Siggi var Einhleypa Makamála í sumar og spyrjum við því eðlilega hvort að Julie hafi ekki pottþétt séð hann þar?
Ha,ha! Það væri erfitt fyrir mig að ljúga því reyndar en Julie starfar á hestaleigunni Sólhestar sem er í eigu pabba. Ég varð eiginlega strax skotinn. Sá hana og var kominn með mission, kastaði út önglinum og VOILA!
Er ekki geggjað að vera ástfanginn?
Það er nú bara þannig með ástina að hún kemur þegar maður á síst von á því. Jú það er geggjað. Var búinn að gleyma hvað þetta er geggjað!Makamál óska Sigga Sól innilega til hamingju með ástina og þakka honum kærlega fyrir spjallið.
Það er greinilega geggjað að vera ástfanginn í hestamennskunni og því líklega fátt meira viðeigandi en að leyfa þessu lagi að fylgja hér með.