Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2019 11:10 Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. Þetta má lesa úr skýrslu sem þau Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir hafa tekið saman. Byggt er á upplýsingum úr teljara, sem Háskóli Íslands í samvinnu við stjórn Heimskautsgerðis, Þekkingarnet Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga komu upp við Heimskautsgerðið í byrjun sumars 2019 en síðast var talið árið 2016.Nyrstu strandir Íslands á Melrakkasléttu blasa við frá Heimskautsgerðinu en heimskautsbaugurinn liggur þar um þremur kílómetrum undan landi.Vísir/Vilhelm.„Hefur fjölgun ferðamanna aukist gríðarlega á þessum þremur árum. Heimskautsgerðið hefur greinilega mikið aðdráttarafl því ekki hefur veðrið sýnt sínar bestu hliðar þetta sumarið hér á norðausturhorninu en það hefur ekki stoppað ferðamennina,“ segir í frétt á heimasíðu Norðurþings.Séð yfir byggðina á Raufarhöfn. Þar búa nú um 170 manns.Vísir/Vilhelm.Í skýrslunni er sumrinu skipt í þrjá hluta, vor frá 3. júní til 7. júlí, háönn frá 8. júlí til 11. ágúst, og haust frá 12. ágúst til 15. september. Fjöldi bíla var talinn og gert ráð fyrir þremur manns að meðaltali í hverjum bíl. Fram kemur að á háönn í sumar komu um 150 manns að Heimskautsgerðinu á degi hverjum að jafnaði, sem er um 70 prósenta fjölgun frá árinu 2016. Núna í haust komu 90 manns þangað daglega að jafnaði, sem er 88 prósenta aukning á þessum þremur árum. Séð yfir hafnarsvæðið á Raufarhöfn. Fyrrum var þetta eitt helsta síldarpláss landsins enda þykir höfnin góð frá náttúrunnar hendi.Vísir/Vilhelm.Heimamenn á Raufarhöfn hófu að reisa Heimskautsgerðið fyrir fimmtán árum í því skyni að skapa aðdráttarafl fyrir ferðamenn og hleypa þannig fleiri stoðum undir atvinnulífið. Enn vantar þó mikið upp á að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. Fá samfélög hafa í seinni tíð mátt þola jafn mikla fólksfækkun, en íbúum Raufarhafnar hefur fækkað um tvo þriðju á fjörutíu árum. Þegar mest var, árið 1978, bjuggu þar 515 manns en núna eru íbúar Raufarhafnar um 170 talsins.Horft úr lofti frá Heimskautsgerðinu í átt til byggðarinnar á Raufarhöfn.Vísir/Vilhelm.Hugmyndina að Heimskautsgerðinu átti Erlingur Thoroddsen hótelstjóri og fékk hann Hauk Halldórsson listamann til að teikna gerðið. Steinblokkirnar mynda sólúr við nyrstu strendur Íslands og eru í anda Stonehenge í Englandi. Frétt Stöðvar 2 um Heimskautsgerðið frá árinu 2016, með viðtali við textahöfundinn landskunna Jónas Friðrik, má sjá hér: Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. Þetta má lesa úr skýrslu sem þau Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir hafa tekið saman. Byggt er á upplýsingum úr teljara, sem Háskóli Íslands í samvinnu við stjórn Heimskautsgerðis, Þekkingarnet Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga komu upp við Heimskautsgerðið í byrjun sumars 2019 en síðast var talið árið 2016.Nyrstu strandir Íslands á Melrakkasléttu blasa við frá Heimskautsgerðinu en heimskautsbaugurinn liggur þar um þremur kílómetrum undan landi.Vísir/Vilhelm.„Hefur fjölgun ferðamanna aukist gríðarlega á þessum þremur árum. Heimskautsgerðið hefur greinilega mikið aðdráttarafl því ekki hefur veðrið sýnt sínar bestu hliðar þetta sumarið hér á norðausturhorninu en það hefur ekki stoppað ferðamennina,“ segir í frétt á heimasíðu Norðurþings.Séð yfir byggðina á Raufarhöfn. Þar búa nú um 170 manns.Vísir/Vilhelm.Í skýrslunni er sumrinu skipt í þrjá hluta, vor frá 3. júní til 7. júlí, háönn frá 8. júlí til 11. ágúst, og haust frá 12. ágúst til 15. september. Fjöldi bíla var talinn og gert ráð fyrir þremur manns að meðaltali í hverjum bíl. Fram kemur að á háönn í sumar komu um 150 manns að Heimskautsgerðinu á degi hverjum að jafnaði, sem er um 70 prósenta fjölgun frá árinu 2016. Núna í haust komu 90 manns þangað daglega að jafnaði, sem er 88 prósenta aukning á þessum þremur árum. Séð yfir hafnarsvæðið á Raufarhöfn. Fyrrum var þetta eitt helsta síldarpláss landsins enda þykir höfnin góð frá náttúrunnar hendi.Vísir/Vilhelm.Heimamenn á Raufarhöfn hófu að reisa Heimskautsgerðið fyrir fimmtán árum í því skyni að skapa aðdráttarafl fyrir ferðamenn og hleypa þannig fleiri stoðum undir atvinnulífið. Enn vantar þó mikið upp á að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. Fá samfélög hafa í seinni tíð mátt þola jafn mikla fólksfækkun, en íbúum Raufarhafnar hefur fækkað um tvo þriðju á fjörutíu árum. Þegar mest var, árið 1978, bjuggu þar 515 manns en núna eru íbúar Raufarhafnar um 170 talsins.Horft úr lofti frá Heimskautsgerðinu í átt til byggðarinnar á Raufarhöfn.Vísir/Vilhelm.Hugmyndina að Heimskautsgerðinu átti Erlingur Thoroddsen hótelstjóri og fékk hann Hauk Halldórsson listamann til að teikna gerðið. Steinblokkirnar mynda sólúr við nyrstu strendur Íslands og eru í anda Stonehenge í Englandi. Frétt Stöðvar 2 um Heimskautsgerðið frá árinu 2016, með viðtali við textahöfundinn landskunna Jónas Friðrik, má sjá hér:
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34
Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00
Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30