Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2019 23:30 Móttakan var haldin í New York. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. Í gamla daga hafi slíkir menn fengið aðra meðferð í dag.Þetta kemur fram í frétt New York Timessem byggð er á minnispunktum um hvað Trump sagði í móttöku sem haldin var til heiðurs starfsmanna fastanefndarinnar í morgun. Í ávarpi sínu minntist Trump ítrekað á uppljóstrarann sem kvartaði undan því að Trump hafi beðið forseta Úkraíunu að hefja rannsókn gegn Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans Hunter Biden.Allt er í háalofti í bandarískum stjórnmálum vegna málsins. Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump vegna málsins. Kvörtunin sem lögð var fram, og var gerð opinber í dag, þykir sláandi og hefur hún vakið mikla athygli og sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, að hún væri skýrasta dæmið um að Trump hafi virt embættiseið sinn að vettugi.Sumum var brugðið, aðrir hlógu Ef marka má ummæli Trump virðist hann vera allt annað en sáttur við þann sem veitti uppljóstraranum upplýsingar um símtalið, en uppljóstrarinn var ekki viðstaddur þegar símtalið fór fram. Trump gerði einmitt lítið úr honum vegna þess, og sagði fréttaflutning af málinu vera „brenglaðan“. „Ég vil fá að vita hver það er sem gaf uppljóstraranum þessar upplýsingar vegna þess að sá hinn sami er ansi nálægt því að vera njósnari,“ sagði Trump og hélt áfram. „Þið vitið hvað var gert við njósnara í gamla þegar við vorum aðeins klárari þegar kom að njósnum og landráðum?“ Við gerðum hlutina aðeins öðruvísi en við gerum í dag,“ sagði Trump. Samkvæmt uppljóstraranum fékk hann upplýsingarnar sem um ræðir frá nokkrum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Um 50 starfsmen fastanefndarinnar og fjölskyldur þeirra voru viðstaddir þegar Trump lét ummælin falla. Í frétt Times segir að sumum hafi brugðið við ummælin, en aðrir hafi hlegið. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Kelly Knight Craft, var viðstödd. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. Í gamla daga hafi slíkir menn fengið aðra meðferð í dag.Þetta kemur fram í frétt New York Timessem byggð er á minnispunktum um hvað Trump sagði í móttöku sem haldin var til heiðurs starfsmanna fastanefndarinnar í morgun. Í ávarpi sínu minntist Trump ítrekað á uppljóstrarann sem kvartaði undan því að Trump hafi beðið forseta Úkraíunu að hefja rannsókn gegn Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans Hunter Biden.Allt er í háalofti í bandarískum stjórnmálum vegna málsins. Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump vegna málsins. Kvörtunin sem lögð var fram, og var gerð opinber í dag, þykir sláandi og hefur hún vakið mikla athygli og sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, að hún væri skýrasta dæmið um að Trump hafi virt embættiseið sinn að vettugi.Sumum var brugðið, aðrir hlógu Ef marka má ummæli Trump virðist hann vera allt annað en sáttur við þann sem veitti uppljóstraranum upplýsingar um símtalið, en uppljóstrarinn var ekki viðstaddur þegar símtalið fór fram. Trump gerði einmitt lítið úr honum vegna þess, og sagði fréttaflutning af málinu vera „brenglaðan“. „Ég vil fá að vita hver það er sem gaf uppljóstraranum þessar upplýsingar vegna þess að sá hinn sami er ansi nálægt því að vera njósnari,“ sagði Trump og hélt áfram. „Þið vitið hvað var gert við njósnara í gamla þegar við vorum aðeins klárari þegar kom að njósnum og landráðum?“ Við gerðum hlutina aðeins öðruvísi en við gerum í dag,“ sagði Trump. Samkvæmt uppljóstraranum fékk hann upplýsingarnar sem um ræðir frá nokkrum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Um 50 starfsmen fastanefndarinnar og fjölskyldur þeirra voru viðstaddir þegar Trump lét ummælin falla. Í frétt Times segir að sumum hafi brugðið við ummælin, en aðrir hafi hlegið. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Kelly Knight Craft, var viðstödd.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00
Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21