Grunur um e-coli mengun í neysluvatni frá vatnsbóli í Grábrókarhrauni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2019 13:37 Frá Borgarnesi en vatnsbólið þjónar bænum sem og Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. vísir/egill Grunur er um e-coli mengun í neysluvatni frá vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Hvort um raunverulega mengun er að ræða getur skýrst fyrir hádegi á morgun, föstudag.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir jafnframt að þótt aðeins sé grunur um mengun í vatninu mælist fyrirtækið til þess að notendur á þessu svæði sjóði neysluvatn í öryggisskyni þar til önnur tilmæli berast. Neysluvatn þarf að sjóða í að minnsta kosti eina mínútu. „Sýnið, sem grunurinn beinist að, var tekið við reglubundna sýnatöku að morgni miðvikudagsins 2. október. Dæmi eru um rangar vísbendingar af slíkum sýnum. Niðurstaðna rannsókna Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á sýninu er að vænta fyrir hádegi á morgun, 4. október. Þær niðurstöður geta annars vegar eytt öllum grunsemdum um mengun í vatninu eða styrkt gruninn. Í því tilviki munu niðurstöður endurtekinnar sýnatöku liggja fyrir á sunnudag. E-coli gerlamengun er alvarleg og getur valdið slæmum sýkingum hjá fólki, einkum þeim sem eru viðkvæm fyrir, þar með talin eru börn og gamalmenni. Því er áríðandi að farið sé að tilmælum um suðu á neysluvatni. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni í Borgarnesi er ekki vitað af neinum staðfestum tilfellum af magakveisu. Starfsfólk Veitna vinnur nú að því að gera öllum viðskiptavinum viðvart, sérstaklega viðkvæmum notendum. Ítrekað skal að um óstaðfestan grun er að ræða en í ljósi þess hve afleiðingar slíkrar mengunar geta verið alvarlegar þykir Veitum rétt að ráðleggja fólki að sjóða neysluvatn þar til frekari niðurstöður liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Veitna.Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarbyggð Heilbrigðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Grunur er um e-coli mengun í neysluvatni frá vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Hvort um raunverulega mengun er að ræða getur skýrst fyrir hádegi á morgun, föstudag.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir jafnframt að þótt aðeins sé grunur um mengun í vatninu mælist fyrirtækið til þess að notendur á þessu svæði sjóði neysluvatn í öryggisskyni þar til önnur tilmæli berast. Neysluvatn þarf að sjóða í að minnsta kosti eina mínútu. „Sýnið, sem grunurinn beinist að, var tekið við reglubundna sýnatöku að morgni miðvikudagsins 2. október. Dæmi eru um rangar vísbendingar af slíkum sýnum. Niðurstaðna rannsókna Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á sýninu er að vænta fyrir hádegi á morgun, 4. október. Þær niðurstöður geta annars vegar eytt öllum grunsemdum um mengun í vatninu eða styrkt gruninn. Í því tilviki munu niðurstöður endurtekinnar sýnatöku liggja fyrir á sunnudag. E-coli gerlamengun er alvarleg og getur valdið slæmum sýkingum hjá fólki, einkum þeim sem eru viðkvæm fyrir, þar með talin eru börn og gamalmenni. Því er áríðandi að farið sé að tilmælum um suðu á neysluvatni. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni í Borgarnesi er ekki vitað af neinum staðfestum tilfellum af magakveisu. Starfsfólk Veitna vinnur nú að því að gera öllum viðskiptavinum viðvart, sérstaklega viðkvæmum notendum. Ítrekað skal að um óstaðfestan grun er að ræða en í ljósi þess hve afleiðingar slíkrar mengunar geta verið alvarlegar þykir Veitum rétt að ráðleggja fólki að sjóða neysluvatn þar til frekari niðurstöður liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Veitna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarbyggð Heilbrigðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira