Rafbíll frá Nissan frumsýndur í Tókýó Njáll Gunnlaugsson skrifar 3. október 2019 07:30 Kassalaga útlit Nissan IMk minnir helst á útlit japönsku "kei“-bílanna svokölluðu sem hannaðir eru til notkunar í stórborgum. Mynd/Nissannews.com Nissan hefur gefið út að nýr rafknúinn tilraunabíll verði frumsýndur á Tokyo Motor Show síðar í þessum mánuði. Bíllinn sem kallast einfaldlega IMk er á nýjum undirvagni sérstaklega hönnuðum fyrir rafbílalínu Nissan. Útlit hans minnir talsvert á kassalaga útlit „kei“-bílanna svokölluðu sem hannaðir eru með notkun í stórborgum í huga. Telja má líklegt að við munum sjá framleiðsluútgáfu af þessum bíl í náinni framtíð og þá ekki einungis fyrir Japansmarkað heldur með alþjóðlegan markað í huga. Nissan, sem framleiðir einnig hinn vinsæla Leaf, er líka með rafjeppling á döfinni sem byggir á IMq-tilraunabílnum og frumsýndur verður á næsta ári. Bíll byggður á IMk-tilraunabílnum yrði líklega ódýrari en Nissan Leaf og keppir við bíla eins og hinn nýja Honda E, sem er með svipað útlit að sumu leyti. IMk er styttri og mjórri en Nissan Micra en aðeins hærri, en þau hlutföll gætu breyst í framleiðsluútgáfu. Mælaborðið í tilraunaútgáfunni er ansi sérstakt og að mestu leyti í þrívídd og minnir helst á það sem við höfum séð í vísindaskáldsögum á hvíta tjaldinu. Hægt verður að segja bílnum að finna bílastæði og leggja sér sjálfur og einnig að kalla hann til sín þaðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent
Nissan hefur gefið út að nýr rafknúinn tilraunabíll verði frumsýndur á Tokyo Motor Show síðar í þessum mánuði. Bíllinn sem kallast einfaldlega IMk er á nýjum undirvagni sérstaklega hönnuðum fyrir rafbílalínu Nissan. Útlit hans minnir talsvert á kassalaga útlit „kei“-bílanna svokölluðu sem hannaðir eru með notkun í stórborgum í huga. Telja má líklegt að við munum sjá framleiðsluútgáfu af þessum bíl í náinni framtíð og þá ekki einungis fyrir Japansmarkað heldur með alþjóðlegan markað í huga. Nissan, sem framleiðir einnig hinn vinsæla Leaf, er líka með rafjeppling á döfinni sem byggir á IMq-tilraunabílnum og frumsýndur verður á næsta ári. Bíll byggður á IMk-tilraunabílnum yrði líklega ódýrari en Nissan Leaf og keppir við bíla eins og hinn nýja Honda E, sem er með svipað útlit að sumu leyti. IMk er styttri og mjórri en Nissan Micra en aðeins hærri, en þau hlutföll gætu breyst í framleiðsluútgáfu. Mælaborðið í tilraunaútgáfunni er ansi sérstakt og að mestu leyti í þrívídd og minnir helst á það sem við höfum séð í vísindaskáldsögum á hvíta tjaldinu. Hægt verður að segja bílnum að finna bílastæði og leggja sér sjálfur og einnig að kalla hann til sín þaðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent