„Óþolandi og lítilsvirðing við þingheim“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 15:55 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Skjáskot/Stöð 2 Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun sagði umboðsmaður Alþingis að uppræta þurfi tregðu opinberra stofnanna við að veita almenning upplýsingar. Þingmenn eru þar engin undantekning en í pontu Alþingis í dag kvörtuðu báðir þeir Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, yfir dræmum svörum frá fjármálaráðuneytinu vegna mála sem þeir höfðu kallað eftir upplýsingum um.Sjá einnig: Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar „Eftirlitsskylda þingmanna er gjörsamlega troðin í svaðið og þetta verður ekki þolað herra forseti og nú verðum við að fá forseta í lið með okkur um það að eftirlitsskylda þingmanna sé viðurkennd og hún sé höfð í heiðri,” sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Kvartaði hann meðal annars yfir seinagangi og tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita honum upplýsingar um heildarkostnað Landsvirkjunar varðandi lagningu sæstrengs. Flokksbróðir hans tók í sama streng og hvatti þingheim og þingforseta til þess að taka alvarlega „þessar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur komið á framfæri varðandi þann verulega drátt sem oft vill verða á því að fyrirspurnum alþingismanna sé svarað,” sagði Birgir. „Þetta er eins og háttvirtur þingmaður sagði óþolandi og lítilsvirðing við þingheim." Sagði Þorsteinn Sæmundsson. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók undir áhyggjur þingmannanna. „Forseti hefur heyrt hvað háttvirtir þingmenn segja og deilir áhyggjum með þeim af því að það er of mikill brögð af því að dragist að svara fyrirspurnum,” sagði Steingrímur. Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun sagði umboðsmaður Alþingis að uppræta þurfi tregðu opinberra stofnanna við að veita almenning upplýsingar. Þingmenn eru þar engin undantekning en í pontu Alþingis í dag kvörtuðu báðir þeir Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, yfir dræmum svörum frá fjármálaráðuneytinu vegna mála sem þeir höfðu kallað eftir upplýsingum um.Sjá einnig: Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar „Eftirlitsskylda þingmanna er gjörsamlega troðin í svaðið og þetta verður ekki þolað herra forseti og nú verðum við að fá forseta í lið með okkur um það að eftirlitsskylda þingmanna sé viðurkennd og hún sé höfð í heiðri,” sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Kvartaði hann meðal annars yfir seinagangi og tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita honum upplýsingar um heildarkostnað Landsvirkjunar varðandi lagningu sæstrengs. Flokksbróðir hans tók í sama streng og hvatti þingheim og þingforseta til þess að taka alvarlega „þessar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur komið á framfæri varðandi þann verulega drátt sem oft vill verða á því að fyrirspurnum alþingismanna sé svarað,” sagði Birgir. „Þetta er eins og háttvirtur þingmaður sagði óþolandi og lítilsvirðing við þingheim." Sagði Þorsteinn Sæmundsson. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók undir áhyggjur þingmannanna. „Forseti hefur heyrt hvað háttvirtir þingmenn segja og deilir áhyggjum með þeim af því að það er of mikill brögð af því að dragist að svara fyrirspurnum,” sagði Steingrímur.
Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30