Jörð skalf við Hrómundartind á Hengilssvæðinu í morgun þega skjálfti að stærðinni þrír mældist 2,4 kílómetra suðaustur af tindinum. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.
Þá barst Veðurstofunni tilkynning um að skjálftinn hafi fundist í Hveragerði.
Snemma í morgun varð jarðskjálfti að stærðinni 3,4 í grennd við Grindavík en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru ekki tengsl á milli skjálftans þar og skjálftans á Hengilssvæðinu. Einungis er um tilviljun að ræða.
Jarðskjálfti við Hrómundartind fannst í Hveragerði

Tengdar fréttir

Jarðskjálfti í grennd við Grindavík
Jarðskjálfti upp á 3,4 stig reið yfir rétt eftir klukkan sex í morgun í grennd við Grindavík, eða um þremur kílómetrum norðaustan við bæinn.