörlega á aðkomu einkarekinna fyrirtækja að heilbrigðistryggingum eða að auka einfaldlega aðkomu ríkisins. Biden gagnrýndi til að mynda þá stefnu Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns, að ríkið skyldi eitt standa að heilbrigðistryggingum. Spurði hvort Sanders tryði því virkilega að atvinnurekendur myndu hækka laun þeirra sem fá tryggingu nú í gegnum vinnustaðinn. „Já, það munu þeir gera,“ sagði Sanders. „Leyfið mér að segja að það er merkilegt að sósíalisti eins og þú hefur meiri trú á bandarískum einkafyrirtækjum en ég,“ svaraði Biden þá. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður, tók einnig til máls og gagnrýndi frumvarp Sanders um málið. „Á meðan Bernie skrifaði frumvarpið las ég frumvarpið. 149 milljónir Bandaríkjamanna myndu tapa núverandi tryggingu. Við erum að tala um að það gerist á fjórum árum. Það finnst mér ekki djörf hugmynd. Það finnst mér slæm hugmynd.“ Og frambjóðendur kepptust margir hverjir við að stilla sér upp við hlið Baracks Obama. Þeim Julian Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, og Biden lenti saman þegar Castro sagði varaforsetann fyrrverandi reyna að eigna sér heiðurinn af verkum forsetans án þess að svara nokkrum spurningum um það sem miður fór. „Ég stóð með Barack Obama. Öll átta árin. Í gegnum súrt og sætt,“ sagði Biden. Erfitt er að segja til um hvort nokkur frambjóðandi hafi staðið uppi sem skýr sigurvegari í nótt. Þótt fast hafi verið skotið á Biden á köflum náði hann að standa skotin af sér og er ólíklegt að kappræðurnar verði til þess að hann missi það stóra forskot sem hann mælist með í kosningum. Könnun HarrisX, sú síðasta sem gerð var fyrir kappræður, sýndi Biden með stórt forskot á þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Þau voru svo aftur með myndarlegt forskot á hina sjö frambjóðendurna á sviðinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21