Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 13:46 Feðgarnir Árni Gils og Hjalti Úrsus áður en aðalmeðferðin hófst á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Dómari í máli Árna Gils Hjaltasonar sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps féllst á kröfu saksóknara um að þinghald skyldi vera lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni um átök hans og annars manns við Leifasjoppu í dag. Konan var sögð óttaslegin og að viðvera fólks í salnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Árni og verjandi hans fengu að vera viðstaddir vitnisburð konunnar en föður Árna og systur, blaðamanni Vísis og öðrum áhlýðendum var vísað úr dómsal samkvæmt ákvörðun Barböru Björnsdóttur, dómara. Málið varðar átök Árna við mann við Leifasjoppu í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði og var Árni ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þess. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota en Hæstiréttur vísaði hnífstungumálinu aftur heim í hérað í desember árið 2017. Það er nú tekið fyrir af fjölskipuðum héraðsdómi. Konan sem bar vitni í dag var þáverandi vinkona Árna en í framburði hans á þriðjudag kom fram að þau hefði einnig átt í kynferðislegu sambandi. Þau væru ekki vinir lengur eftir atvikið. Árni var að skila bíl konunnar til hennar við Leifasjoppu þegar í brýnu sló á milli hans og manns sem var með konunni. Vitni sem komu fyrir dóminn á þriðjudag sögðu að konan hefði beðið manninn sem varð fyrir stungusári um að fylgja sér til móts við Árna þar sem hún óttaðist hann í því ástandi sem hann væri þá í. Maðurinn fullyrti fyrir dómnum á þriðjudag að Árni hefði ráðist á hann. Þegar hann hafi ætlað að standa upp hafi hann fundið mikið högg aftan á höfðinu. Þegar hann sneri sér við hafi Árni staðið með hnífinn í hendinni. Árni hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði sjálfur komið með hnífinn og ógnað sér. Hann hafi þurft að verja líf sitt og yfirbuga manninn. Þeir hafi fallið í jörðina en hann hafi ekki orðið var við að blætt hafi úr manninum. Maðurinn útilokaði það ekki fyrir dómi að hnífurinn hefði verið í buxunum hans og dottið úr þeim í átökunum. Fleiri vitni báru um að hann hefði farið með hnífinn út til móts við Árna. Á meðal annarra vitna sem eiga að koma fyrir dóminn í dag er maður sem Árni viðurkenndi í fyrsta skipti á þriðjudag að hafa lent í átökum við fyrr um kvöldið sem árásin átti sér stað. Bar hann vitni um að hafa þurft að verja sig með hafnaboltakylfu fyrir manninum sem var vopnaður hnífi. Það hafi verið vegna ágreinings þar sem Árni taldi manninn hafa stolið frá sér. Maðurinn sem hlaut stungusárið við Leifasjoppu sagðist aftur á móti hafa heyrt frá manninum sem Árni átti í átökum við að Árni hafi ráðist aftan að honum á heimili móður mannsins. Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 „Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikningarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Dómari í máli Árna Gils Hjaltasonar sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps féllst á kröfu saksóknara um að þinghald skyldi vera lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni um átök hans og annars manns við Leifasjoppu í dag. Konan var sögð óttaslegin og að viðvera fólks í salnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Árni og verjandi hans fengu að vera viðstaddir vitnisburð konunnar en föður Árna og systur, blaðamanni Vísis og öðrum áhlýðendum var vísað úr dómsal samkvæmt ákvörðun Barböru Björnsdóttur, dómara. Málið varðar átök Árna við mann við Leifasjoppu í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði og var Árni ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þess. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota en Hæstiréttur vísaði hnífstungumálinu aftur heim í hérað í desember árið 2017. Það er nú tekið fyrir af fjölskipuðum héraðsdómi. Konan sem bar vitni í dag var þáverandi vinkona Árna en í framburði hans á þriðjudag kom fram að þau hefði einnig átt í kynferðislegu sambandi. Þau væru ekki vinir lengur eftir atvikið. Árni var að skila bíl konunnar til hennar við Leifasjoppu þegar í brýnu sló á milli hans og manns sem var með konunni. Vitni sem komu fyrir dóminn á þriðjudag sögðu að konan hefði beðið manninn sem varð fyrir stungusári um að fylgja sér til móts við Árna þar sem hún óttaðist hann í því ástandi sem hann væri þá í. Maðurinn fullyrti fyrir dómnum á þriðjudag að Árni hefði ráðist á hann. Þegar hann hafi ætlað að standa upp hafi hann fundið mikið högg aftan á höfðinu. Þegar hann sneri sér við hafi Árni staðið með hnífinn í hendinni. Árni hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði sjálfur komið með hnífinn og ógnað sér. Hann hafi þurft að verja líf sitt og yfirbuga manninn. Þeir hafi fallið í jörðina en hann hafi ekki orðið var við að blætt hafi úr manninum. Maðurinn útilokaði það ekki fyrir dómi að hnífurinn hefði verið í buxunum hans og dottið úr þeim í átökunum. Fleiri vitni báru um að hann hefði farið með hnífinn út til móts við Árna. Á meðal annarra vitna sem eiga að koma fyrir dóminn í dag er maður sem Árni viðurkenndi í fyrsta skipti á þriðjudag að hafa lent í átökum við fyrr um kvöldið sem árásin átti sér stað. Bar hann vitni um að hafa þurft að verja sig með hafnaboltakylfu fyrir manninum sem var vopnaður hnífi. Það hafi verið vegna ágreinings þar sem Árni taldi manninn hafa stolið frá sér. Maðurinn sem hlaut stungusárið við Leifasjoppu sagðist aftur á móti hafa heyrt frá manninum sem Árni átti í átökum við að Árni hafi ráðist aftan að honum á heimili móður mannsins.
Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 „Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikningarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
„Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59