Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 20:31 Tveimur vélum Wizz air var lent á Egilsstöðum í dag vegna veðurs í Keflavík. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/SOPA Images Farþegum í flugvél Wizz Air sem lenti á Egilsstöðum vegna veðurs var boðið að fljúga aftur til Krakár í Póllandi í kvöld. Þeim var sagt að yfirgæfu þeir vélina þyrftu þeir að bjarga sér sjálfir. Íslenskir farþegi sem ákvað að fara frá borði segir að meirihluti farþeganna hafi ákveðið að verða eftir á Egilsstöðum. Jórunn Edda Helgadóttir var enn inni í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni á áttunda tímanum í kvöld. Vél Wizz air frá Kraká hafði þá verið lent á Egilsstöðum sökum veðurs í Keflavík. Hún segir að farþegum hafi verið sagt yfir kallkerfið að þeir hefðu val um að fljúga aftur til Krakár, um fjögurra og hálfs tíma flugleið. Þar gætu þeir fengið hótelgistingu eina nótt og valið sér miða frá hvaða borg í Póllandi sem er næstu daga. Færu þeir úr vélinni hins vegar þyrftu þeir að sjá um sig sálfir. Sjálf gerði Jórunn ráðstafanir og ákvað að fara úr vélinni. Hún segir að flestir farþegarnir, sem hún áætlar að hafi verið rúmlega tvö hundruð, hafi hins vegar ekki verið íslenskir og því átt erfiðara með að finna út úr hlutunum en hún. Þá hafi þeir haft takmarkað ráðrúm til að gera upp hug sinn. „Það eru ekki góðir valmöguleikar í stöðunni,“ segir hún. Á meðan Jórunn ræddi við Vísi fór hún úr vélinni og sagði að stór hluti farþeganna hafi fylgt henni út. Samkvæmt upplýsingum Isavia fyrr í kvöld lentu tvær vélar Wizz Air á Egilsstöðum. Fjöldi farþega sat fastur í vélum á Keflavík þar sem landgöngubrýr eru ekki í notkun vegna veðurs. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Farþegum í flugvél Wizz Air sem lenti á Egilsstöðum vegna veðurs var boðið að fljúga aftur til Krakár í Póllandi í kvöld. Þeim var sagt að yfirgæfu þeir vélina þyrftu þeir að bjarga sér sjálfir. Íslenskir farþegi sem ákvað að fara frá borði segir að meirihluti farþeganna hafi ákveðið að verða eftir á Egilsstöðum. Jórunn Edda Helgadóttir var enn inni í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni á áttunda tímanum í kvöld. Vél Wizz air frá Kraká hafði þá verið lent á Egilsstöðum sökum veðurs í Keflavík. Hún segir að farþegum hafi verið sagt yfir kallkerfið að þeir hefðu val um að fljúga aftur til Krakár, um fjögurra og hálfs tíma flugleið. Þar gætu þeir fengið hótelgistingu eina nótt og valið sér miða frá hvaða borg í Póllandi sem er næstu daga. Færu þeir úr vélinni hins vegar þyrftu þeir að sjá um sig sálfir. Sjálf gerði Jórunn ráðstafanir og ákvað að fara úr vélinni. Hún segir að flestir farþegarnir, sem hún áætlar að hafi verið rúmlega tvö hundruð, hafi hins vegar ekki verið íslenskir og því átt erfiðara með að finna út úr hlutunum en hún. Þá hafi þeir haft takmarkað ráðrúm til að gera upp hug sinn. „Það eru ekki góðir valmöguleikar í stöðunni,“ segir hún. Á meðan Jórunn ræddi við Vísi fór hún úr vélinni og sagði að stór hluti farþeganna hafi fylgt henni út. Samkvæmt upplýsingum Isavia fyrr í kvöld lentu tvær vélar Wizz Air á Egilsstöðum. Fjöldi farþega sat fastur í vélum á Keflavík þar sem landgöngubrýr eru ekki í notkun vegna veðurs.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira