„Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 15:37 Sveinn Andri hlær að gagnrýni Skúla Gunnars og segir hana galna. Og hefur ekki þungar áhyggjur af dómi sé féll hvar honum var gert að endurgreiða 100 milljónir króna. „Það er ekkert vandamál. Þá gerir maður það bara,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi spurður um nýjustu tíðindi, þau að honum hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923, um 100 milljónir króna.Og áttu fyrir því?„Að sjálfsögðu á ég fyrir því.“ En, þetta er ekki svo eins einfalt að Sveinn Andri seilist í veski sitt og telji fram hundrað kúlur í beinhörðum seðlum, borgi og búið bless. „Þetta er ekki þannig að dómari sé að hafna því að ég fái borgað. Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun. Það blasir við. Það er ekki verið að hafna því að ég fái þóknun heldur að ég geri hitt fyrst,“ segir Sveinn. Hann vill meina að þetta sé einfaldlega svo að dómari telji ekki formsatriði fullnægt.Segir gagnrýni Skúla galna Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa verið fjölmiðlamatur ekki síst vegna greinaskrifa Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Skúli Gunnar hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. „Þetta er eins galið og hugsast getur. Í fyrsta lagi er það gagnaðili sem orsakar umtalsverðan kostnað við rekstur búsins. Sjötíu og fimm prósent kröfuhafa hafa staðfest það fyrir sitt leyti að þeir gera engar athugasemdir við kostnað búsins. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem tengjast Skúla, sem er gagnaðili búsins sem svo fara fram.“ Heiðar Ásberg aftan og framan og allt um kring Sveinn Andri segir eitt og annað rannsóknarefni varðandi þetta mál sem flutt verður í Landsrétti í næsta mánuði. Þar mun ráðast hvernig málið; annað hvort fái allir kröfuhafar sínar kröfur uppgreiddar „eða Skúli þarf ekki að borga neitt. Og það er sami lögmaðurinn, Heiðar Ásberg Atlason hjá Logos, sem gætir hagsmuna gagnaðila þrotabúsins og svo þessara kröfuhafa. Það virðist ekki vera vandamál?“ segir Sveinn Andri. Þetta telur lögmaðurinn umhugsunarefni. Jafnvel kómískt og vitnar hendingu eftir Flosa heitinn Ólafsson: „aftan og framan og allt um kring“. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
„Það er ekkert vandamál. Þá gerir maður það bara,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi spurður um nýjustu tíðindi, þau að honum hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923, um 100 milljónir króna.Og áttu fyrir því?„Að sjálfsögðu á ég fyrir því.“ En, þetta er ekki svo eins einfalt að Sveinn Andri seilist í veski sitt og telji fram hundrað kúlur í beinhörðum seðlum, borgi og búið bless. „Þetta er ekki þannig að dómari sé að hafna því að ég fái borgað. Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun. Það blasir við. Það er ekki verið að hafna því að ég fái þóknun heldur að ég geri hitt fyrst,“ segir Sveinn. Hann vill meina að þetta sé einfaldlega svo að dómari telji ekki formsatriði fullnægt.Segir gagnrýni Skúla galna Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa verið fjölmiðlamatur ekki síst vegna greinaskrifa Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Skúli Gunnar hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. „Þetta er eins galið og hugsast getur. Í fyrsta lagi er það gagnaðili sem orsakar umtalsverðan kostnað við rekstur búsins. Sjötíu og fimm prósent kröfuhafa hafa staðfest það fyrir sitt leyti að þeir gera engar athugasemdir við kostnað búsins. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem tengjast Skúla, sem er gagnaðili búsins sem svo fara fram.“ Heiðar Ásberg aftan og framan og allt um kring Sveinn Andri segir eitt og annað rannsóknarefni varðandi þetta mál sem flutt verður í Landsrétti í næsta mánuði. Þar mun ráðast hvernig málið; annað hvort fái allir kröfuhafar sínar kröfur uppgreiddar „eða Skúli þarf ekki að borga neitt. Og það er sami lögmaðurinn, Heiðar Ásberg Atlason hjá Logos, sem gætir hagsmuna gagnaðila þrotabúsins og svo þessara kröfuhafa. Það virðist ekki vera vandamál?“ segir Sveinn Andri. Þetta telur lögmaðurinn umhugsunarefni. Jafnvel kómískt og vitnar hendingu eftir Flosa heitinn Ólafsson: „aftan og framan og allt um kring“.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37