Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra.
Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Það verður gert um áramótin og mikill ólestur í rekstri Bílamiðstöðvarinnar þótti ástæða til að grípa til úttektar.
Ríkislögreglustjóri fagnar því að úttektin nái til embættisins í heild sinni. „Einkum í ljósi þeirra fjölmörgu og umfangsmiklu verkefna sem hafa verið færð til embættisins á síðustu árum,“ segir í tilkynningu frá embættinu.
Stjórnsýsluúttekt var síðast gerð á embætti Ríkislögreglustjóra árið 2006 en niðurstöðu úttektarinnar sem gerð var í október 2006 má sjá hér.
Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni

Tengdar fréttir

Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað
Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð.

Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna
Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra.

Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram
Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu.