Björvin Páll Gústavsson átti frábæran leik er danska liðið Skjern lagði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Lokatölur leiksins 27-26 þar sem Björgvin Páll varði alls 16 skot eða 45% þeirra skota sem rötuðu á markið. Þar af eitt vítakast.
Miðað við frammistöðu Björgvins í dag ætti að vera ljóst að það verður hart barist um kappann þegar hann kemur heim til Íslands í sumar.
Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk í leiknum og segja má að Íslendingarnir tveir hafi spilað stóran þátt í sigri dagsins. Patrekur Jóhannesson var svo sem fyrr á hliðarlínunni en hann þjálfar Skjern.
Þegar átta umferðum er lokið í dönsku úrvalsdeildinni situr Skjern í 6. sæti deildarinnar með níu stig.

