Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með kollega sínum Chingiz Aidarbekov frá Kirgistan á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ræddu þeir meðal annars um samskipti ríkjanna, samstarf þjóðþinga og viðskipti en áherslan var á umhverfismál.
Aidarbekov sýndi sérstakan áhuga á samstarfi við Íslendinga um verndun jökla. Ísland komst í heimsfréttirnar þegar hvarf jökulsins Oks var minnst fyrir skemmstu. Kirgistan er háfjallaríki og jöklarnir þar eru 8 þúsund. Sá þekktasti er Inylchek, sem er einn af stærstu jöklum heims utan heimskautanna. Einn af þeim stærstu heitir Lenín í höfuðið á Sovétleiðtoganum, en Kirgistan var Sovétlýðveldi til ársins 1991.
Kirgísar fylgjast nú grannt með jöklunum, en talið er að allt að 95 prósent þeirra verði horfin árið 2100.
Fundaði með Kirgísum um verndun jökla
Kristinn Haukur Guðnason skrifar
