Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 17:24 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm „Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ Þetta kom fram í máli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Mörgum brá í brún þegar heyrðist af gagnkröfu ríkislögmanns í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af þeim sem sátu í fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins,“ sagði Logi. Vísaði hann til greinargerðar ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur.Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Logi sagði óheppilegt að hvorki forsætis-, fjármála-, né dómsmálaráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartímanum og því beindi hann fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Eins og alþjóð veit var hann [Guðjón Skarphéðinsson] ásamt öðrum sem dæmdir höfðu verið sýknaður af Hæstarétti Íslands af þeim glæpum sem þeir höfðu liðið gríðarlegar þjáningar fyrir, bæði í hræðilega langri einangrun og í varðhaldi og með afplánun langra dóma,“ sagði Logi. „Sama ríki sem hafði krafist þess að þeir yrðu sýknaðir við endurupptöku málsins, hafði viðurkennt bótarétt og beðið Guðjón afsökunar neitar nú ekki aðeins bótaskyldu heldur leggur í þokkabót til að Guðjón greiði málskostnað,“ sagði Logi hneykslaður í pontu Alþingis. Spurði hann Sigurð Inga meðal annars hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið. „Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fara fram á sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar, sanngirni gagnvart borgurum landsins?“ spurði Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmÍ svari sínu ítrekaði Sigurður Ingi að málið heyrði vissulega ekki undir hans ráðuneyti og að ríkislögmaður færi með málið af hálfu ríkisins. „Það er einlægur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sátt í þessu máli og öll framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti: að setja á laggirnar sáttanefnd, viðurkenna augljóslega hið augljósa, hversu mikið ranglæti var framið gagnvart fólki hér fyrir rúmum 30-40 árum síðan. Þá var því miður málið tekið upp hér á Alþingi á mjög óheppilegan hátt og ég vona að við séum ekki að fara þangað aftur háttvirtur þingmaður,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu við fyrirspurn Loga. Málið sé í ferli og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd stjórnvalda. „Ef að það væri hægt að leysa þetta mál með einhverjum öðrum hætti þá myndi ég svo gjarnan vilja taka þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi enn fremur. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ Þetta kom fram í máli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Mörgum brá í brún þegar heyrðist af gagnkröfu ríkislögmanns í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af þeim sem sátu í fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins,“ sagði Logi. Vísaði hann til greinargerðar ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur.Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Logi sagði óheppilegt að hvorki forsætis-, fjármála-, né dómsmálaráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartímanum og því beindi hann fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Eins og alþjóð veit var hann [Guðjón Skarphéðinsson] ásamt öðrum sem dæmdir höfðu verið sýknaður af Hæstarétti Íslands af þeim glæpum sem þeir höfðu liðið gríðarlegar þjáningar fyrir, bæði í hræðilega langri einangrun og í varðhaldi og með afplánun langra dóma,“ sagði Logi. „Sama ríki sem hafði krafist þess að þeir yrðu sýknaðir við endurupptöku málsins, hafði viðurkennt bótarétt og beðið Guðjón afsökunar neitar nú ekki aðeins bótaskyldu heldur leggur í þokkabót til að Guðjón greiði málskostnað,“ sagði Logi hneykslaður í pontu Alþingis. Spurði hann Sigurð Inga meðal annars hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið. „Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fara fram á sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar, sanngirni gagnvart borgurum landsins?“ spurði Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmÍ svari sínu ítrekaði Sigurður Ingi að málið heyrði vissulega ekki undir hans ráðuneyti og að ríkislögmaður færi með málið af hálfu ríkisins. „Það er einlægur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sátt í þessu máli og öll framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti: að setja á laggirnar sáttanefnd, viðurkenna augljóslega hið augljósa, hversu mikið ranglæti var framið gagnvart fólki hér fyrir rúmum 30-40 árum síðan. Þá var því miður málið tekið upp hér á Alþingi á mjög óheppilegan hátt og ég vona að við séum ekki að fara þangað aftur háttvirtur þingmaður,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu við fyrirspurn Loga. Málið sé í ferli og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd stjórnvalda. „Ef að það væri hægt að leysa þetta mál með einhverjum öðrum hætti þá myndi ég svo gjarnan vilja taka þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi enn fremur.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira