Á myndefninu má sjá árásir á bílalest og svo virðist sem að fjöldi manna séu leiddir fyrir myndavélar en enginn þeirra er þó í herklæðnaði. Tveir mannanna sögðust vera frá Sádi-Arabíu, samkvæmt Reuters.
Sjá einnig: Segjast hafa handsamað þúsundir hermanna Sáda
Einnig má sjá brynvarin farartæki, sem Hútar segjast hafa komið höndum yfir í árásinni.
Ofurstinn Yahiya Sarea, talsmaður Húta, hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir myndefnið án þess þó að taka fram hvenær það var tekið. Þá hafa fjölmiðlar ytra ekki getað staðfest yfirlýsingar Húta. Sarea sjálfur sagði, samkvæmt BBC, að ekki væri hægt að sýna myndefni sem sannaði mál þeirra, af öryggisástæðum.
Hér að neðan má sjá hluta myndefnisins sem Hútar opinberuðu í dag.