Ætlar að fara opinskátt yfir stöðu VG Aðalheiður Ámundadóttir og Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. október 2019 09:00 Katrín sótti sér umhverfisráðherra í umhverfisverndarhreyfinguna, Guðmund Inga Guðbrandsson sem vill verða varaformaður. Vísir/vilhelm „Ég er bjartsýn á að það verði góð stemning á fundinum. Við getum held ég verið nokkuð ánægð með málefnalegan árangur á þessu kjörtímabili, því það hefur auðvitað náðst gríðarlegur árangur í mörgum þeirra mála sem við töluðum um fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Fyrsti landsfundur flokksins frá því hann tók við forystu í ríkisstjórn fer fram um helgina. Gríðarleg ólga var í flokknum meðan stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn stóðu yfir. Flokkurinn fékk 16,9 prósenta fylgi í kosningunum og ellefu menn kjörna á þing. Ólgan skilaði sér ekki með neikvæðum hætti í fylgi flokksins eftir stjórnarmyndunina en flokkurinn mældist með 23,5 prósenta fylgi skömmu eftir stjórnarmyndunina. „Það kom mér raunar ánægjulega á óvart hvað samstarfið naut mikils fylgis í upphafi. Auðvitað var heilmikil ólga, það er alveg rétt, en eigi að síður voru yfir 80 prósent félaga okkar sem studdu þetta í upphafi,“ segir Katrín og metur það svo að fólk sé ekki ósátt við frammistöðu flokksins í ríkisstjórn heilt yfir.Komin fram úr loforðunum Viðfangsefni fundarins um helgina taka mið af því að kjörtímabilið er hálfnað. „Ég mun annars vegar fara yfir þann árangur sem hefur náðst og hins vegar pólitíska ástandið og verkefnin fram undan,“ segir Katrín. Hún segir flokkinn í raun hafa skilað meiru en hann lofaði í aðdraganda kosninga. Flokkurinn hafi talað fyrir aukinni fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu, félagslegum innviðum og menntakerfi. „Við töluðum mjög mikið um loftslagsmálin og ég held það sé óhætt að segja að þau hafi aldrei verið sett jafn rækilega á dagskrá af nokkurri annarri ríkisstjórn en þessari,“ segir Katrín og lætur þess einnig getið að hún muni ræða stöðu hreyfingarinnar með opinskáum hætti á fundinum. „Það hefur alveg komið á daginn að það er ekki endilega þannig að stjórnmálaflokkar græði, fyrir sig, á því að vera í ríkisstjórn, þótt við séum ánægð með málefnalega árangurinn.“ Mjög lítið fylgi meðal karla Fylgi við flokkinn fór fljótt að dala eftir glimrandi könnun fyrst eftir stjórnarmyndun en hefur þó haldist mjög stöðugt allt þetta ár, milli 12 og 13 prósent. Athygli vekur hins vegar að stuðningur karla við flokkinn hefur minnkað og er í 6 prósentum samkvæmt nýjustu könnun. Katrín segir að munur á fylgi karla og kvenna við flokkinn hafi verið staðreynd mörg undanfarin ár. „Kannski tengist það formanni flokksins, sem vill svo til að er kona. Það hefur örugglega einhver áhrif. En þetta er auðvitað umhugsunarefni fyrir okkur og ég kann í rauninni enga sérstaka skýringu á því aðra en að við erum auðvitað hreyfing sem hefur lagt mjög mikið upp úr kynjajafnrétti, við erum með mjög margar konur í forystu og í okkar þingliði. Svo höfum við auðvitað lagt áherslu á kvenfrelsismál í okkar baráttu, það er ein af grunnstoðum okkar hreyfingar. Ég hefði nú haldið að það ætti ekkert að fæla karlana frá.“ Ekkert fararsnið á Katrínu Aðspurð segist Katrín fagna þeim framboðum sem komin eru fram í ýmis forystuembætti hjá flokknum og útlit sé fyrir að töluverð endurnýjun verði í forystu flokksins. Ekkert fararsnið er þó á formanninum eftir 12 ár á Alþingi. „Nei, mér finnst ég enn þá hafa mjög mikið fram að færa. Ég er ekkert á útleið. Ég veit að ég er búin að vera ansi lengi á þingi og enn lengur í stjórn flokksins. Meðan maður brennur fyrir þessu þá heldur maður áfram,“ segir Katrín. Þótt flestir sjái að samstarf stjórnarflokkanna er ekki alltaf einfalt segist Katrín njóta starfsins. „Mér finnst það enn þá vera mjög spennandi viðfangsefni að vera forsætisráðherra og miðla málum milli ólíkra flokka. Það er vissulega krefjandi en spennandi og skemmtilegt viðfangsefni.“ Stígur inn í pólitíkina „Mér finnst mjög mikilvægt að umhverfis- og náttúruverndarfólk láti að sér kveða í pólitík og gefi kost á sér til trúnaðarstarfa og ég myndi vilja sjá sem flesta í öllum flokkum gera slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um framboð sitt til varaformanns flokksins. Guðmundur er ekki kjörinn þingmaður og eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem er utan þings. Hann segir ákvörðun sína um að stíga inn á pólitíska sviðið alls ekki hafa legið fyrir um leið og hann varð ráðherra. „Ég er að taka þessa ákvörðun núna og það sem vakir fyrir mér er að koma umhverfis- og náttúruverndarmálum meira áfram í pólitíkinni.“ Verk umhverfisráðherrans hafa ekki verið óumdeild innan samstarfsflokkanna og gekk Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svo langt að hóta því að hætta að styðja ríkisstjórnina ef ráðherrann breytti ekki afstöðu sinni til friðlýsinga. „Nái ég kjöri tel ég það munu styrkja stöðu mína almennt og líka umhverfis- og náttúruverndarmála,“ segir Guðmundur Ingi, inntur eftir því hvort hann telji kjör sitt til varaformanns styrkja stöðu hans í ríkisstjórninni. „Það eru ákveðin skilaboð að ef flokkssystkini mín treysta mér fyrir þessu embætti þá vilja þau að málunum sem ég stend fyrir sé haldið enn frekar á lofti en gert hefur verið og það á við um ríkisstjórnarborðið rétt eins og á Alþingi og um samfélagið allt.“ Dagskrárvald unga fólksins Guðmundur á von á því að loftslagsmálin verði fyrirferðarmikil á fundinum um helgina en sérstakt málþing verður um málaflokkinn á fundinum. „Ég er mjög ánægður með hvað hefur gerst á undraskömmum tíma, í rauninni bara á einu til einu og hálfu ári, og hvaða meðbyr loftslagsmálin hafa verið að fá,“ segir Guðmundur Ingi og tekur sem dæmi hvernig alþjóðlegar skýrslur um loftslagsvána sem hafa verið að berast á undanförnum áratugum séu loksins að vekja raunverulega athygli. „Við erum orðin móttækilegri og það skiptir miklu máli sem Greta Thunberg hefur komið í gang og líka það sem okkar unga fólk hérna heima er að gera; verkföllin og allt það.“ Aðspurður um fylgi flokksins og umdeilt ríkisstjórnarsamstarf bendir Guðmundur aftur á mikilvægi unga fólksins. „Það sem mér hefur fundist mjög jákvætt að sjá í könnunum er aukið fylgi ungs fólks en þaðan er líka ákallið um auknar aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum að koma.“ Birtist í Fréttablaðinu Vinstri græn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
„Ég er bjartsýn á að það verði góð stemning á fundinum. Við getum held ég verið nokkuð ánægð með málefnalegan árangur á þessu kjörtímabili, því það hefur auðvitað náðst gríðarlegur árangur í mörgum þeirra mála sem við töluðum um fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Fyrsti landsfundur flokksins frá því hann tók við forystu í ríkisstjórn fer fram um helgina. Gríðarleg ólga var í flokknum meðan stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn stóðu yfir. Flokkurinn fékk 16,9 prósenta fylgi í kosningunum og ellefu menn kjörna á þing. Ólgan skilaði sér ekki með neikvæðum hætti í fylgi flokksins eftir stjórnarmyndunina en flokkurinn mældist með 23,5 prósenta fylgi skömmu eftir stjórnarmyndunina. „Það kom mér raunar ánægjulega á óvart hvað samstarfið naut mikils fylgis í upphafi. Auðvitað var heilmikil ólga, það er alveg rétt, en eigi að síður voru yfir 80 prósent félaga okkar sem studdu þetta í upphafi,“ segir Katrín og metur það svo að fólk sé ekki ósátt við frammistöðu flokksins í ríkisstjórn heilt yfir.Komin fram úr loforðunum Viðfangsefni fundarins um helgina taka mið af því að kjörtímabilið er hálfnað. „Ég mun annars vegar fara yfir þann árangur sem hefur náðst og hins vegar pólitíska ástandið og verkefnin fram undan,“ segir Katrín. Hún segir flokkinn í raun hafa skilað meiru en hann lofaði í aðdraganda kosninga. Flokkurinn hafi talað fyrir aukinni fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu, félagslegum innviðum og menntakerfi. „Við töluðum mjög mikið um loftslagsmálin og ég held það sé óhætt að segja að þau hafi aldrei verið sett jafn rækilega á dagskrá af nokkurri annarri ríkisstjórn en þessari,“ segir Katrín og lætur þess einnig getið að hún muni ræða stöðu hreyfingarinnar með opinskáum hætti á fundinum. „Það hefur alveg komið á daginn að það er ekki endilega þannig að stjórnmálaflokkar græði, fyrir sig, á því að vera í ríkisstjórn, þótt við séum ánægð með málefnalega árangurinn.