Íslendingalið GOG vann sjö marka sigur á Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
GOG byrjaði leikinn betur og komst fljótt þremur mörkum yfir. Heimamenn í Mors-Thy unnu sig hins vegar aftur inn í leikinn og var nokkuð jafnræði með liðunum. Þegar leið á tók GOG forystuna á ný og var staðna 9-15 í hálfleik.
Gestirnir héldu forskoti sínu í seinni hálfleik og fóru með nokkuð þægilegan 22-29 sigur.
Viktor Gísli Hallgrímsson byrjaði í marki GOG og varði hann níu bolta og var með 34 prósenta markvörslu. Óðinn Þór Ríkharðsson gerði tvö af mörkum GOG og Arnar Freyr Arnarsson þrjú.
Þægilegur sigur hjá Íslendingaliði GOG
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn

Fótboltamaður lést í upphitun
Fótbolti





„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti
