Geimfararnir eru nú á sporbraut um jörðina en munu tengjast geimstöðinni í kvöld. Almansoori mun þó ekki vera lengi um borð í geimstöðinni en hann er einn þeirra sem snýr aftur til jarðarinnar í næsta mánuði. Auk hans snúa þeir Nick Hague og Alexey Ocvhinin aftur. Bæði Hague og Ocvhinin munu þá hafa verið í rúmlega 200 daga í geimnum.
Áhafnarmeðlimirnir munu halda áfram að vinna að hundruð tilrauna og viðhalda geimstöðinni.
Hér á vef NASA má finna ýmsar upplýsingar um geimstöðina, áhöfn hennar og skoða myndir og myndbönd. Hér að neðan má svo sjá mynd sem Christina Koch tók úr geimstöðinni í dag.
What it looks like from @Space_Station when your best friend achieves her lifelong dream to go to space. Caught the second stage in progress! We can't wait to welcome you onboard, crew of Soyuz 61! pic.twitter.com/Ws7tInY58P
— Christina H Koch (@Astro_Christina) September 25, 2019