Bíllausa gangan haldin í dag: „Allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 09:45 Björn Hákon Sveinsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. FBL/Anton Brink „Það eru allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi og fagna fjölbreyttum ferðamátum,“ segir Björn H. Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl sem standa fyrir Bíllausu göngunni til að fagna bíllausa deginum, sem er í dag. Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan. Gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Haldið verður niður Miklubraut og endar gangan á Lækjartorgi þar sem heljarinnar dagskrá hefur verið skipulögð.Sjá einnig: Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsinsÍ samtali við Vísi segist Björn vera nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem sambærileg skrúðganga er haldin á Íslandi, en fyrirmyndin er sótt erlendis frá. „Bíllausi dagurinn er haldinn um alla Evrópu og er rosalega stór í mörgum borgum. Þar er stórum svæðum lokað og opnað fyrir fólk. Þar er alls konar skipulag. Fólk er með líkamsræktartíma úti á götu, fer í lautarferðir og það eru skrúðgöngur og alls konar,“ segir Björn.Hjólaleigan Donkey Republic mun bjóða upp á 30 hjól sem fólk getur prófað í göngunni.ReykjavíkurborgHlóðlátir ferðamátar velkomnir Helsta fyrirmyndin er nýleg skrúðganga sem haldin var erlendis þar sem rafmagnsfarartækjum var gert hátt undr höfði. „Okkur langaði að gera eitthvað svipað en leyfa samt öllum að vera með, ekki bara þá sem eru á raftækjum,“ segir Björn. Þau sem eru gangandi, hlaupandi, á hlaupabretti, hjólaskautum, hjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum, nytjahjólum, burðarhjólum, hjólastólum og léttum bifhjól eru boðin innilega velkomin í gönguna. Einkabíllinn er hins vegar ekki velkominn í gönguna sjálfa, en þeir sem ferðast alla umjafna á slíkum bílum eru velkomnir. „Við erum að miða á hljóðláta ferðamáta þannig að mótorhjól eru kannski ekki beint velkomin heldur,“ segir Björn.Strætó tekur þátt í göngunni.Vísir/vilhelmSérstök upplifun að ganga eða hjóla á hraðbraut Markmið göngunnar er margþætt en Björn nefnir tvo þætti til sögunnar aðspurður um helstu markmið hennar. „Okkur langar bara að sýna fjölbreytileikann í samgöngumátum. Hvað er komið á markað í dag, hverjir möguleikarnir eru. Svo náttúrulega ef við fáum fólk á svæðið þá sýnum við hversu þéttleiki er í öðrum samgöngumátum, hversu margt fólkið kemst fyrir á svæðinu miðað við í einkabílnum,“ segir Björn. „Einnig að leyfa fólki að upplifa göturýmið öðruvísi. Það er náttúrulega svolítið öðruvísi upplifun og sérstök að vera úti á hraðbraut, gangandi og hjólandi,“ segir Björn. Gangan hefst sem fyrr segir klukkan 12.30 við Klambratún á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar en nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast hér. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
„Það eru allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi og fagna fjölbreyttum ferðamátum,“ segir Björn H. Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl sem standa fyrir Bíllausu göngunni til að fagna bíllausa deginum, sem er í dag. Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan. Gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Haldið verður niður Miklubraut og endar gangan á Lækjartorgi þar sem heljarinnar dagskrá hefur verið skipulögð.Sjá einnig: Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsinsÍ samtali við Vísi segist Björn vera nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem sambærileg skrúðganga er haldin á Íslandi, en fyrirmyndin er sótt erlendis frá. „Bíllausi dagurinn er haldinn um alla Evrópu og er rosalega stór í mörgum borgum. Þar er stórum svæðum lokað og opnað fyrir fólk. Þar er alls konar skipulag. Fólk er með líkamsræktartíma úti á götu, fer í lautarferðir og það eru skrúðgöngur og alls konar,“ segir Björn.Hjólaleigan Donkey Republic mun bjóða upp á 30 hjól sem fólk getur prófað í göngunni.ReykjavíkurborgHlóðlátir ferðamátar velkomnir Helsta fyrirmyndin er nýleg skrúðganga sem haldin var erlendis þar sem rafmagnsfarartækjum var gert hátt undr höfði. „Okkur langaði að gera eitthvað svipað en leyfa samt öllum að vera með, ekki bara þá sem eru á raftækjum,“ segir Björn. Þau sem eru gangandi, hlaupandi, á hlaupabretti, hjólaskautum, hjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum, nytjahjólum, burðarhjólum, hjólastólum og léttum bifhjól eru boðin innilega velkomin í gönguna. Einkabíllinn er hins vegar ekki velkominn í gönguna sjálfa, en þeir sem ferðast alla umjafna á slíkum bílum eru velkomnir. „Við erum að miða á hljóðláta ferðamáta þannig að mótorhjól eru kannski ekki beint velkomin heldur,“ segir Björn.Strætó tekur þátt í göngunni.Vísir/vilhelmSérstök upplifun að ganga eða hjóla á hraðbraut Markmið göngunnar er margþætt en Björn nefnir tvo þætti til sögunnar aðspurður um helstu markmið hennar. „Okkur langar bara að sýna fjölbreytileikann í samgöngumátum. Hvað er komið á markað í dag, hverjir möguleikarnir eru. Svo náttúrulega ef við fáum fólk á svæðið þá sýnum við hversu þéttleiki er í öðrum samgöngumátum, hversu margt fólkið kemst fyrir á svæðinu miðað við í einkabílnum,“ segir Björn. „Einnig að leyfa fólki að upplifa göturýmið öðruvísi. Það er náttúrulega svolítið öðruvísi upplifun og sérstök að vera úti á hraðbraut, gangandi og hjólandi,“ segir Björn. Gangan hefst sem fyrr segir klukkan 12.30 við Klambratún á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar en nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast hér.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent