Þvertekur fyrir að hafa viljað krókódíla og snáka við landamæravegginn Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. „Ég er kannski harður í horn að taka varðandi landamæraöryggi en ekki svo harður,“ skrifar forsetinn á Twitter. „Pressan er orðin galin. Falskar fréttir!“ bætti hann við. Tíst þetta má rekja til frétta sem unnar eru upp úr óútgefinni bók tveggja blaðamanna New York Times. Fyrsta greinin birtist í New York Times og á hún að byggja á viðtölum við á annan tug embættismanna og starfsmenn Hvíta hússins.Þar kemur fram að Trump hafi ítrekað sagt við ráðgjafa sína að hann vildi víggirtan landamæravegg, eins og segir hér að ofan, og eiga ráðgjafar hans að hafa kannað hvað slíkt myndi kosta. Landamæri ríkjanna eru 3,145 kílómetrar að lengd og er bygging veggja á hluta landamæranna hafinn eftir að fé var tekið frá hernum til verksins.Now the press is trying to sell the fact that I wanted a Moat stuffed with alligators and snakes, with an electrified fence and sharp spikes on top, at our Southern Border. I may be tough on Border Security, but not that tough. The press has gone Crazy. Fake News! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2019 Í nóvember í fyrra sagði Trump að bandarískir hermenn og löggæsluaðilar ættu ef til vill að skjóta flótta- og farandfólk sem kastaði grjóti að þeim. Hann dró þó í land degi seinna og sagði að hver sá sem kastaði grjóti yrði handtekinn.Í bókinni segir að Trump hafi einungis dregið í land eftir að ráðgjafar hans sögðu það ólöglegt að skjóta fólk sem kastar grjóti. Hann á hins vegar að hafa lagt til á fundum í kjölfarið að kannski ætti að skjóta flótta- og farandfólk í fæturna til að hægja á þeim og var honum aftur bent á að það væri ólöglegt. Flestar þessar sögur má rekja til nóvember í fyrra og einnar viku í mars þegar Trump lagði til að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó yrði lokað á einum degi. Þessi vika á að hafa verið forsetanum og starfsmönnum hans erfið og á einum fundi öskraði hann á ráðgjafa sína.„Þið eruð að láta mig líta út eins og fífl,“ á Trump að hafa öskrað. Á þeim fundi sagðist hann vilja loka landamærunum og skammaði hann þá sem sátu fundinn eins og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Kirstjen Nielsen, fyrrverandi yfirmann Heimavarnarráðuneytisins. Kirstjen reyndi að telja honum hughvarf og sagði vel hægt að loka landamærunum. Það myndi hins vegar ekki bæta neitt, því fólk gæti áfram sótt um hæli. Jared Kushner, tengdasonur Trump, reyndi sömuleiðis að tala við hann en án árangurs. „Það eina sem þú hugsar um eru vinir þínir í Mexíkó,“ á Trump að hafa öskrað á Kushner. „Ég er búinn að fá nóg. Ég vil að þetta verði gert fyrir hádegi á morgun.“ Starfsmönnum Trump tókst að fá hann til að seinka ákvörðun sinni um eina viku og í millitíðinni streymdu þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir til forsetans og lýstu því hve hræðileg áhrif lokun landamæranna myndi hafa. Á endanum tókst þeim ætlunarverk sitt. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. „Ég er kannski harður í horn að taka varðandi landamæraöryggi en ekki svo harður,“ skrifar forsetinn á Twitter. „Pressan er orðin galin. Falskar fréttir!“ bætti hann við. Tíst þetta má rekja til frétta sem unnar eru upp úr óútgefinni bók tveggja blaðamanna New York Times. Fyrsta greinin birtist í New York Times og á hún að byggja á viðtölum við á annan tug embættismanna og starfsmenn Hvíta hússins.Þar kemur fram að Trump hafi ítrekað sagt við ráðgjafa sína að hann vildi víggirtan landamæravegg, eins og segir hér að ofan, og eiga ráðgjafar hans að hafa kannað hvað slíkt myndi kosta. Landamæri ríkjanna eru 3,145 kílómetrar að lengd og er bygging veggja á hluta landamæranna hafinn eftir að fé var tekið frá hernum til verksins.Now the press is trying to sell the fact that I wanted a Moat stuffed with alligators and snakes, with an electrified fence and sharp spikes on top, at our Southern Border. I may be tough on Border Security, but not that tough. The press has gone Crazy. Fake News! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2019 Í nóvember í fyrra sagði Trump að bandarískir hermenn og löggæsluaðilar ættu ef til vill að skjóta flótta- og farandfólk sem kastaði grjóti að þeim. Hann dró þó í land degi seinna og sagði að hver sá sem kastaði grjóti yrði handtekinn.Í bókinni segir að Trump hafi einungis dregið í land eftir að ráðgjafar hans sögðu það ólöglegt að skjóta fólk sem kastar grjóti. Hann á hins vegar að hafa lagt til á fundum í kjölfarið að kannski ætti að skjóta flótta- og farandfólk í fæturna til að hægja á þeim og var honum aftur bent á að það væri ólöglegt. Flestar þessar sögur má rekja til nóvember í fyrra og einnar viku í mars þegar Trump lagði til að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó yrði lokað á einum degi. Þessi vika á að hafa verið forsetanum og starfsmönnum hans erfið og á einum fundi öskraði hann á ráðgjafa sína.„Þið eruð að láta mig líta út eins og fífl,“ á Trump að hafa öskrað. Á þeim fundi sagðist hann vilja loka landamærunum og skammaði hann þá sem sátu fundinn eins og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Kirstjen Nielsen, fyrrverandi yfirmann Heimavarnarráðuneytisins. Kirstjen reyndi að telja honum hughvarf og sagði vel hægt að loka landamærunum. Það myndi hins vegar ekki bæta neitt, því fólk gæti áfram sótt um hæli. Jared Kushner, tengdasonur Trump, reyndi sömuleiðis að tala við hann en án árangurs. „Það eina sem þú hugsar um eru vinir þínir í Mexíkó,“ á Trump að hafa öskrað á Kushner. „Ég er búinn að fá nóg. Ég vil að þetta verði gert fyrir hádegi á morgun.“ Starfsmönnum Trump tókst að fá hann til að seinka ákvörðun sinni um eina viku og í millitíðinni streymdu þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir til forsetans og lýstu því hve hræðileg áhrif lokun landamæranna myndi hafa. Á endanum tókst þeim ætlunarverk sitt.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira