Sagði að besta leiðin til að heiðra minningu látinnar þingkonu væri að „klára Brexit“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2019 22:09 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sést hér til vinstri á mynd. Mynd af Jo Cox þingkonu Verkamannaflokksins, sem var myrt árið 2016, sést til hægri. Mynd/Samsett Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að besta leiðin til að heiðra minningu þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var árið 2016, sé að sigla Brexit í höfn. Þetta kom fram í máli Johnsons þegar hann kom fyrir neðri deild breska þingsins í kvöld. Breska þingið kom saman í fyrsta skipti í dag eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Johnson-stjórnarinnar um að fresta þingfundum þann 9. september síðastliðin hafi verið ólögmæt. Johnson ávarpaði jafnframt þingið í fyrsta sinn í kvöld eftir úrskurð hæstaréttar. Hann var ítrekað gagnrýndur fyrir orðalag sem hann hefur haft uppi í tengslum við Brexit. Þannig beindi Tracey Brabin, þingkona breska Verkamannaflokksins, því til Johnsons að með orðalagi sínu ýjaði hann að því að andstæðingar hans væru „föðurlandssvikarar“ vegna þess að þeir væru ekki sammála honum. Brabin hvatti Johnson til að gæta orða sinna og nefndi í því samhengi morðið á áðurnefndri Jo Cox, þingkonu Verkamannaflokksins, sem myrt var þann 16. júní 2016, viku áður en atkvæðagreiðsla um Brexit fór fram. Johnson svaraði Brabin um hæl. „Besta leiðin til að heiðra minningu Jo Cox og, raunar, besta leiðin til að sameina þjóðina væri, að ég held, að klára Brexit.“Hér að neðan má sjá myndband Sky News af orðaskiptunum.Tracey Brabin, who succeeded murdered Jo Cox as MP for Batley and Spen, calls on the PM to "moderate his language so that we will all feel secure when we're going about our jobs".Boris Johnson replies: "The best way to honour the memory of Jo Cox...would be to get Brexit done". pic.twitter.com/JhdXOuLGzH— Sky News (@SkyNews) September 25, 2019 Cox barðist fyrir því á sínum tíma að Bretland yrði áfram aðildarríki að Evrópusambandinu. Þá var haft eftir vitnum að árásinni að skömmu áður en árásarmaðurinn hafi látið til skarar skríða hafi hann öskrað: „Bretland fyrst!“. Brendan Cox, ekkill Jo Cox, lýsti yfir óánægju með tíst forsætisráðherrann í tísti sem sá fyrrnefndi birti í kvöld. „Er hálfóglatt yfir því að nafn Jo skuli vera notað á þennan hátt. Það besta sem við (sama hvar við stöndum í stjórnmálum) getum gert er að verja gildi okkar af ástríðu og staðfestu. En aldrei að skrímslavæða andstæðingana og ríghalda í það sem við eigum sameiginlegt.“Feel a bit sick at Jo's name being used in this way. The best way to honour Jo is for all of us (no matter our views) to stand up for what we believe in, passionately and with determination. But never to demonise the other side and always hold onto what we have in common.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) September 25, 2019 Þá hafa andstæðingar Johnsons keppst við að gagnrýna ummælin á samfélagsmiðlum, þar á meðal þingkonurnar Jess Philips og Jo Swinson, auk Nicolu Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands.As of tonight, there's a gaping moral vacuum where the office of Prime Minister used to be. I didn't know Jo Cox but I'm certain this man is not fit to speak her name. https://t.co/fg4FlbhP5x— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 25, 2019 This Prime Minister is a disgrace.@paulasherriff made heartfelt plea for him to stop using inflammatory words like "surrender". She pointed at the plaque for murdered MP Jo Cox, and regular death threats MPs face, quoting such language. Johnson said "humbug". Utter disgrace.— Jo Swinson (@joswinson) September 25, 2019 I get death threats and still I stand up, I don't surrender to fear & aggression. I don't surrender to lowest common denominator of fear to votes. I don't surrender to bullies who call me names. It is not I who have surrendered it is Boris Johnson he has surrendered his dignity.— Jess Phillips Esq., M.P. (@jessphillips) September 25, 2019 Johnson stefnir á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu þann 31. október næstkomandi. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frest. Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um Brexit Breska þingið kom aftur saman í dag eftir að frestun þingfunda var úrskurðuð ólögmæt. 