Tapaði veðmáli við norska boltastjörnu Björn Þorfinnsson skrifar 23. september 2019 06:00 Fannar Þór Heiðuson kemur í mark í hálfmaraþoni í Osló. Aðsend mynd Nítján ára gamall Íslendingur, Fannar Þór Heiðuson, náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Hljóp hann vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki. Mesta athygli vakti þó klæðnaður Fannars en hann hljóp íklæddur svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa. Fannar Þór hefur búið í Noregi síðan árið 2010 og er efnilegur íþróttamaður. Hann leggur aðaláherslu á æfingar og keppni í þríþraut og það var á slíku móti sem hann kynntist handboltakappanum Frank Løke. Frank er nokkuð þekktur í Noregi fyrir afrek sín með norska landsliðinu á árum áður auk þess sem hann er reglulegur gestur í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla athygli vakti þegar Frank dansaði í áðurnefndri Borat-skýlu í raunveruleikaþættinum „Skal vi danse“ á síðasta ári og það var sú fræga pjatla sem Fannar þurfti að klæðast í hlaupinu um helgina. „Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar. Svo fór að hann varð 14 mínútum og 36 sekúndum á undan Frank í mark og þar með var ljóst að veðmálið var tapað. „Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram,“ segir Fannar. Hann segir að það hafi verið frekar óþægilegt að hlaupa svo langt hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir Fannar og skellihlær. Eftir hlaupið skilaði hann Frank svo skýlunni en þarf þó fljótlega að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo kokhraustur að ég gerði við hann annað veðmál um að ef ég hlypi á innan við einni klukkustund og korteri þá þyrfti hann að hlaupa maraþon í skýlunni. Ef það tækist ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég tapaði því veðmáli og ég þarf því að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd á næsta ári,“ segir Fannar. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Nítján ára gamall Íslendingur, Fannar Þór Heiðuson, náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Hljóp hann vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki. Mesta athygli vakti þó klæðnaður Fannars en hann hljóp íklæddur svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa. Fannar Þór hefur búið í Noregi síðan árið 2010 og er efnilegur íþróttamaður. Hann leggur aðaláherslu á æfingar og keppni í þríþraut og það var á slíku móti sem hann kynntist handboltakappanum Frank Løke. Frank er nokkuð þekktur í Noregi fyrir afrek sín með norska landsliðinu á árum áður auk þess sem hann er reglulegur gestur í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla athygli vakti þegar Frank dansaði í áðurnefndri Borat-skýlu í raunveruleikaþættinum „Skal vi danse“ á síðasta ári og það var sú fræga pjatla sem Fannar þurfti að klæðast í hlaupinu um helgina. „Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar. Svo fór að hann varð 14 mínútum og 36 sekúndum á undan Frank í mark og þar með var ljóst að veðmálið var tapað. „Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram,“ segir Fannar. Hann segir að það hafi verið frekar óþægilegt að hlaupa svo langt hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir Fannar og skellihlær. Eftir hlaupið skilaði hann Frank svo skýlunni en þarf þó fljótlega að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo kokhraustur að ég gerði við hann annað veðmál um að ef ég hlypi á innan við einni klukkustund og korteri þá þyrfti hann að hlaupa maraþon í skýlunni. Ef það tækist ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég tapaði því veðmáli og ég þarf því að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd á næsta ári,“ segir Fannar.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira