Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2019 11:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðar frumvarp vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. vísir/vilhelm Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eins og fjallað hefur verið um skilaði ríkislögmaður inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, og er bótakröfum hans upp á rúman milljarð króna hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Í óundirbúnum fyrirspurnum sagði Katrín frá því að á morgun hyggst hún leggja fyrir ríkisstjórnina frumvarp sem hún mun svo mæla fyrir á Alþingi um heimild til bótagreiðslna til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar. Sagði Katrín að hún hefði kosið að samkomulag lægi fyrir en í ljósi umræðunnar þætti henni þessi leið hreinlegust og heiðarlegust. „Ég taldi hins vegar rétt í ljósi umræðunnar nú að það væri hreinlegast og heiðarlegast, í ljósi þess líka að margt virðist vera á huldu í opinberri umræðu, að Alþingi fengi bara frumvarp þar sem málið væri rakið frá upphafi til enda og Alþingi gæti þá tekið afstöðu til þess sem þar er lagt til samhliða því að haldið verði áfram sáttaumleitan. Það fannst mér hreinlegasta leiðin í þessu máli og þá leggjum við öll spil á borðið um þann grundvöll sem sáttanefndin vann samkvæmt. Það er ástæðan fyrir því að ég kem með þetta núna,“ sagði Katrín.Vill láta endurskoða vinnulagið í kringum greinargerðir ríkislögmanns Þá kom fram í svari hennar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, að hún hefði ekki séð greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns en greinargerðin er vægast sagt umdeild. Hefur henni meðal annars verið lýst sem „ómanneskjulegri“ og „lögfræðilega ótækri“ af Páli Rúnar M. Kristjánssyni, lögmanni. Var greinargerðin send til kynningar í þremur ráðuneytum, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sagði Katrín að greinargerðin hefði ekki verið kynnt ráðherrunum sérstaklega. „Hún var ekki kynnt mér sérstaklega og ég las hana ekki,“ sagði Katrín. Þá svaraði hún því ekki beint, þrátt fyrir að vera ítrekað spurð að út í það, hvort hún væri sammála greinargerðinni heldur vísaði í það vinnulag sem hefur tíðkast varðandi greinargerðir ríkislögmanns. „Hér hefur vinnulagið verið með þeim hætti að ríkislögmaður hefur skilað inn greinargerðum og þær hafa yfirleitt ekki farið inn á borð ráðherra. Þannig er það bara. Það hefur verið vinnulagið og það er það sem ég vil láta endurskoða, þvert í Stjórnarráðinu með almennum hætti, ekki til þess að ráðherrar hafi pólitísk afskipti af dómsmálum, um það snýst ekki málið, heldur til þess að við uppfyllum það sem hefur verið gagnrýnt af hálfu umboðsmanns Alþingis að sé ekki, að framkvæmdarvaldið sé meðvitað um það hverju sinni til hvaða varna ríkislögmaður grípur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og það þykir mér leitt en ég sé enga ástæðu til að fela neitt í þeim málum,“ sagði Katrín. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eins og fjallað hefur verið um skilaði ríkislögmaður inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, og er bótakröfum hans upp á rúman milljarð króna hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Í óundirbúnum fyrirspurnum sagði Katrín frá því að á morgun hyggst hún leggja fyrir ríkisstjórnina frumvarp sem hún mun svo mæla fyrir á Alþingi um heimild til bótagreiðslna til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar. Sagði Katrín að hún hefði kosið að samkomulag lægi fyrir en í ljósi umræðunnar þætti henni þessi leið hreinlegust og heiðarlegust. „Ég taldi hins vegar rétt í ljósi umræðunnar nú að það væri hreinlegast og heiðarlegast, í ljósi þess líka að margt virðist vera á huldu í opinberri umræðu, að Alþingi fengi bara frumvarp þar sem málið væri rakið frá upphafi til enda og Alþingi gæti þá tekið afstöðu til þess sem þar er lagt til samhliða því að haldið verði áfram sáttaumleitan. Það fannst mér hreinlegasta leiðin í þessu máli og þá leggjum við öll spil á borðið um þann grundvöll sem sáttanefndin vann samkvæmt. Það er ástæðan fyrir því að ég kem með þetta núna,“ sagði Katrín.Vill láta endurskoða vinnulagið í kringum greinargerðir ríkislögmanns Þá kom fram í svari hennar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, að hún hefði ekki séð greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns en greinargerðin er vægast sagt umdeild. Hefur henni meðal annars verið lýst sem „ómanneskjulegri“ og „lögfræðilega ótækri“ af Páli Rúnar M. Kristjánssyni, lögmanni. Var greinargerðin send til kynningar í þremur ráðuneytum, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sagði Katrín að greinargerðin hefði ekki verið kynnt ráðherrunum sérstaklega. „Hún var ekki kynnt mér sérstaklega og ég las hana ekki,“ sagði Katrín. Þá svaraði hún því ekki beint, þrátt fyrir að vera ítrekað spurð að út í það, hvort hún væri sammála greinargerðinni heldur vísaði í það vinnulag sem hefur tíðkast varðandi greinargerðir ríkislögmanns. „Hér hefur vinnulagið verið með þeim hætti að ríkislögmaður hefur skilað inn greinargerðum og þær hafa yfirleitt ekki farið inn á borð ráðherra. Þannig er það bara. Það hefur verið vinnulagið og það er það sem ég vil láta endurskoða, þvert í Stjórnarráðinu með almennum hætti, ekki til þess að ráðherrar hafi pólitísk afskipti af dómsmálum, um það snýst ekki málið, heldur til þess að við uppfyllum það sem hefur verið gagnrýnt af hálfu umboðsmanns Alþingis að sé ekki, að framkvæmdarvaldið sé meðvitað um það hverju sinni til hvaða varna ríkislögmaður grípur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og það þykir mér leitt en ég sé enga ástæðu til að fela neitt í þeim málum,“ sagði Katrín.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03