Forsætisnefnd Alþingis verði ekki lengur milliliður siðanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. september 2019 12:30 Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þingmönnum við þingsetningu í gær að hann auk Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu unnið að endurskoðun og tillögum að breytingum á siðareglunum alþingismanna. Það hefði reynst nauðsynlegt að fenginni reynslu. Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Helga Vala segir að henni sé ekki kunnugt um það hvort forsætisnefnd hafi gert breytingar á drögum sem þau lögðu til. Aðspurð hvað felist í tillögunum svarar Helga Vala því til að forsætisnefnd hætti sem ventill á hvaða mál fari fyrir siðanefnd. „Það er kannski helst að nefna þær breytingar að forsætisnefnd fari út úr ferlinu þannig að forsætisnefnd verði ekki áfram þessi ventill sem var skrifaður inn í siðareglurnar á sínum tíma og var í rauninni breyting frá því sem lagt var til í upphafi. Það var varað við því að hafa það þannig, það voru umsagnar aðilar sem vöruðu við því að forsætisnefnd væri svona með puttana í þessu en það var engu að síður niðurstaðan þá en nú sjáum við að þetta var óheppilegt,“ segir Helga Vala. Með breytingunum sé verið að auka sjálfstæði og vægi siðanefndarinnar þannig að forsætisnefnd og hinir kjörnu fulltrúar hafi hvorki neitt um það að segja hvort mál fari fyrir siðanefnd né um það sem kemur þaðan. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er með þeim hætti að álit siðanefndar er í raun ráðgefandi fyrir forsætisnefnd. „Það er okkar tillaga að því verði breytt þannig að siðanefnd verði þessi úrskurðaraðili.“ Ýmsir stjórnmálamenn hafa þá gagnrýnt að engin viðurlög séu við brotum á siðareglum. Í Evrópuþinginu er sá háttur hafður á að fólk missir rétt til að gegna trúnaðarstörfum í þinginu hafi það gerst brotlegt við siðareglur. Helga Vala er óviss með sína afstöðu. „Ég hef persónulega sveiflast mjög mikið þar og er ekkert alveg viss hvað mér á að finnast um það. Mér vísara fólk segir að það eigi ekki að vea viðurlög við siðareglum og þá er ég að vísa í siðfræðinga og þá sem hafa svona verið að vinna mikið með þetta. Ég óskaði eftir því að þessar reglur færu til umsagnar hjá Lýðræðis og mannréttindarnefnd ÖSE sem hefur verið að aðstoða þjóðþingin við að setja siðareglur og fylgja þeim eftir og ég hlakka mikið til að sjá hvað sú nefnd segir við þessum tillögum,“ segir Helga Vala. Alþingi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þingmönnum við þingsetningu í gær að hann auk Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu unnið að endurskoðun og tillögum að breytingum á siðareglunum alþingismanna. Það hefði reynst nauðsynlegt að fenginni reynslu. Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Helga Vala segir að henni sé ekki kunnugt um það hvort forsætisnefnd hafi gert breytingar á drögum sem þau lögðu til. Aðspurð hvað felist í tillögunum svarar Helga Vala því til að forsætisnefnd hætti sem ventill á hvaða mál fari fyrir siðanefnd. „Það er kannski helst að nefna þær breytingar að forsætisnefnd fari út úr ferlinu þannig að forsætisnefnd verði ekki áfram þessi ventill sem var skrifaður inn í siðareglurnar á sínum tíma og var í rauninni breyting frá því sem lagt var til í upphafi. Það var varað við því að hafa það þannig, það voru umsagnar aðilar sem vöruðu við því að forsætisnefnd væri svona með puttana í þessu en það var engu að síður niðurstaðan þá en nú sjáum við að þetta var óheppilegt,“ segir Helga Vala. Með breytingunum sé verið að auka sjálfstæði og vægi siðanefndarinnar þannig að forsætisnefnd og hinir kjörnu fulltrúar hafi hvorki neitt um það að segja hvort mál fari fyrir siðanefnd né um það sem kemur þaðan. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er með þeim hætti að álit siðanefndar er í raun ráðgefandi fyrir forsætisnefnd. „Það er okkar tillaga að því verði breytt þannig að siðanefnd verði þessi úrskurðaraðili.“ Ýmsir stjórnmálamenn hafa þá gagnrýnt að engin viðurlög séu við brotum á siðareglum. Í Evrópuþinginu er sá háttur hafður á að fólk missir rétt til að gegna trúnaðarstörfum í þinginu hafi það gerst brotlegt við siðareglur. Helga Vala er óviss með sína afstöðu. „Ég hef persónulega sveiflast mjög mikið þar og er ekkert alveg viss hvað mér á að finnast um það. Mér vísara fólk segir að það eigi ekki að vea viðurlög við siðareglum og þá er ég að vísa í siðfræðinga og þá sem hafa svona verið að vinna mikið með þetta. Ég óskaði eftir því að þessar reglur færu til umsagnar hjá Lýðræðis og mannréttindarnefnd ÖSE sem hefur verið að aðstoða þjóðþingin við að setja siðareglur og fylgja þeim eftir og ég hlakka mikið til að sjá hvað sú nefnd segir við þessum tillögum,“ segir Helga Vala.
Alþingi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira