Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. september 2019 06:15 Kveðinn var upp nýr dómur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í september í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Ríkið krefst sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Í þeim lögum sem giltu á áttunda áratugnum, þegar Geirfinnsmálið var til rannsóknar, var kveðið á um sex mánaða fyrningarfrest bótakrafna í kjölfar sýknudóms. Lögin sem ríkið vísar til eru löngu brottfallin en ríkið telur þau eiga að gilda um kröfur Guðjóns. Ekki er tekið mið af þeim sáttaviðræðum sem forsætisráðherra boðaði til strax í kjölfar uppkvaðningar dómsins í umfjöllun ríkisins um fyrningarfrestinn. Viðræðurnar stóðu fram á vor og lagði sáttanefnd forsætisráðherra fram tilboð um greiðslu fjárhæðar til Guðjóns 28. mars síðastliðinn en þá voru sex mánuðir liðnir frá uppkvaðningu dómsins 27. september 2018. Fjallað er nánar um starf sáttanefndarinnar á frettabladid.is í dag. Réttur til bóta var umtalsvert þrengri í þeim brottföllnu lögum sem ríkið telur að byggja eigi á og annars kveðið á um að bætur fyrir gæsluvarðhald mætti aðeins greiða ef sökunautur hefði ekki með vísvitandi og stórvægilega gáleysislegu ólögmætu framferði valdið þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á. Er í greinargerðinni vísað til fjölmargra ummæla Guðjóns meðan á rannsókn málsins stóð sem renna eiga stoðum undir ábyrgð Guðjóns sjálfs á aðgerðum rannsakenda.Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Fréttablaðið/EyþórAð mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu, um málsatvik sem þar eru rakin ítarlega „þar til það gagnstæða er sannað“. Sýknudómurinn frá 2018 hafi ekki vægi um annað en úrslit sakarefnis en í honum sé ekki fjallað um málsatvik heldur einungis vísað til kröfugerðar ákæruvaldsins. Að þessu sögðu eru færð rök fyrir því að þau gögn, sem aflað hefur verið á undanförnum árum til að styðja við endurupptöku og að lokum sýknu Guðjóns, geti ekki talist til sönnunargagna í málinu. Vísar ríkið meðal annars til „meints vanhæfis sérfræðiráðgjafa“ og á þar við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing en hann komst að þeirri niðurstöðu í sérfræðiáliti að játningar Guðjóns í málinu væru falskar. Úrskurður endurupptökunefndar í máli Guðjóns telur 922 blaðsíður og hefur meðal annars að geyma ítarlega útlistun á sönnunargildi og áreiðanleika játninga, aðstæðum í gæsluvarðhaldi og einangrun, lyfjagjöf, rannsóknar- og yfirheyrsluaðferðum, aðgengi að verjanda, greiningu á því hvort sönnunargögn hafi verið rangt metin og hvort verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Að mati ríkisins getur úrskurður nefndarinnar ekki gengið framar sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 sem sönnunargagn um málsatvik, enda hið síðarnefnda dómur. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir fullyrðingar ríkisins um sönnunargildi nýrra gagna og gildi sýknudómsins rangar. Hæstiréttur hafi í fyrra fallist á mat endurupptökunefndarinnar en í dómi Hæstaréttar segir: „Hvorki eru sérstakir annmarkar á málsmeðferð endurupptökunefndar né mati hennar á þýðingu nýrra gagna.“ Þá hafnar ríkið málsástæðum Guðjóns um ólögmætar rannsóknaraðferðir rannsakenda málsins og ómannúðlega meðferð sem hann mátti þola en til hennar var meðal annars vísað í afsökunarbeiðni forsætisráðherra í fyrra. Í greinargerð ríkisins segir um þetta: „Af hálfu stefnda [ríkisins] er öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla [...] hafnað, enda ósannaðar með öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Ríkið krefst sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Í þeim lögum sem giltu á áttunda áratugnum, þegar Geirfinnsmálið var til rannsóknar, var kveðið á um sex mánaða fyrningarfrest bótakrafna í kjölfar sýknudóms. Lögin sem ríkið vísar til eru löngu brottfallin en ríkið telur þau eiga að gilda um kröfur Guðjóns. Ekki er tekið mið af þeim sáttaviðræðum sem forsætisráðherra boðaði til strax í kjölfar uppkvaðningar dómsins í umfjöllun ríkisins um fyrningarfrestinn. Viðræðurnar stóðu fram á vor og lagði sáttanefnd forsætisráðherra fram tilboð um greiðslu fjárhæðar til Guðjóns 28. mars síðastliðinn en þá voru sex mánuðir liðnir frá uppkvaðningu dómsins 27. september 2018. Fjallað er nánar um starf sáttanefndarinnar á frettabladid.is í dag. Réttur til bóta var umtalsvert þrengri í þeim brottföllnu lögum sem ríkið telur að byggja eigi á og annars kveðið á um að bætur fyrir gæsluvarðhald mætti aðeins greiða ef sökunautur hefði ekki með vísvitandi og stórvægilega gáleysislegu ólögmætu framferði valdið þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á. Er í greinargerðinni vísað til fjölmargra ummæla Guðjóns meðan á rannsókn málsins stóð sem renna eiga stoðum undir ábyrgð Guðjóns sjálfs á aðgerðum rannsakenda.Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Fréttablaðið/EyþórAð mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu, um málsatvik sem þar eru rakin ítarlega „þar til það gagnstæða er sannað“. Sýknudómurinn frá 2018 hafi ekki vægi um annað en úrslit sakarefnis en í honum sé ekki fjallað um málsatvik heldur einungis vísað til kröfugerðar ákæruvaldsins. Að þessu sögðu eru færð rök fyrir því að þau gögn, sem aflað hefur verið á undanförnum árum til að styðja við endurupptöku og að lokum sýknu Guðjóns, geti ekki talist til sönnunargagna í málinu. Vísar ríkið meðal annars til „meints vanhæfis sérfræðiráðgjafa“ og á þar við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing en hann komst að þeirri niðurstöðu í sérfræðiáliti að játningar Guðjóns í málinu væru falskar. Úrskurður endurupptökunefndar í máli Guðjóns telur 922 blaðsíður og hefur meðal annars að geyma ítarlega útlistun á sönnunargildi og áreiðanleika játninga, aðstæðum í gæsluvarðhaldi og einangrun, lyfjagjöf, rannsóknar- og yfirheyrsluaðferðum, aðgengi að verjanda, greiningu á því hvort sönnunargögn hafi verið rangt metin og hvort verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Að mati ríkisins getur úrskurður nefndarinnar ekki gengið framar sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 sem sönnunargagn um málsatvik, enda hið síðarnefnda dómur. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir fullyrðingar ríkisins um sönnunargildi nýrra gagna og gildi sýknudómsins rangar. Hæstiréttur hafi í fyrra fallist á mat endurupptökunefndarinnar en í dómi Hæstaréttar segir: „Hvorki eru sérstakir annmarkar á málsmeðferð endurupptökunefndar né mati hennar á þýðingu nýrra gagna.“ Þá hafnar ríkið málsástæðum Guðjóns um ólögmætar rannsóknaraðferðir rannsakenda málsins og ómannúðlega meðferð sem hann mátti þola en til hennar var meðal annars vísað í afsökunarbeiðni forsætisráðherra í fyrra. Í greinargerð ríkisins segir um þetta: „Af hálfu stefnda [ríkisins] er öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla [...] hafnað, enda ósannaðar með öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira