„Þú mátt kalla mig herra þinn“ Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 10:12 Ekki eru allir jafn kátir með boðsbréfið sem Smári McCarthy sýndi á Facebooksíðu sinni. Ýmsum þykir þéringar alþingismanna skjóta skökku við og vera jafnvel til skammar. Smári McCarty fagnar því á Facebooksíðu sinni að fá boðsbréf um að í dag verði þing sett. Og birtir bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem þetta er áréttað: „Hinn 2. september 2019 var gefið út forsetabréf þar sem forseti Íslands ákvað, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september 2019.“ Þá segir í bréfinu: „Hér með er yður boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13:30.“ Allt er þetta í samræmi við hefðir en á Facebooksíðu Smára eru ýmsir á því að þessi þéring skjóti skökku við og séu jafnvel hinar ógeðfelldustu. „Sumum kann að virðast það smáatriði en þessi þéríng þarna er mjög ljót og óviðkunnanleg,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur. „Ég nenni ekki að setja hér á fyrirlestur um hugmyndafræði þéringa, en það er til skammar að Alþingi skuli viðhalda þessu yfirlæti. Endilega fáið Rögnu Árnadóttur til að hætta þessum ósmekklegheitum.“ Ræðan sem Illugi nennir ekki að setja á vísar líklega til þess að áður fyrr þúuðu flestir embættismenn á Íslandi almúgamenn, en gerðu hins vegar þá kröfu að þeir sjálfir væru þéraðir og ávarpaðir „rétt“. Í þessu birtist sú hugmyndafræði að þó embættismenn og stjórnmálamenn þykist á tyllidögum vera þjónar almennings þá er það sýndarmennska. Þessir hópar telja sig hátt yfir almenning hafinn; og sannarlega engir þjónar þegar til kastanna kemur heldur þvert á móti. Eins og segir í meðfylgjandi vísu:Sælir verið þér, séra minn,sagði ég við biskupinn.Aftur kvað við ansa hinn:Þú átt að kalla mig herra þinn.Illugi er ekki einn um að lýsa yfir skömm sinni á þessari hefð. Til að mynda leggur Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir orð í belg á Facebooksíðu Smára og segir að hún fagni þingsetningunni en henni verði beinlínis óglatt vegna þessa yfirstéttarbrags. Vísir verður með þingsetninguna í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 13:30 Alþingi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ýmsum þykir þéringar alþingismanna skjóta skökku við og vera jafnvel til skammar. Smári McCarty fagnar því á Facebooksíðu sinni að fá boðsbréf um að í dag verði þing sett. Og birtir bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem þetta er áréttað: „Hinn 2. september 2019 var gefið út forsetabréf þar sem forseti Íslands ákvað, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september 2019.“ Þá segir í bréfinu: „Hér með er yður boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13:30.“ Allt er þetta í samræmi við hefðir en á Facebooksíðu Smára eru ýmsir á því að þessi þéring skjóti skökku við og séu jafnvel hinar ógeðfelldustu. „Sumum kann að virðast það smáatriði en þessi þéríng þarna er mjög ljót og óviðkunnanleg,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur. „Ég nenni ekki að setja hér á fyrirlestur um hugmyndafræði þéringa, en það er til skammar að Alþingi skuli viðhalda þessu yfirlæti. Endilega fáið Rögnu Árnadóttur til að hætta þessum ósmekklegheitum.“ Ræðan sem Illugi nennir ekki að setja á vísar líklega til þess að áður fyrr þúuðu flestir embættismenn á Íslandi almúgamenn, en gerðu hins vegar þá kröfu að þeir sjálfir væru þéraðir og ávarpaðir „rétt“. Í þessu birtist sú hugmyndafræði að þó embættismenn og stjórnmálamenn þykist á tyllidögum vera þjónar almennings þá er það sýndarmennska. Þessir hópar telja sig hátt yfir almenning hafinn; og sannarlega engir þjónar þegar til kastanna kemur heldur þvert á móti. Eins og segir í meðfylgjandi vísu:Sælir verið þér, séra minn,sagði ég við biskupinn.Aftur kvað við ansa hinn:Þú átt að kalla mig herra þinn.Illugi er ekki einn um að lýsa yfir skömm sinni á þessari hefð. Til að mynda leggur Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir orð í belg á Facebooksíðu Smára og segir að hún fagni þingsetningunni en henni verði beinlínis óglatt vegna þessa yfirstéttarbrags. Vísir verður með þingsetninguna í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 13:30
Alþingi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira