Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2019 16:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarið vegna framkomu ríkisins við aðila málsins. Vísir/Vilhelm Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Viðleitni stjórnvalda til að ná heildarsátt við hina sýknuðu og afkomendur þeirra hefur enn ekki borið árangur. Einn þeirra, Guðjón Skarphéðinsson, hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að frumvarpið sé lagt fram til að taka af öll tvímæli um eindreginn sáttavilja ríkisstjórnar og Alþingis. Tillaga um 759 milljónir króna í bótagreiðslur hafi verið á borðinu þegar hlé varð á viðræðum ríkislögmanns við hina sýknuðu og afkomendur þeirra.Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra.Vísir/vilhelmGert ráð fyrir skattfrjálsum bótum Með dómi Hæstaréttar Íslands 27. september 2018 voru Kristján Viðar Júlíusson (áður Viðarsson), Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson sýknaðir af því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar 1974, Albert Klahn Skaftason af því að hafa tálmað rannsókn á brotinu og Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar og Sævar Marinó af því að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í nóvember 1974. Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru með dóminum og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru. Í frumvarpinu kemur fram að enda þótt fjármunir geti aldrei bætt það tjón sem hinn rangláti dómur hefur valdið hinum sýknuðu og fjölskyldum þeirra sé eigi að síður nauðsynlegt að ríkisvaldið greiði bætur sem hluta af uppgjöri og viðurkenningu á rangindum. Frumvarpið tryggir að sérstök lagaheimild standi að baki greiðslu bóta „með sanngirni og jafnræði gagnvart hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra að leiðarljósi“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Þá er gert ráð fyrir skattfrelsi bóta. Fram kemur í frumvarpinu að réttur aðila til að láta reyna á lögvarinn rétt sinn að öðru leyti fyrir dómi standi óhaggaður og þá komi bætur sem greiddar kunna að hafa verið samkvæmt lögunum til frádráttar. Gengið er út frá því að samhliða framlagningu frumvarpsins og meðferð þess á Alþingi haldi viðræður við aðila máls áfram með það að markmiði að leita samkomulags um fjárhæð bóta og önnur atriði sem lúta að samfélagslegu uppgjöri málsins. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að gengið sé út frá því að samhliða framlagningu frumvarpsins og meðferð þess á Alþingi haldi viðræður við aðila máls áfram til að leita samkomulags um fjárhæð bóta og önnur atriði sem lúta að uppgjöri vegna þessa máls.Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980.LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON759 milljónir krónur í heildarbætur Lagt er til að sami grundvöllur búi að baki greiðslum til fimm aðila alls, þ.e. til þriggja eftirlifandi málsaðila og maka og barna hinna tveggja látnu. Svigrúm þurfi þó að vera til staðar til að taka tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna. „Í þeim viðræðum sem settur ríkislögmaður hefur átt við aðila málsins hefur 700–800 millj. kr. heildarfjárhæð verið rædd. Sú fjárhæð kann þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samningaviðræðna,“ segir í greinagerðinni. Þegar hlé varð á viðræðum nefndarinnar og síðar setts ríkislögmanns við aðila málsins var gert ráð fyrir að greiðslur til hinna sýknuðu og eftirlifandi maka og barna þeirra næmu um 70–80 þús. kr. fyrir hvern dag sem viðkomandi var sviptur frelsi og náði það bæði til gæsluvarðhalds og afplánunar. Miðað var við að bætur skiptust með eftirfarandi hætti á milli aðila: 15 milljónir króna til Alberts Klahns Skaftasonar, 145 milljónir króna til Guðjóns Skarphéðinssonar, 204 milljónir króna til Kristjáns Viðars Júlíussonar, 171 milljón króna til Tryggva Rúnars Leifssonar og 224 milljónir króna til Sævars Marinós Ciesielskis. Samtals var um 759 milljónir króna að ræða. Að auki var gert ráð fyrir skattfrelsi bótanna enda yrðu lög sett um það efni.Frumvarpið og greinagerðina má lesa í heild hér. Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Viðleitni stjórnvalda til að ná heildarsátt við hina sýknuðu og afkomendur þeirra hefur enn ekki borið árangur. Einn þeirra, Guðjón Skarphéðinsson, hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að frumvarpið sé lagt fram til að taka af öll tvímæli um eindreginn sáttavilja ríkisstjórnar og Alþingis. Tillaga um 759 milljónir króna í bótagreiðslur hafi verið á borðinu þegar hlé varð á viðræðum ríkislögmanns við hina sýknuðu og afkomendur þeirra.Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra.Vísir/vilhelmGert ráð fyrir skattfrjálsum bótum Með dómi Hæstaréttar Íslands 27. september 2018 voru Kristján Viðar Júlíusson (áður Viðarsson), Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson sýknaðir af því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar 1974, Albert Klahn Skaftason af því að hafa tálmað rannsókn á brotinu og Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar og Sævar Marinó af því að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í nóvember 1974. Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru með dóminum og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru. Í frumvarpinu kemur fram að enda þótt fjármunir geti aldrei bætt það tjón sem hinn rangláti dómur hefur valdið hinum sýknuðu og fjölskyldum þeirra sé eigi að síður nauðsynlegt að ríkisvaldið greiði bætur sem hluta af uppgjöri og viðurkenningu á rangindum. Frumvarpið tryggir að sérstök lagaheimild standi að baki greiðslu bóta „með sanngirni og jafnræði gagnvart hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra að leiðarljósi“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Þá er gert ráð fyrir skattfrelsi bóta. Fram kemur í frumvarpinu að réttur aðila til að láta reyna á lögvarinn rétt sinn að öðru leyti fyrir dómi standi óhaggaður og þá komi bætur sem greiddar kunna að hafa verið samkvæmt lögunum til frádráttar. Gengið er út frá því að samhliða framlagningu frumvarpsins og meðferð þess á Alþingi haldi viðræður við aðila máls áfram með það að markmiði að leita samkomulags um fjárhæð bóta og önnur atriði sem lúta að samfélagslegu uppgjöri málsins. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að gengið sé út frá því að samhliða framlagningu frumvarpsins og meðferð þess á Alþingi haldi viðræður við aðila máls áfram til að leita samkomulags um fjárhæð bóta og önnur atriði sem lúta að uppgjöri vegna þessa máls.Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980.LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON759 milljónir krónur í heildarbætur Lagt er til að sami grundvöllur búi að baki greiðslum til fimm aðila alls, þ.e. til þriggja eftirlifandi málsaðila og maka og barna hinna tveggja látnu. Svigrúm þurfi þó að vera til staðar til að taka tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna. „Í þeim viðræðum sem settur ríkislögmaður hefur átt við aðila málsins hefur 700–800 millj. kr. heildarfjárhæð verið rædd. Sú fjárhæð kann þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samningaviðræðna,“ segir í greinagerðinni. Þegar hlé varð á viðræðum nefndarinnar og síðar setts ríkislögmanns við aðila málsins var gert ráð fyrir að greiðslur til hinna sýknuðu og eftirlifandi maka og barna þeirra næmu um 70–80 þús. kr. fyrir hvern dag sem viðkomandi var sviptur frelsi og náði það bæði til gæsluvarðhalds og afplánunar. Miðað var við að bætur skiptust með eftirfarandi hætti á milli aðila: 15 milljónir króna til Alberts Klahns Skaftasonar, 145 milljónir króna til Guðjóns Skarphéðinssonar, 204 milljónir króna til Kristjáns Viðars Júlíussonar, 171 milljón króna til Tryggva Rúnars Leifssonar og 224 milljónir króna til Sævars Marinós Ciesielskis. Samtals var um 759 milljónir króna að ræða. Að auki var gert ráð fyrir skattfrelsi bótanna enda yrðu lög sett um það efni.Frumvarpið og greinagerðina má lesa í heild hér.
Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03