25. september 2019 19:00 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Mælti fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 25. september 2019 19:45 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að besta leiðin til að heiðra minningu þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var árið 2016, sé að sigla Brexit í höfn. Þetta kom fram í máli Johnsons þegar hann kom fyrir neðri deild breska þingsins í kvöld. Breska þingið kom saman í fyrsta skipti í dag eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Johnson-stjórnarinnar um að fresta þingfundum þann 9. september síðastliðin hafi verið ólögmæt. Johnson ávarpaði jafnframt þingið í fyrsta sinn í kvöld eftir úrskurð hæstaréttar. Hann var ítrekað gagnrýndur fyrir orðalag sem hann hefur haft uppi í tengslum við Brexit. Þannig beindi Tracey Brabin, þingkona breska Verkamannaflokksins, því til Johnsons að með orðalagi sínu ýjaði hann að því að andstæðingar hans væru „föðurlandssvikarar“ vegna þess að þeir væru ekki sammála honum. Brabin hvatti Johnson til að gæta orða sinna og nefndi í því samhengi morðið á áðurnefndri Jo Cox, þingkonu Verkamannaflokksins, sem myrt var þann 16. júní 2016, viku áður en atkvæðagreiðsla um Brexit fór fram. Johnson svaraði Brabin um hæl. „Besta leiðin til að heiðra minningu Jo Cox og, raunar, besta leiðin til að sameina þjóðina væri, að ég held, að klára Brexit.“Hér að neðan má sjá myndband Sky News af orðaskiptunum.Tracey Brabin, who succeeded murdered Jo Cox as MP for Batley and Spen, calls on the PM to "moderate his language so that we will all feel secure when we're going about our jobs".Boris Johnson replies: "The best way to honour the memory of Jo Cox...would be to get Brexit done". pic.twitter.com/JhdXOuLGzH— Sky News (@SkyNews) September 25, 2019 Cox barðist fyrir því á sínum tíma að Bretland yrði áfram aðildarríki að Evrópusambandinu. Þá var haft eftir vitnum að árásinni að skömmu áður en árásarmaðurinn hafi látið til skarar skríða hafi hann öskrað: „Bretland fyrst!“. Brendan Cox, ekkill Jo Cox, lýsti yfir óánægju með tíst forsætisráðherrann í tísti sem sá fyrrnefndi birti í kvöld. „Er hálfóglatt yfir því að nafn Jo skuli vera notað á þennan hátt. Það besta sem við (sama hvar við stöndum í stjórnmálum) getum gert er að verja gildi okkar af ástríðu og staðfestu. En aldrei að skrímslavæða andstæðingana og ríghalda í það sem við eigum sameiginlegt.“Feel a bit sick at Jo's name being used in this way. The best way to honour Jo is for all of us (no matter our views) to stand up for what we believe in, passionately and with determination. But never to demonise the other side and always hold onto what we have in common.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) September 25, 2019 Þá hafa andstæðingar Johnsons keppst við að gagnrýna ummælin á samfélagsmiðlum, þar á meðal þingkonurnar Jess Philips og Jo Swinson, auk Nicolu Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands.As of tonight, there's a gaping moral vacuum where the office of Prime Minister used to be. I didn't know Jo Cox but I'm certain this man is not fit to speak her name. https://t.co/fg4FlbhP5x— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 25, 2019 This Prime Minister is a disgrace.@paulasherriff made heartfelt plea for him to stop using inflammatory words like "surrender". She pointed at the plaque for murdered MP Jo Cox, and regular death threats MPs face, quoting such language. Johnson said "humbug". Utter disgrace.— Jo Swinson (@joswinson) September 25, 2019 I get death threats and still I stand up, I don't surrender to fear & aggression. I don't surrender to lowest common denominator of fear to votes. I don't surrender to bullies who call me names. It is not I who have surrendered it is Boris Johnson he has surrendered his dignity.— Jess Phillips Esq., M.P. (@jessphillips) September 25, 2019 Johnson stefnir á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu þann 31. október næstkomandi. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frest.
Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um Brexit Breska þingið kom aftur saman í dag eftir að frestun þingfunda var úrskurðuð ólögmæt. 25. september 2019 19:00 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Mælti fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 25. september 2019 19:45 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um Brexit Breska þingið kom aftur saman í dag eftir að frestun þingfunda var úrskurðuð ólögmæt. 25. september 2019 19:00
Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12
Mælti fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 25. september 2019 19:45