Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 12:31 Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember. Vísir/Ernir Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti upp á rúmlega sextíu milljónir króna. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ríkisútvarpið greinir frá og vísar í greinargerð með ákæru héraðssaksóknara þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnasmygli frá Póllandi og peningaþvætti ásamt konu sinni. Farið hafi verið í gegnum skattframtöl hjónanna og ljóst að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun. Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna. Í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst og var birt á vef dómstólaráðuneytisins nýlega er fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Frægt er á sínum tíma þegar Franklín Steiner, sem sakaður var og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, útskýrði háar tekjur sínar með heppni sinni í spilakössum.Skýrasta dæmi Íslandssögunnar um skipulagða brotastarfsemi Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, sagði í desember 2017, þegar Euromarket-málið kom upp að um væri að ræða skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem sést hefði hér á landi. Fíkniefnaþátturinn væri einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Sá angi málsins sem fjallað er um hér að ofan er sá fyrsti sem kemur til meðferðar hjá dómstólum. Aðrir angar eru til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglu en samkvæmt upplýsingum Vísis er rannsóknin vel á veg komin. Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti upp á rúmlega sextíu milljónir króna. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ríkisútvarpið greinir frá og vísar í greinargerð með ákæru héraðssaksóknara þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnasmygli frá Póllandi og peningaþvætti ásamt konu sinni. Farið hafi verið í gegnum skattframtöl hjónanna og ljóst að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun. Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna. Í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst og var birt á vef dómstólaráðuneytisins nýlega er fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Frægt er á sínum tíma þegar Franklín Steiner, sem sakaður var og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, útskýrði háar tekjur sínar með heppni sinni í spilakössum.Skýrasta dæmi Íslandssögunnar um skipulagða brotastarfsemi Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, sagði í desember 2017, þegar Euromarket-málið kom upp að um væri að ræða skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem sést hefði hér á landi. Fíkniefnaþátturinn væri einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Sá angi málsins sem fjallað er um hér að ofan er sá fyrsti sem kemur til meðferðar hjá dómstólum. Aðrir angar eru til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglu en samkvæmt upplýsingum Vísis er rannsóknin vel á veg komin.
Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira