Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 18:00 Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom málið upp í ágúst á síðasta ári og var um þaulskipulagðan glæp að ræða. Málinu svipar mjög til máls sem nýlega kom upp þegar tölvuþrjótar náðu að svíkja út úr HS Orku um fjögur hundruð milljónir króna. Málið er til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara en í samtali við fréttastofu sagðist Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ekkert geta tjáð sig um það. Unnið væri að rannsókn málsins í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu teygir málið sig til Asíu, meðal annars Kína og Hong Kong. Svo virðist sem að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í tölvupóstsamskipti og séð þannig til þess að nærri níu hundruð milljónir voru lagðar inn á reikninga sem þeir höfðu aðgang að í stað þess að fara á réttan stað. Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lager Iceland, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Lager Iceland á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og verslunina Ilva. Þórarinn var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir að málið kom upp, eða í apríl á þessu ári. Hann fullyrti í samtali við fréttastofu að nánast allir peningarnir hafi náðst til baka. Það hafi verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort að einhverjar uppsagnir hafi átt sér stað í tengslum við málið en að ferlum og vinnulagi innan fyrirtækisins hafi verið breytt til að reyna að tryggja að málið geti ekki endurtekið sig. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom málið upp í ágúst á síðasta ári og var um þaulskipulagðan glæp að ræða. Málinu svipar mjög til máls sem nýlega kom upp þegar tölvuþrjótar náðu að svíkja út úr HS Orku um fjögur hundruð milljónir króna. Málið er til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara en í samtali við fréttastofu sagðist Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ekkert geta tjáð sig um það. Unnið væri að rannsókn málsins í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu teygir málið sig til Asíu, meðal annars Kína og Hong Kong. Svo virðist sem að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í tölvupóstsamskipti og séð þannig til þess að nærri níu hundruð milljónir voru lagðar inn á reikninga sem þeir höfðu aðgang að í stað þess að fara á réttan stað. Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lager Iceland, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Lager Iceland á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og verslunina Ilva. Þórarinn var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir að málið kom upp, eða í apríl á þessu ári. Hann fullyrti í samtali við fréttastofu að nánast allir peningarnir hafi náðst til baka. Það hafi verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort að einhverjar uppsagnir hafi átt sér stað í tengslum við málið en að ferlum og vinnulagi innan fyrirtækisins hafi verið breytt til að reyna að tryggja að málið geti ekki endurtekið sig. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15
Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30
Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10