Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst útkallið klukkan 9:07. Hfi eldur komið upp í bíl sem staðsettur var inni í bílskúrnum.
Tveir slökkviliðsbílar og sjúkrabíll hafi verið sendir frá Keflavík.
Uppfært 9:55: Búið er að slökkva eldinn. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja tókst eldinum ekki að læsa sig í bílskúrnum, en bíllinn er skemmdur.