Sparitréin í Kjarnaskógi fá sérstaka kanínuvernd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2019 20:00 Kanínur eru algeng sjón í Kjarnaskógi. Þær geta samt ekki étið þessi tré sem sjást hérna á myndinni. Vísir/Tryggvi Páll Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband. Kanínur eru komnar til að vera í Kjarnaskógi og þykir mörgum gaman að sjá þessa loðbolta hoppandi um skóginn. Fylgifiskur þeirra er þó að sum tré eru í hættu yfir veturinn. „Þær bara byrja að naga þar sem snjólínan er og naga allan börk uppeftir. Ef að börkurinn er tekinn hringinn, þá er tréið dautt. Þannig að við ætlum að halda þessum reyni frá þeim. Þær allavega fá í tennurnar með því að bryðja þetta hæsnanet,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélag Eyfirðinga, á meðan hann sýnir fréttamanni kanínuvarnirnar.Ingólfur Jóhannsson er ýmsu vanur í Kjarnaskógi.Vísir/Tryggvi PállKanínurnar sólgnar í kirsuberjatrén Staðarhaldarar hafa girt í kringum eða vafið hænsnaneti utan um kirsuberjatré og aðrar sérstakar tegundir. Sparitréin. „Við erum að setja hérna Ask og Hlyn og sjaldgæfari tegundir. Það reynum við að verja,“ útskýrir Ingólfur.Hvað hefði gerst ef þið hefðuð ekki sett þessar girðingar hérna í kring?„Þá væru öll þessi tré bara nöguð og steindauð.“Þær eru svolítið óvægnar hérna í þessu?„Í þessu. Kirsuber eru náttúrúlega það besta sem kanínur fá þannig að þær eru mjög harðar á því. Þær eru ekkert hrifnar af birki og ýmsum öðrum tegundum.“Þetta tré væri steindautt ef þetta hænsnet væri ekki til að verja það fyrir kanínunum.Vísir/Tryggvi PállÞessi hegðun hjá kanínunum vekur mismikla hrifningu. „Stundum er maður ógeðslega fúll og ef ég missi kirsuberjartré þá er ég bara verulega reiður. Þær geta valdið okkur tjóni en hins vegar eru þær komnar til að vera hérna og við ætlum að lifa með þeim. Þetta verður svona ást og hatur áfram held ég.“ Akureyri Dýr Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband. Kanínur eru komnar til að vera í Kjarnaskógi og þykir mörgum gaman að sjá þessa loðbolta hoppandi um skóginn. Fylgifiskur þeirra er þó að sum tré eru í hættu yfir veturinn. „Þær bara byrja að naga þar sem snjólínan er og naga allan börk uppeftir. Ef að börkurinn er tekinn hringinn, þá er tréið dautt. Þannig að við ætlum að halda þessum reyni frá þeim. Þær allavega fá í tennurnar með því að bryðja þetta hæsnanet,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélag Eyfirðinga, á meðan hann sýnir fréttamanni kanínuvarnirnar.Ingólfur Jóhannsson er ýmsu vanur í Kjarnaskógi.Vísir/Tryggvi PállKanínurnar sólgnar í kirsuberjatrén Staðarhaldarar hafa girt í kringum eða vafið hænsnaneti utan um kirsuberjatré og aðrar sérstakar tegundir. Sparitréin. „Við erum að setja hérna Ask og Hlyn og sjaldgæfari tegundir. Það reynum við að verja,“ útskýrir Ingólfur.Hvað hefði gerst ef þið hefðuð ekki sett þessar girðingar hérna í kring?„Þá væru öll þessi tré bara nöguð og steindauð.“Þær eru svolítið óvægnar hérna í þessu?„Í þessu. Kirsuber eru náttúrúlega það besta sem kanínur fá þannig að þær eru mjög harðar á því. Þær eru ekkert hrifnar af birki og ýmsum öðrum tegundum.“Þetta tré væri steindautt ef þetta hænsnet væri ekki til að verja það fyrir kanínunum.Vísir/Tryggvi PállÞessi hegðun hjá kanínunum vekur mismikla hrifningu. „Stundum er maður ógeðslega fúll og ef ég missi kirsuberjartré þá er ég bara verulega reiður. Þær geta valdið okkur tjóni en hins vegar eru þær komnar til að vera hérna og við ætlum að lifa með þeim. Þetta verður svona ást og hatur áfram held ég.“
Akureyri Dýr Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00