Guðmundur Ingi sækist eftir varaformannssæti VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 18:17 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Anton Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hyggst sækjast eftir varaformannssæti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins sem mun fara fram í október. Guðmundur hefur setið sem umhverfis- og auðlindaráðherra frá árinu 2017. Í framboðstilkynningu sinni sem hann birti á Facebook síðu sinni leggur hann mikla áherslu á að umhverfismál verði áfram í brennipunkti. „Ég vil að árið 2030 getum við litið til baka og sagt að okkur hafi tekist að takast á við loftslagsvána og það með félagslegt réttlæti og náttúruvernd að leiðarljósi. Loftslagsváin snertir okkur öll sem búum í þessum heimi. Það er stórt réttlætismál að aðgerðir í loftslagsmálum geti nýst umhverfi og náttúru og á sama tíma tekist á við efnahagslegt misrétti, “ skrifar Guðmundur. Hann segir nauðsynlegt að grænu málin verði meginstefnumál og fái meira vægi hjá stjórnmálaflokkum. Umhverfisfræði séu þverfagleg og þurfi að tengja þau öðrum málaflokkum, þar á meðal samgöngumálum, skipulagsmálum, heilbrigðismálum og svo framvegis. „Kæru vinir, mig langar að vinna áfram að baráttumálum mínum og annarra umhverfis- og náttúruverndarsinna á vettvangi stjórnmálanna, eins og ég hef gert undanfarin tæp tvö ár og stuðla að því að grænu málin fái sem mestan sess í Íslenskum stjórnmálum,“ skrifar Guðmundur. „[Ég] hef því ákveðið að bjóða mig fram til varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins nú í október.“ Vinstri græn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hyggst sækjast eftir varaformannssæti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins sem mun fara fram í október. Guðmundur hefur setið sem umhverfis- og auðlindaráðherra frá árinu 2017. Í framboðstilkynningu sinni sem hann birti á Facebook síðu sinni leggur hann mikla áherslu á að umhverfismál verði áfram í brennipunkti. „Ég vil að árið 2030 getum við litið til baka og sagt að okkur hafi tekist að takast á við loftslagsvána og það með félagslegt réttlæti og náttúruvernd að leiðarljósi. Loftslagsváin snertir okkur öll sem búum í þessum heimi. Það er stórt réttlætismál að aðgerðir í loftslagsmálum geti nýst umhverfi og náttúru og á sama tíma tekist á við efnahagslegt misrétti, “ skrifar Guðmundur. Hann segir nauðsynlegt að grænu málin verði meginstefnumál og fái meira vægi hjá stjórnmálaflokkum. Umhverfisfræði séu þverfagleg og þurfi að tengja þau öðrum málaflokkum, þar á meðal samgöngumálum, skipulagsmálum, heilbrigðismálum og svo framvegis. „Kæru vinir, mig langar að vinna áfram að baráttumálum mínum og annarra umhverfis- og náttúruverndarsinna á vettvangi stjórnmálanna, eins og ég hef gert undanfarin tæp tvö ár og stuðla að því að grænu málin fái sem mestan sess í Íslenskum stjórnmálum,“ skrifar Guðmundur. „[Ég] hef því ákveðið að bjóða mig fram til varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins nú í október.“
Vinstri græn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira