Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2019 13:23 Haukur Arnþórsson, prófessor í stjórnsýslufræðum, gefur í dag út bókina Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Um 80 prósent þingvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn á meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók Hauks Arnþórssonar, prófessors í stjórnsýslufræði, sem kemur út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Hann segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé á margan hátt ennþá undir feðraveldinu kominn.En hvers vegna ákvað Haukur að skrifa bók um Alþingi?„Ég var yfirmaður tölvumála hjá Alþingi um langt árabil og leiddi það að búinn var til gagnagrunnur um þingmál og þingmenn þegar þingið fór í eina deild 1991 þannig að ég vissi af því að töluvert mikið af gögnum er til, umfram það sem birtist á vefnum og nú langaði mig til þess að loka þessum kafla í lífi mínu með því að vinna úr þessum gögnum.“ Í rannsókninni kemur fram að áttatíu prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Hlutfall kvenna á Alþingi sem hefur orðið fyrir ofbeldi er örlítið hærra í samanburði við konur á öðrum þjóðþingum. Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. „Ísland kemur í rauninni mjög nálægt evrópskum meðaltölum. Það er heldur meira líkamlegt og efnahagslegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er eins,“ segir Haukur.Haukur segir að enn vanti talsvert upp á jafnrétti á Alþingi Íslendinga.„Það sem kom mér á þetta spor er að í gagnagrunnum Alþingis kemur í ljós að konur eru á margan hátt háðar feðraveldinu. Konur eru núna sjö árum yngri en karlar sem bendir til þess að eldri konum sé ýtt út. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru þrettán árum yngri en karlar. Konur endast skemur á þingi.“ Gagnagrunnurinn sýni að konur séu neðar á framboðslistum en þeim fjölgar aftur á móti á miðju kjörtímabili þegar þær koma iðulega inn sem varamenn. „Konur koma málum sínum síður í gegnum þingið og konur vinna meira í þinginu en karlar svo ég nefni nokkur atriði. Þetta sýnir að konur eru svolítið í pólitík á forsendum karla og feðraveldis sem virðist velja þær og velja hvaða mál verða að lögum frá þeim þannig að þetta styður þessa rannsókn um kynferðislegt ofbeldi, að það vanti upp á jafnréttið.“Hver er það sem á að gæta að öryggi þeirra í starfi og stendur vörð um þeirra hagsmuni? „Ég myndi segja að það sé vinnustaðurinn. Og hugsanlega stjórnmálaflokkarnir, þeir þurfa auðvitað að passa upp á jafnréttið og að það sé ekki ráðist á konur.“ Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira
Um 80 prósent þingvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn á meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók Hauks Arnþórssonar, prófessors í stjórnsýslufræði, sem kemur út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Hann segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé á margan hátt ennþá undir feðraveldinu kominn.En hvers vegna ákvað Haukur að skrifa bók um Alþingi?„Ég var yfirmaður tölvumála hjá Alþingi um langt árabil og leiddi það að búinn var til gagnagrunnur um þingmál og þingmenn þegar þingið fór í eina deild 1991 þannig að ég vissi af því að töluvert mikið af gögnum er til, umfram það sem birtist á vefnum og nú langaði mig til þess að loka þessum kafla í lífi mínu með því að vinna úr þessum gögnum.“ Í rannsókninni kemur fram að áttatíu prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Hlutfall kvenna á Alþingi sem hefur orðið fyrir ofbeldi er örlítið hærra í samanburði við konur á öðrum þjóðþingum. Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. „Ísland kemur í rauninni mjög nálægt evrópskum meðaltölum. Það er heldur meira líkamlegt og efnahagslegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er eins,“ segir Haukur.Haukur segir að enn vanti talsvert upp á jafnrétti á Alþingi Íslendinga.„Það sem kom mér á þetta spor er að í gagnagrunnum Alþingis kemur í ljós að konur eru á margan hátt háðar feðraveldinu. Konur eru núna sjö árum yngri en karlar sem bendir til þess að eldri konum sé ýtt út. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru þrettán árum yngri en karlar. Konur endast skemur á þingi.“ Gagnagrunnurinn sýni að konur séu neðar á framboðslistum en þeim fjölgar aftur á móti á miðju kjörtímabili þegar þær koma iðulega inn sem varamenn. „Konur koma málum sínum síður í gegnum þingið og konur vinna meira í þinginu en karlar svo ég nefni nokkur atriði. Þetta sýnir að konur eru svolítið í pólitík á forsendum karla og feðraveldis sem virðist velja þær og velja hvaða mál verða að lögum frá þeim þannig að þetta styður þessa rannsókn um kynferðislegt ofbeldi, að það vanti upp á jafnréttið.“Hver er það sem á að gæta að öryggi þeirra í starfi og stendur vörð um þeirra hagsmuni? „Ég myndi segja að það sé vinnustaðurinn. Og hugsanlega stjórnmálaflokkarnir, þeir þurfa auðvitað að passa upp á jafnréttið og að það sé ekki ráðist á konur.“
Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira