Áætlað er að halda Formúlu 1 kappakstur á götum Miami í Flórída árið 2021. Liberty Media, bandaríska fyrirtækið sem rekur Formúlu 1, hefur náð samkomulagi við Miami Dolphins um að hafa kappaksturinn í kringum Hard Rock leikvanginn árið 2021.
Lengi hefur það verið á teikniborðinu að halda kappakstur í Miami og samkomulagið við NFL liðið mun mjög sennilega gera það að veruleika.
Það er þó enn langt í land fyrir skipuleggjendur því þó að samningar hafi náðst fyrir að nota Hard Rock leikvanginn á eftir að fá leyfi borgaryfirvalda.
Brautin verður öll á svæði í eigu Stephen Rosso, eigandi NFL liðsins Miami Dolphins. Kappaksturinn minnir því örlítið á Las Vegas kappaksturinn sem haldinn var árin 1981 og 82 á bílastæði Ceasers Palace hótelsins.
Formúla 1 í Miami árið 2021
Bragi Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn

Fótboltamaður lést í upphitun
Fótbolti

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti




Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

Chelsea upp í fjórða sætið
Enski boltinn

„Vilja allir spila fyrir Man United“
Enski boltinn