“ Mjög lítið fylgi meðal karla Fylgi við flokkinn fór fljótt að dala eftir glimrandi könnun fyrst eftir stjórnarmyndun en hefur þó haldist mjög stöðugt allt þetta ár, milli 12 og 13 prósent. Athygli vekur hins vegar að stuðningur karla við flokkinn hefur minnkað og er í 6 prósentum samkvæmt nýjustu könnun. Katrín segir að munur á fylgi karla og kvenna við flokkinn hafi verið staðreynd mörg undanfarin ár. „Kannski tengist það formanni flokksins, sem vill svo til að er kona. Það hefur örugglega einhver áhrif. En þetta er auðvitað umhugsunarefni fyrir okkur og ég kann í rauninni enga sérstaka skýringu á því aðra en að við erum auðvitað hreyfing sem hefur lagt mjög mikið upp úr kynjajafnrétti, við erum með mjög margar konur í forystu og í okkar þingliði. Svo höfum við auðvitað lagt áherslu á kvenfrelsismál í okkar baráttu, það er ein af grunnstoðum okkar hreyfingar. Ég hefði nú haldið að það ætti ekkert að fæla karlana frá.“ Ekkert fararsnið á Katrínu Aðspurð segist Katrín fagna þeim framboðum sem komin eru fram í ýmis forystuembætti hjá flokknum og útlit sé fyrir að töluverð endurnýjun verði í forystu flokksins. Ekkert fararsnið er þó á formanninum eftir 12 ár á Alþingi. „Nei, mér finnst ég enn þá hafa mjög mikið fram að færa. Ég er ekkert á útleið. Ég veit að ég er búin að vera ansi lengi á þingi og enn lengur í stjórn flokksins. Meðan maður brennur fyrir þessu þá heldur maður áfram,“ segir Katrín. Þótt flestir sjái að samstarf stjórnarflokkanna er ekki alltaf einfalt segist Katrín njóta starfsins. „Mér finnst það enn þá vera mjög spennandi viðfangsefni að vera forsætisráðherra og miðla málum milli ólíkra flokka. Það er vissulega krefjandi en spennandi og skemmtilegt viðfangsefni.“ Stígur inn í pólitíkina „Mér finnst mjög mikilvægt að umhverfis- og náttúruverndarfólk láti að sér kveða í pólitík og gefi kost á sér til trúnaðarstarfa og ég myndi vilja sjá sem flesta í öllum flokkum gera slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um framboð sitt til varaformanns flokksins. Guðmundur er ekki kjörinn þingmaður og eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem er utan þings. Hann segir ákvörðun sína um að stíga inn á pólitíska sviðið alls ekki hafa legið fyrir um leið og hann varð ráðherra. „Ég er að taka þessa ákvörðun núna og það sem vakir fyrir mér er að koma umhverfis- og náttúruverndarmálum meira áfram í pólitíkinni.“ Verk umhverfisráðherrans hafa ekki verið óumdeild innan samstarfsflokkanna og gekk Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svo langt að hóta því að hætta að styðja ríkisstjórnina ef ráðherrann breytti ekki afstöðu sinni til friðlýsinga. „Nái ég kjöri tel ég það munu styrkja stöðu mína almennt og líka umhverfis- og náttúruverndarmála,“ segir Guðmundur Ingi, inntur eftir því hvort hann telji kjör sitt til varaformanns styrkja stöðu hans í ríkisstjórninni. „Það eru ákveðin skilaboð að ef flokkssystkini mín treysta mér fyrir þessu embætti þá vilja þau að málunum sem ég stend fyrir sé haldið enn frekar á lofti en gert hefur verið og það á við um ríkisstjórnarborðið rétt eins og á Alþingi og um samfélagið allt.“ Dagskrárvald unga fólksins Guðmundur á von á því að loftslagsmálin verði fyrirferðarmikil á fundinum um helgina en sérstakt málþing verður um málaflokkinn á fundinum. „Ég er mjög ánægður með hvað hefur gerst á undraskömmum tíma, í rauninni bara á einu til einu og hálfu ári, og hvaða meðbyr loftslagsmálin hafa verið að fá,“ segir Guðmundur Ingi og tekur sem dæmi hvernig alþjóðlegar skýrslur um loftslagsvána sem hafa verið að berast á undanförnum áratugum séu loksins að vekja raunverulega athygli. „Við erum orðin móttækilegri og það skiptir miklu máli sem Greta Thunberg hefur komið í gang og líka það sem okkar unga fólk hérna heima er að gera; verkföllin og allt það.“ Aðspurður um fylgi flokksins og umdeilt ríkisstjórnarsamstarf bendir Guðmundur aftur á mikilvægi unga fólksins. „Það sem mér hefur fundist mjög jákvætt að sjá í könnunum er aukið fylgi ungs fólks en þaðan er líka ákallið um auknar aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum að koma.“
Birtist í Fréttablaðinu Vinstri græn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira